Tónninn var í besta falli falskur...

Mér finnst þessi gagnrýni Hrannars einmitt sýna kjarnann í íslenskum stjórnmálum sem eru eftirfarandi: Flokksblindni, hroki, ófagmannleg, ómálefnaleg, barnaskapur og enginn samvinna við aðra, hvort sem eru flokkar, aðilar eða stofnanir.

Að maðurinn skuli ekki skilja að þjóðin er búin að fá nóg fyrir löngu síðan og treystir ekki neinum, ekki einu sinni hinum mikla bjargvætti Samfylkingunni sem sýndi sig að vera loftbóla þegar kom að lausnum fyrir þjóðina á þessum verstu tímum í sögu hennar. Hvernig getur hann ekki skilið að þjóðin þarf leiðtoga sem stendur upp fyrir hana og stappar í hana stálinu? Hvernig getur þessi maður verið svona ignorant á ástand fólks í landinu?

Ég skrifaði færslu rétt eftir kosningar þar sem ég áréttaði það að S og Vg yrðu að passa sig á því að þjóðin væri ekki tilbúin í sama ruglið innan stjórnmála enn einu sinni og að nú yrði að sýna það og sanna í eitt skipti fyrir öll að hægt væri að snúa við blaðinu og taka upp aðra vinnuhætti.

Þessi ríkisstjórn hefur ekki gert það og inn á þingi er sama flokkasúpan og var áður í sömu rifrildunum og áður. Hvernig er hægt að bjóða atvinnurekendum sínum upp á eins ófagleg vinnubrögð eins og þarna viðgangast? Og það á tímum eins og við erum að ganga í gegnum hér.

Ég er hneyksluð á skrifum þessa manns og tel hann hafa sýnt að hann er starfi sínu alls ekki vaxinn.


mbl.is Hrannar sendir Joly tóninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ásta. Ég er farinn að hallast að þeirri skoðun að við í Frjálslynda flokknum höfum haft rétt fyrir okkur í ansi mörgu í okkar málflutningi fyrir síðustu kosningar og sumum hefði verið betra að hlusta á okkur. Enn svo annað ég er þér hjartanlega sammála að stór hluti þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr er alls óhæf til að sinna sínu hlutverki og vonbrigðin eru alveg gífurleg hjá almenningi og þetta getur ekki endað nema með stórslysi ef svo heldurfram. Og það má bara ekki koma fyrir að þessi landráðasamningur(Icesave) verði samþykktur.Grein Evu er frábær og sannarlega kærkomin skrif á þessum tímap.

Axel Yngvason (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 13:34

2 identicon

Sæll og blessaður Axel, já það kemur betur og betur í ljós að FF voru bara alls ekki á villigötum á sambandi við þetta ástand sem upp er komið. Bæði komu útspil frá FF á þingi mjög fljótt eftir hrun í sambandi við biðreikningana, stuðningur við þjóðstjórn þegar D og S voru að falla og flestir útreikningar sem gerðir voru í sambandi við halla og fleira hafa staðist.

Það breytir því samt ekki að í dag eigum við sem þjóð við gífurleg vandamál að stríða og erum komin langt út fyrir flokkapólitík. Flokkakerfið hefur sýnt sig að virka ekki á neinn hátt undir þessum kringumstæðum og er í raun að keyra okkur lengra niður heldur en þörf hefði verið á.

Ég er nú bara ekki frá því að stórslys sé rétta orðið.

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 16:20

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fjórða málsgreinin: þessi ríkisstjórn........ Þarna kemur þú að kjarna málsins. Það er reyndar þyngra en tárum taki að viðurkenna sannleikann í þessu.

Búsáhaldabyltingin sendi okkur nýja stjórn og þó með þeirri einu breytingu að í staðinn fyrir Sjálfstæðisflokkin fengum við Vinstri græna. Flest bundum við miklar vonir við að þar kæmi inn ný sýn á framtíðina og ný vinnubrögð með gegnsæi og hreinskiptni við þjóðina. Í staðinn þurfum við að horfa upp á að Vinstri grænir hófu þessa vegferð með því að svíkja sitt veigmesta kosningaloforð -kosningaloforðið sem veitti þeim brautargengi inn í þessa ríkisstjórn.

Ill var þeirra fyrsta ganga.

Árni Gunnarsson, 2.8.2009 kl. 16:42

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála öllum hér svo sannarlega.  Við verðum að reisa okkur við og koma að þjóðmálunum aftur.  Ekki spurning.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.8.2009 kl. 18:53

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Ásta. Óþarfi að gráta mín kæra. Fólk kaus og meðan við höfum kosningarétt verðum við að taka afleiðingunum af því hverjum við treystum og hverjum ekki. Mér heyrist að ríflegur helmingur þjóðarinnar vilji ekki borga Icesave reikninginn eins og við töluðum um fyrir kosningar. Kaupþing hefur boðið upp á lausn sem er okkar lausn með afbrigði þar sem við vildum miða við stöðuna fyrir hrun en þeir taka stöðuna í dag. Breytir kannski ekki öllu nema til lengri tíma litið. Vinstri grænir stálu okkar stefnumálum t.d. í sjávarútvegsmálum en útfæra hana á allt annan máta og nú róa kvótakóngar á frjálsar handfæraveiðar en leigja frá sér "sinn" úthlutaða kvóta. Þetta gekk í fólk og meira að segja okkar fólk sem vildi hirta forystuna. Ég læt það vera núna að ræða um Samfylkinguna sem ég hef æ minni mætur á. En verði þjóðinni að góðu segi ég nú  bara. Allt fyrirséð finnst mér fyrir kosningar. kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 2.8.2009 kl. 20:38

6 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ráðning þessa aðstoðarmanns sýnir e.t.v. dómgreindarleysi forsætisráðherra?

Ómar Bjarki Smárason, 3.8.2009 kl. 12:39

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ómar kannski var ekki feitan gölt að flá fyrir ráðherrann kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 3.8.2009 kl. 18:17

8 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Sá göltur sem var ráðinn virðist nú samt í ágætum holdum af myndum að dæma alla vega, Kolla...!

Ómar Bjarki Smárason, 3.8.2009 kl. 20:44

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Æ ég meinti nú að það væri kannski ekki mikið betra í boði í Samfylkingunni en ekki neitt persónulegt á Hrannar. Ég þekki hann ekki en hef hitt hann og hann var kurteis og ágætur drengurinn. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 3.8.2009 kl. 22:20

10 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Sem betur fer er flest fólk í pólitík nú hið ágætasta fólk og það skítkast sem það verður fyrir er kannski ekki alltaf verðskuldað. En þetta er nú sem betur fer yfirleitt ekki illa meint, þó stundum séu kannski notuð óþarflega stór orð.... Svona er bara pólitískur hanaslagur.....!

Ómar Bjarki Smárason, 3.8.2009 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband