Argentína Norðursins

Þetta er farið að minna meira og meira á framgöngu AGS í Suður Ameríku og Asíu á sínum tíma. Þið fáið ekki nema.....sem breytist svo eftir hentisemi AGS.

Ég hef ekki ennþá séð nein plögg yfir að land sem hafi notið þjónustu AGS hafi haft það gott á eftir. Aðal mottó AGS er "They have to taste the medicine " þannig að aðgerðir þeirra hafa ekkert með fólkið í landinu að gera heldur fjárfesta, einkavæðingu og prógrammið sem þeir hafa keyrt miðar að þessu.

Er ekki komin tími til að stíga á bremsuna, eitthvað sem hefði átt að gerast strax eftir hrun, og taka almennilegan status sem þjóð, fá yfirsýn yfir þessi mál og vinna okkur út úr þessu á okkar forsendum. Við höfum allt að vinna og engu að tapa.


mbl.is Afgreiðslu AGS frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að enginn sé í vafa um að AGS er afleiðing og ekki orsök, en aftur á móti eins og þú segir sjálfur þá má setja spurningamerki við hve mikið stofnun eins og AGS getur gert fyrir hagkerfi þjóðar í vandræðum.

Ég hef ekki heyrt talað mikið um það að taka ekki þær skuldbindingar sem við eigum. Það er leiðin sem farin er sem mér finnst fólk frekar vera að deila um.

Í sambandi við Sjálfstæðisflokkinn og málþóf þá verð ég bara að segja að stærstu mistök sem gerð voru á Íslandi eftir þetta hrun var að setja ekki á þjóðstjórn. Það sem er í gangi núna er of stórt fyrir hvaða flokksstjórn sem er og við höfum ekki efni á þessum eilífa flokks-skotgrafahernaði.

Ég get ekki séð hversvegna það ætti að setja á okkur viðskiptabann, það er ekki hagur Breta né Hollendinga að við förum endanlega í gjaldþrot, þeir vilja peningana sína ekki gleyma því.

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 17:02

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Mikið er ég sammála þér Ásta,  svo þetta,  er það virkilega vonlaust að við getum unnið saman án þessa "flokksskotgrafahernaðar".Flokkar náðu saman til að mynda þessa stjórn,þótt ósammála væru fyrir kosningar,þjóðstjórn var líka á mínum óskalista,eftir hrunið.

Helga Kristjánsdóttir, 30.7.2009 kl. 17:47

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér líst ekki vel á stöðu mála eftir fréttir dagsins. Lífeyrissjóðunum hefur verið rænt að stórum hluta og nú er IMF dæmið komið á byrjunarreit. Ekki líst mér heldur nógu vel á þjóðstjórn því ég er hræddur við sjálfstæðismenn þegar þeir eru komnir með fingurna í auðlindirnar sem virðast vera eini sjóður okkar í dag, þ.e. það af þeim sem ekki er búið að stela nú þegar handa einkavinum.

Utanþingsstjórn er það sem okkur vantar og til hennar þarf að vanda vel. Reyndar held ég að vel gæti komið til mála að velja hana úr símaskránni með bundið fyrir augu. Við eigum nefnilega nóga sérfræðinga sem hægt er að nota með gætni og fólkið á götunni gæti alveg eins fyllt stjórnarráðið og einhverjir stjórnmálamenn sem vinna flestir fyrir hagsmunahópa.

Árni Gunnarsson, 30.7.2009 kl. 23:20

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þér Ásta og ykkur sem viljið ekki taka þátt í þessum leik.  http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.7.2009 kl. 08:31

6 identicon

Sæll Árni, já ætli utanþingsstjórn væri ekki máli. Ég treysti fáum innan þings í dag og við þurfum einmitt fólk sem getur unnið saman, er faglegt og getur haldið höfðinu köldu þegar mikið bjátar á...hmm kannski ég ætti bara að gefa kost á mér ; ) Að öllu gamni slepptu þá er þetta orðið þjóðþurftar mál, það sem er upp á borðinu núna er of stórt fyrir hvaða flokkastjórn sem er.

Því miður er líka búið að gera nákvæmlega það sama hér og gert var í Suður Ameríku löndunum á sínum tíma. Ræna sjóði og banka systematískt undir verndarhendi stjórnvalda í áratugi. Árni minn ég er hrædd um að til þess að við sem þjóð komum út úr þessu sterkari hinumegin þurfum við að taka vel og vandlega til í okkar siðfræði og hugsunarhætti. Hver á að leiða það starf? Að tjasla saman brotinni þjóð?

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 08:32

7 identicon

Einu gildir hverskonar stjórn er í landinu, utanþings, innanþings eða "sérfræðingastjórn". Ríkisstjórn kemst aldrei framhjá þinginu nema stjórnarskránni sé breytt. Þingið hefur síðasta orðið. Icesave er dæmi um það. Gerður hefur verið samningur við Hollendinga og Breta, góður eða vondur eftir því hver á lítur. Þingið verður að samþykkja ábyrgð á honum eða fella. Verði hann felldur er vandséð hvaða "eigin forsendur" til endurreisnar við höfum. Fáar þjóðir eru jafn háðar utanríkisverslun og Íslendingar, þannig að ef viðskiftalínur lokast eða teppast erum við fljótt í vanda. AGS ver þá sem eiga auðinn á undan öllum öðrum, um það eru dæmi hvaðanæva að. Þegar svona langur dráttur verður á afgreiðslu lánsins fer maður að spyrja: Er Þörf á því? Sem leiðir líka til annarrar spurningar: Er ekki hægt að fá lán annarsstaðar? Hefur engum dottið í hug að spyrja Kínverja? Þeir eiga stjarnfræðilegar fúlgur í dollurum, lána Bandaríkjamönnum óheyrlegar upphæðir á ári hverju og fjármagna þannig allan stríðsrekstur USA og meira til, ef ég man rétt.

hágé.

Helgi Guðmundsson (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband