Þing á skilorði

Viðbrögð við fréttum síðustu daga styrkja mig í þeirri greiningu minni að íslenska þjóðin er með þingið á skilorði eins og er . Ég skrifaði pistil sjá hér þar sem ég reifaði það að þjóðin hefur ekki fullt traust til þessarar ríkisstjórnar né núverandi þingmanna nema að litlu leiti.

Það er svo einfalt að við hrunið sem varð árið 2008  byrjaði hringrás sem ekki hefur verið undið ofan af. Fólk upplifði allt í einu vanmátt þingsins og ríkisstjórnar sem það átti ekki að venjast. Þeirri ríkisstjórn var ýtt frá af almenningi í reiði og vanmætti.

Þegar kosið var árið 2009 var einnig kosið, að mestu, út frá vanmáttugri reiði en þó með smá von í farteskinu. Við tók vinstri stjórnin sem gaf fólki smá von um að unnið yrði með hag almennings að leiðarljósi. Sú von dó mjög fljótt og við tók reiði og vanmáttur, vantrú og vantraust.

Það sem gerðist við hrunið og hélt svo áfram síðasta kjörtímabil er að almenningur horfði upp á stoð þjóðfélagsins, þingið, verða að drullupolli rifrilda, málþófs og lítillar samvinnu. Þingið sem átti að vera sameiningartákn þjóðar í sárum og reiði réði ekki við sameiningarhlutverkið og brást þjóðinni á öllum vígstöðvum.

Nú hafa enn einar kosningar átt sér stað þar sem ég met það sem svo að meira hafi verið kosið út frá vanmáttugri reiði og kannski vanmáttugri von um breytingar en trausti og trú á að það myndu virkilega eiga sér stað breytingar til batnaðar.

Nú er það svo að þjóðin setti þingið á trausts- skilorð. Þingið, ríkisstjórnin mun ekki fá langan tíma til að sýna að það sem sagt var hafi verið meint. Þau fá akki langan tíma til að sýna vilja sinn til að sameina þjóð og þing aftur. Traustið er farið og ekkert hefur verið gert ennþá til að endurskapa það.

Það er stjórnmálakreppa á Íslandi og hún hefur verið til staðar síðan hrunið varð. En það er líka vantrausts og vantrúar kreppa á Íslandi sem almenningur lifir á hverjum degi. Ekki bara núna heldur alveg frá því að hrunið átti sér stað. Ég er ekki viss um að neinn af flokkunum sem hafa verið á þingi síðustu fjögur ár geri sér grein fyrir því hve djúpstæð þessi kreppa er og hve mikið þeir þurfa að gera og sýna í gjörðum og orðum til að hún endi.
Eins og er er þingið á skilorði og vonin um að það breytist virðist ekki mikil.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill hjá þér og orð að sönnu.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 3.6.2013 kl. 18:25

2 identicon

Já hún er á skilorði en ef ekkert gerist á þessu sumarþingi þá er það mín von að þjóðin rísi upp og mótmælir kröftuglega. Við almenningur í landinu getum ekki endalaust látið kjöldraga okkur.

Margrét (IP-tala skráð) 4.6.2013 kl. 08:51

3 Smámynd: Snorri Hansson

Ég er sammála öllu sem þú skrifar. En að reikna með að allt hrökkvi í liðin á örfáum dögum er óþarfi og tilgangslaust. Breytingar hafa þegar orðið t.d. ESB umsóknin.  En  það tekur tíma að gera verulegar breytingar.Það er samt  annar bragur á hlutunum.

Snorri Hansson, 10.6.2013 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband