Bætt lýðræði

Það er þannig að þjóðfélög og samfélög eru breytingum háð. Með tímanum verða stjórnarhættir, efnahagskerfi, lýðræðisuppbygging og fleira sem eitt sinn hafði sína nýtni og var samfélögum til góða,  úrelt og úr sér gengin, kannski meira að segja bara gamaldags og lúin. Sem sagt það þjónar ekki tilgangi sínum fyrir þjóðfélagið og samfélagið að viðhalda þeim.

Þar stöndum við á Íslandi í dag. Við stöndum frammi fyrir því að kerfin okkar eru allt hér að ofan og annað hvort þjóna þau fáum eða engum en sjaldnast heildinni.

Mér finnst þetta kristallast í mörgu sem er að gerast í þjóðfélaginu okkar í dag. Hvernig farið er með málefni inn á þingi, hvernig tekið er á fjármálakerfinu og hvernig farið er með veiðigjaldið.

Við erum búin að ganga í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslur um Icesave og biðla til forseta landsins vegna fjölmiðlalagana á sínum tíma, þannig að í raun er búið að skapa mjög sterkt fordæmi fyrir því að almenningur segi sína skoðun og taki málin í eigin hendur.

Þetta getur ekki verið annað en jákvætt EN það er galli á gjöf Njarðar að vissu leiti. Eins og þetta er í dag þá er þetta ekki mjög markvisst því hver og einn þarf að fara í mikla vinnu við að fara af stað með undirskriftarlista, halda öllu til haga og gera það bæði gagnsætt og sýnilegt til að trúverðugleikinn haldist.

Þetta leiðir mig að þeirri hugsun að auðvitað ætti að gera ráð fyrir þessu. Auka lýðræði almennings til að ákveða og hafa eitthvað um málin að segja. Það eru til einfaldar leiðir til að gera þetta. Til dæmis vefsíða þar sem fólk fyllir út eyðublað sem er skilgreint sem undirskriftarsöfnun og aðrir komast ekki inn á nema með rafrænum skilríkjum, sem standa flestum til boða í dag. Einnig væri hægt á sama stað að gera umræðuhluta, þar sem almenningur getur rætt sín á milli og þess vegna við alþingismenn  mögulegar lausnir og breytingar. 
Í nútímasamfélagi eru leiðirnar ekki erfiðar til aukins lýðræðis fyrir almenning en einhvern veginn virðast flestir stjórnmálamenn flokkana ekki sjá eða ekki vilja sjá að hægt sé með einföldum aðgerðum að gera Ísland að frumkvöðli í lýðræðisbreytingum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Er sammála þér í því að núverandi stjórnarhættir séu úr sér gengnir.Sú leið sem ég vil fara er að afnema þingbundna ríkisstjórn og ráða embættismenn í starfið.Þetta kannski eykur ekki lýðræðið en bætir stjórnsýsluna.Hlutverk þingmanna yrði löggjöfin og ákveða stefnuna en þessarra embættismanna að framkvæma hana.Gagnvirk samskipti yrði samt sem áður á milli þings og Ráðherrana.

Jósef Smári Ásmundsson, 13.7.2013 kl. 06:22

2 identicon

Þessi pistill þin núna er hreint út sagt froðusnakk

Kristinn J (IP-tala skráð) 13.7.2013 kl. 07:27

3 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Jósef, enda er þetta bara hugmynd að lausn. Það eru til margar leiðir og auðvitað væri best að finna einhverja sem virkar á þann máta að hún auki lýðræði, bæti stjórnsýslu og gagnsæi. Það sem er grunnurinn í því sem ég er að segja er að kerfin hafa gengið sér til þurrðar og þurfa endurnýjun og endurhugsun, ég tel okkur ekki muna reisa neitt "nýtt" Ísland fyrr en við förum að horfa skilyrðislaust á hlutina út frá því og hættum að vera í einhverjum hægri vinstri skotgröfum.

Kristinn ég virði þina skoðun eins og annara sem hér koma með athugasemdir. ;) Njóttu dagsins.

Ásta Hafberg S., 13.7.2013 kl. 10:42

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Við sem viljum endurreist þjóðveldi erum á þessari sömu skoðun. Að tilgangslaust er að eyða tíma í að jagast um hægri eða vinstri lausnir, þessi úrræðin eða hin í þeim tilgangi að mjatlast í einhverjum lagfæringum á lýðveldis-kerfunum.

Með því að endurreisa héraðsþingin í hverjum 5.000 manna kjarna, sem haldin séu ársfjórðungslega, reisum við beint lýðræði í samfélagsrótinni. Á fjórða hverju héraðsþingi, sumsé á vorþingum, sé kosið til Alþingis með beinu persónukjöri í héraði.

Hver einasti ríkisborgari á erindi á sitt héraðsþing og hver einasti alþingismaður er bundinn loforðum við hérað. Þannig breitis óvirkur þegn í virkan borgara, auk þess sem spilling fær ekki þrifist.

Guðjón E. Hreinberg, 13.7.2013 kl. 12:43

5 identicon

Það kerfi sem við búum við í dag er lýðræði, þ.e. við kjósum þá aðila sem okkur líst best á a.m.k. fjórða hvert ár. Vissulega má segja að það séu gallar á kerfinu, s.s. ekki einstaklingsbundar kostningar, mismundani vægi á athkvæðum o.sv.fr. en ég hef ekki séð að undirsskriftalistar hafi skipt máli nema í einstaka tilfellum þannig að ég held að það sé ekki leiðin til að auka lýðræðið. Hvert á að fara? Svissnesku leðina?? það þarf að finna leið til að fara og leggja hana fram og síðan að vinna að henni. Að mínu mati er aðal vandamál íslenskrar pólitíkkusar og stjórnmálaflokka er sá að það eru allt of margir litlir kóngar sem ekki vilja sleppa sínu konungsríki og spilling í formi ætterni og vinerni svo rík að við komumst illa frá þessu nema með algerri kerfisbreytingu en hvernig fer hún fram?? Hvernig fór með búsáhaldabyltinguna... hún dó .. fólk hætti að hafa áhug..Það er bara ekki í þjóðarsálinni að berjast á móti kúgaranum við bara bítum á jaxlinn og tökum fram þetta alíslenska "þetta reddast"

Hafdís Hardar (IP-tala skráð) 13.7.2013 kl. 15:41

6 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Enda er vandamálið hérna margþætt. Við erum með lýðræði sem þarf að endurskipuleggja. Finna nýjar leiðir og þær bestu fyrir okkur til að auka lýðræði sem er þá skilvirkt og gagnsætt. Svissneska leiðin hefur sýnt sig að vera ágæt og spurning hvort hún myndi henta okkur. Við erum líka með stjórnsýslu og opnbert batterí sem þar endurskipulagninu. Spurningin er þá hvernig gerum við það og hver á að framkvæma það. Við erum með vina/frændsemis ráðningar og hyglingar og spurningin er hvernig við breytum því. Hluti af vandamálinu er svo að þeir sem ættu að vera að stuðla að breytingum á kerfunum og gera vinnuhætti nútímalegri og gagnsærri eru varðhundar gamla kerfisins og fjórflokksins með öllum sínum hagsmunatengslum, vina og frændssemisráðningum.

Eins og staðan er er þetta bara ansi svart sérstaklega ef fólk ætlar að bara "Reddessu".

Ásta Hafberg S., 13.7.2013 kl. 16:05

7 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Þegar þjóðin endurreisir Þjóðveldi sitt gerist það með beinni útgöngu. Með einföldum og áhrifaríkum hætti yfirgefur viðkomandi lýðveldið og kemur yfir í Þjóðveldið með sínar eignir, en um leið afskrifar hann sjálfur allar sínar skuldir, og fær vernd.

Öll kerfisþekking sem við þurfum er til í landinu nú þegar, og í stað þess að eyða löngum tíma í seinvirkar lagfæringar, með tilheyrandi vafningsumræðum, hönnum við skilvirkt stofnanakerfi frá grunni. Nú þegar er til bráðabirgða uppskrift að slíku kerfi og tekur aðeins fjóra mánuði að slípa það í gang.

Meirihluti þessa er útskýrður á "frelsi.not.is".

Guðjón E. Hreinberg, 13.7.2013 kl. 20:40

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Auðvitað er "mín" hugmynd einungis tillaga.Ég segi mín innan gæslappa vegna þess að ég er ekki sá fyrsti sem bendir á þetta.En talandi um vinstri,hægri þá tel ég að fulltrúar sem eru kosnir sem einstaklingar en ekki fulltrúar flokka séu hæfari til að fara að vilja þeirra kjósenda sem þeir eru fulltrúar fyrir.Og það eykur vissulega lýðræðið.Ég held að allir eigi að koma með lausnir,ræða þær og prófa.Fikra okkur áfram að bættu stjórnkerfi.

Jósef Smári Ásmundsson, 14.7.2013 kl. 05:06

9 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Já þetta finnst mér einmitt vera málið við þurfum opna umræðu um hvert og hvað við ætlum að gera til framtíðar. Ég hef á tilfinningunni að núna sitjum við bara í sama pollinum og róum í hringi.

Ásta Hafberg S., 14.7.2013 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband