Vinnustaðurinn Alþingi

Alþingi Íslendinga er vinnustaður 63ja þingmanna. Það er líka vinnustaður skrifstofufólks, aðstoðarmanna og annara sem hafa aðkomu að þessum vinnustað.
Mér þætti athyglisvert að sjá hvað kæmi út úr vinnustaðagreiningu á alþingi. Vinnustaðagreining er ágætis tæki til að kanna til dæmis innra starf, upplifun starfsmanna á vinnustað sínum, álag, yfirmenn og boðleiðir. Með slíkri greiningu er líka hægt að athuga starfánægju og anda, makrmið og almennt hvernig starfsmenn upplifa streitu, vinnuálag og fleira sem tengt er störfum þeirra á vinnustað. Reyndar tel ég bráðnauðsynlegt að gera slíka greiningu á þessum vinnustað.
Þau okkar sem hafa hreinlega misboðið sjálfum sér með því að stilla á alþingisrásina hafa orðið vitni að því hvernig biturð, einelti, reiði, kergja, ómálefnaleg umræða og durtsháttur hefur rutt sér rúms á þinginu okkar að svo miklu marki að trú okkar á þessari stofnun er í dag orðin nær engin. Við höfum horft á þingmenn láta eins og kjána eftir mesta efnahagshrun sem orðið hefur á landinu.
Við höfum horft upp á skotgrafarhernað fjórflokksins verða óbærilegan og við höfum skynjað að samvinna var aldrei markmið þeirra.
Sumir munu nú benda á að hin eiginlega vinna fer ekki fram í umræðum á alþingi heldur í nefndum og á skrifstofum utan umræðutíma. Þá vil ég benda á að það er fásinna að vera að eyða fé í leikrit sem heitir umræður um mál ef öll vinnan er nú þegar unnin á öðrum vettvangi.
Hvers vegna ættum við að vera að borga laun fyrir þras? Við gætum verið að fá mun meira fyrir peninginn með breytingum á umræðuferlinu í þeirri mynd sem það er eða hreinlega með því að leggja þær niður fyrst það er bara til að sýnast hvort eð er.
Ef alþingi væri einkafyrirtæki í rekstri þá myndu fáir vilja sækja um vinnu þar. Þetta er vinnustaður sem þrífst á neikvæðni og þrætum. Það vita allir sem einhvern tíma hafa unnið hjá svoleiðis fyrirtæki, að þar verður lítið úr verki, lausnarmiðun er um það bil engin og skilvirkni og markmiðasetning fara út um þúfur í neikvæðni, eiginhagsmunapoti og þrefi.
Það er mat mitt að það þarf að endurskipuleggja þennan vinnustað frá grunni. Það þarf að gera vinnustaðagreinigu þarna og það helst í gær. Það er ekki hægt annað en að endurskilgreina starfsemina og verkferlana frá grunni ef það á að gera þennan vinnustað skilvirkari á einhvern hátt.
Ég efast um að nokkuð af þessu muni gerast svo lengi sem fjórflokkurinn ræður ríkjum á alþingi okkar Íslendinga. Til þess að fara í þessa vinnu þarf nýtt blóð og nýja hugsun. Ég vona að okkur  almenningi beri gæfa til að upplifa það. Við berum öll ábyrgð á því að þessi vinnustaður sé viðunandi ekki bara fyrir þá sem starfa þar heldur líka fyrir okkur almenning sem ráðum þarna starfsfólk á fjögurra ára fresti.

Að lifa er ekki bara að anda
Með kveðju
Ásta Hafberg, Tunnusystir og blúnda með gaddabelti


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, 29.12.2012 kl. 18:08

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þér fjórflokkinn út í vor.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2012 kl. 21:20

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr heyr! Fjórflokkinn mun ég ekki kjósa út með andlýðræðislegu öflin sem hafa eyðilagt þjóðfélag vort!

Sigurður Haraldsson, 6.1.2013 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband