23 ATRIÐI UM KAPÍTALISMA....sem ekki er sagt frá

Ég ætla ekki að fara að gefa mig út fyrir að vera bókagagnrýnandi að neinu leiti en ég var að lesa þessa og verð bara að tjá mig ofurlítið um hana. Ég ætla líka að skrifa um þessa bók því að að mínu mati er það samfélagsleg skyldu okkar að kynna okkur málefnin út frá fleiri en einu sjónarhorni. Þetta verðum við að gera ef við ætlum nokkurn tíma að breyta og bæta samfélagsmyndina okkar og kerfi. Það er engu samfélagi hollt að leggja alla ákvarðanatöku og áætlanir í hendur fárra aðila án þess að samfélagsþegnar myndi sér skoðun á málefnunum.

En nú að bókinni góðu.

Staðreyndin er sú að með því að hafa tekið upp algert nýfrjálshyggju-efnahagskerfi, eins og meirihluti „siðmenntaðra“ landa gáfum við skotleyfi á efnahaginn eins og hann lagði sig.

Reglugerðir voru rýmkaðar, lög milduð og eftirlit eiginlega bara meira að nafninu til en í alvöru. Þetta ættum við bara öll að vita eftir hrunið. Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir er svo bara það að þetta hagkerfa módel virkar ekki til lengdar alveg sama hvernig því er snúið.

Bókin, 23 ATRIÐI UM KAPÍTALISMA....sem ekki er sagt frá er svo skilmerkileg að ALLIR og þá meina ég bókstaflega ALLIR geta skilið hana og það sem meira er gott fólk, hún er skyldulesning fyrir okkur öll.

Nógu lengi er búið að setja hagfræði upp sem svo hrikalega illskiljanlegt fyrirbæri að til þess að skilja hana verði maður að vera með dulda spáhæfileika og geta talað við látna.

Í krafti þess hafa hagfræðingar getað sett upp ýmis efnahagsleg módel sem hafa ekkert annað markmið en skammtímahagnað á kostnað langtímafjárfestinga. Sem þýðir bara á venjulegri íslensku að þolinmótt fjármagn, sem þarf til dæmis til fyrirtækja og atvinnusköpunar hefur ekki verið til staðar nema að litlu leiti.  Þetta er eitt atriði af mörgum,  sem er útskýrt í þessari bók svo skilmerkilega að þetta rennur inní hausinn á manni eins og ljúfasta lag.

Til þess að við lendum ekki í sömu stöðunni aftur með hrun og kreppu verðum við að fara að íhuga breytingar á efnahagskerfunum okkar. Til þess að gera það verðum við að hafa smá skilning á því um hvað málið snýst og þar kemur þessi fína bók inn. Hún er auðskiljanleg, vel upp sett og meira að segja hnittin á köflum. 

Gerið nú sjálfum ykkur og framtíðinni greiða og skellið ykkur í lestur þessarar bókar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek þetta til athugunar Ásta mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2013 kl. 12:28

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þessi bók er mótsagnarkennd svo vægt sé til orða tekið, hagfræðin þar er á frumstigi og langflestar niðurstöður höfundar verða varla rökstuddar betur en sem persónuleg tilfinning hans, túlkun og skoðun.

Geir Ágústsson, 30.3.2013 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband