Í krafti stöðu.....

Ísland er um margt merkilegt og er eitt af þessum merkilegu atriðum við Ísland stærð þjóðarinnar. Stærðina, höfuðtölu svo rétt sé farið með, telja margir vera okkur til vansa á meðan aðrir segja að smæðin sé okkur til góðs. Sjálf tel ég þetta vera tvíbent sverð sem getur, ef rétt er með farið, verið mjög gott þegar kemur að þjóðfélagsbreytingum og aðlögun kerfa almenningi, atvinnulífi og efnahag til hagsbóta. Boðleiðir eru stuttar og við höfum allt til að bera að vera gagnsætt og lýðræðislegt þjóðfélag.

Það sem er mínusinn við þessa smæð og stuttu boðleiðir er svo sú staðreynd að í krafti stöðu sinnar getur fólk látið hluti gerast á Íslandi. Fyrirtækjaeigendur og hagsmunaöfl, þekktir einstaklingar og þingmenn geta haft áhrif á þingið og lög og reglugerðir. Það er hægt að hafa áhrif á framgang ýmissa mála bæði innan þings og út í þjóðfélaginu í krafti stöðu sinnar og í krafti þess að þekkja rétta aðila og geta togað í réttu spottana. 
Stundum birtast fréttir sem sýna svart á hvítu að þjóðfélagið okkar er þjóðfélag þar sem það er hægt að hafa áhrif á framgang mála í krafti stöðu sinnar. Stundum eru þetta góð málefni sem eru fyrir heildina, hóp sem líður eða til bóta fyrir almenning en oftar en ekki eru þarna á ferð gæluverkefni einstaka hópa eða einstaklinga eða verið að gæta hagsmuna hópa eða einstaklinga sem hafa "vægi" í þjóðfélaginu á einhvern máta.
Það er mikill jafnvægisgangur að gera eða hafa áhrif á gang mála í krafti stöðu sinnar, það krefst mjög ríkrar siðferðisvitundar og jafnréttishugsunar, ekki bara hvað varðar kynin heldur almennt.
Ég spyr mig oft en ekki  að því hve mikið fólk sem hefur áhrif á gang mála í krafti stöðu sinnar íhugi það vald sem það hefur og hvernig það er að fara með það. Hvort það hugsi nokkurn tíma út í hvort það sé að vinna fyrir heildina eða fáa.
Hvað heldur þú?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband