Nóg komið?

Eigum við sem þjóð ekki að fara að vakna af Þyrnirósarsvefninum?

Stjórnvöld eru ekki að gera neitt til að koma þessum mönnum undir lás og slá, það er ekki verið að frysta eigur neins. Þau mál sem eru uppi á borðinu í dag eru of stór fyrir hvaða flokkastjórn sem er og við erum löngu komin út yfir þessi flokkur og hinn flokkurinn í þessum málum.

Skilanefndir bankana eru heldur ekki að vinna fyrir okkur, kannski það sé misskilningur af minni hálfu en ég hélt að hluti af starfi þeirra væri einmitt að tilkynna misjafna hluti til sérstaks saksóknara.

AGS er ekki hér til að hjálpa okkur hinum venjulegu borgurum í landinu.

Við eigum ekki "vini" meðal þjóðanna, hagsmunir hverrar þjóðar fyrir sig ganga framar okkar hagsmunum, skiljanlega. Alveg eins og hagsmunir okkar sem þjóðar ættu að vera númer eitt hjá okkar stjórnvöldum ALLTAF. Sem nota bene eru í vinnu hjá okkur.

Við verðum sem þjóð að sýna og sanna að við erum þess megnug að standa upp gegn þessum órétti sem hefur yfir okkur gengið.

Ég hef enga trú að að opinberir starfsmenn eða stjórnvöld muni gera það. Ég hef enga trú á að það fólk sem nú situr inni á þingi og í öðrum mikilvægum stöðum í þessu samfélagi hafi a) yfirsýn yfir málin  og b) getu til að vinna að málunum í samvinnu og samstarfi á milli flokka og stofnana.

Við getum hreinlega ekki látið það fréttast að við sem venjulegt fólk í þessu landi förum í gegnum mestu hamfarir sem um getur í sögu landsins án þess að reyna að sporna við fótunum.

Er ekki nóg komið ?

Hvar eru pottarnir og pönnuranr núna? Hvar er hugsjón og kjarkur okkar sem þjóðar? Hvað viljum við?

 

 


mbl.is Segja trúnað gilda um upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Það er svo skrýtið að það var hægt á einni nóttu að setja lög um yfirtöku bankanna s.l. haust, en þegar svona hlutir koma upp á yfirborðið nánast í hverri viku er viðkvæðið alltaf það sama: Því miður eru ekki lagalegar heimildir fyirir blablabla..... bara endalaust kjaftæði.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 1.8.2009 kl. 01:47

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er eins og eitthvað sé svo óljóst og þjóðin er ráðvillt og hrædd. Flesta langar til að trúa stjórnvöldum en þegar svo margir "virtir fræðimenn" segja stjórnina á villigötum þá verður fólk ringlað. Reiðin er meira að segja farin að víkja fyrir vonleysinu.

Árni Gunnarsson, 1.8.2009 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband