Ímyndaðar kjötbollur og loftsósa

Þetta lítur sem sagt svona út.

Ég fer í bankann og fæ x upphæð afskrifaða af láninu mínu. Þó mun ég samt líklega standa uppi með forsendubrest á láninu mínu þar sem að ég fæ hann aldrei allan afskrifaðan.  Sem sagt ég skulda ennþá miklu meira en ég gerði fyrir hrun.

Svo kemur skattmann og heimtar skatt af afskriftinni, af upphæðinni sem ég skuldaði aldrei.

Kallast þetta ekki stuldur?

Nýja Ísland verður bara betra og betra, eða hvað finnst ykkur ? Ætlum við ennþá bara að sitja heima og taka þessu öllu ?

 


mbl.is Afskriftir verða skattlagðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Nú hefur slegið úti  fyrir Steingrími. 

Við höfum þrjá kosti:  A. Eignaupptöku af hálfu bankanna;  B.  Eignaupptöku af hálfu ríkisins; C. Uppreisn gegn þessu rugli.

Marinó G. Njálsson, 19.3.2010 kl. 10:14

2 identicon

He, he Þú ert fyndið apparat

  Ef þú ferð í banka og færð 10 milljónir lánaðar þá þýðir það skuldbindingu. Afborganir geta orðið breytilegar miðað við eitthvað sem heitir vextir, eða á Íslandi verðtrygging(en sleppum við breytilega vexti). 

  Síðan færðu gefins 5 milljónir, frá mér og öðrum skattborgurum. Þá þarftu að borga skatt af því ekki satt........ahhhh, bíuddu nú við. Þessi skattur er ekki ætlaður á þá sem fá "bara" gefins 5 milljónir. LESTU  FRÉTTINA BETUR

Stefán, sig (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 10:37

3 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Sæll Stefán,

Skildi fréttina ágætlega takk fyrir, afskriftir koma á 50% af upphæðum sem eru undir 20 mill.  Sem sagt ef ég fæ afskrifaðar 20 mill. þá greiði ég skatt af 10.

Ég held nú að flestir geri sér fulla grein fyrir því að þegar farið er í banka og tekið lán að þá þurfi að standa við skuldbindingar sínar. Ég hef ennþá ekki hitt neinn almennan borgara sem vill ekki halda áfram að standa við sínar skuldbindingar.

Aftur er á móti er mikill munur á venjulegui árferði á Íslandi hvað varðar vexti, verðtryggingu og gengi þannig að hér er verið að tala um að leiðrétta forsendubrest þessara skulda. Það er enginn að fá neitt gefins.

Ásta Hafberg S., 19.3.2010 kl. 11:01

4 identicon

Það sem fólk þarf að gera sér grein fyrir er að það er ekki það sama að fara í banka á Íslandi og annarsstaðar í heiminum.

Á Íslandi er engin áhætta fyrir bankann sem er lánveitendi en SKULDUNAUTUR þarf að líta á hann sam LÁNADROTTINN.

Erlendis tekur bankinn þátt í áhættunni. Hér er það bara að borga eða sitja í Hverfisteini.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 13:21

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sjálfsagt situr landinn heima þangað til sjónvarpið er tekið af honum....

Gunnar Skúli Ármannsson, 21.3.2010 kl. 14:12

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

leið C fyrir mig takk!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2010 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband