Vörumerkið Ísland?

Þarna er greinilega einhver misskilningur á ferð hjá ráðherrunum okar.

Ísland sjálft með náttúruna og fólkið er ekki stórskaddað vörumerki. Allir þeir ferðamenn sem ég hef hitt í sumar, og hafa verið fleiri en fyrri sumur, staðfesta það. Þetta fólk kemur í miklum meirihluta við á vinnustað mínum og enn hef ég ekki hitt neinn sem hefur hallmælt annað hvort náttúru Íslands eða fólkinu sem býr þar. Við sem þjóð og land stöndum alveg fyllilega fyrir okkar hvað það varðar.

Það sem ráðherrarnir eru að tala um er allt annað.

Þeir eru að tala um að traust á ríkistjórninni er stórskaddað, traust á fjármálafyrirtækjum Íslands er ekkert og þar af leiðandi eru erlend fyrirtæki ekki að fjárfesta á Íslandi.

Þetta finnst mér engan veginn vera vörumerki Íslands.

Ef ráðherrum okkar er í mun að byggja upp traust þá þurfa þeir að upplýsa og kynna bæði hérlendis og erlendis hvaða markmið eru sett til endurreisnar, fara alvarlega og af festu í að koma höndum yfir fjármálasnillingana sem komu okkur í þetta og skapa skjaldborgina sem hefði fyrir löngu átt að gera eitthvað í.

Það þýðir ekki lengur að höfða til meðvirkni íslensku þjóðarinnar og reyna þannig að fría sig ábyrgð.


mbl.is Vörumerkið Ísland stórskaddað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Tek sérstaklega undir meðlokaorðunum þínum!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.8.2009 kl. 12:33

2 identicon

Sammála þér Ásta.

Fólk missir ekki traust og trú á þjóð vegna einkafyrirtækja.

Líta þjóðir heims á bandaríska þegna sem glæpamenn vegna Lehmann og annarra fyrirtækja frá USA sem hafa farið illa?

itg (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 14:09

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Á meðan spilin eru ekki stokkuð og gefið upp á nýtt, þá breytist hér ekkert. Og meðan þeir sem nú sitja í stjórnkerfinu sitja þar áfram, þá höfum við ekki traust. En þeir sem þarna sitja njóta verndar og það bæði sem ríkisstarfsmenn og svo starfa þeir/þau í skjóli valdaklíkna sem munu halda þeim í stjórnkerfinu lengur en stætt er. Og svo hefur þjóðin gullfiskaminni og því líkur á að ekkert breytist. Líklegast er því, því miður, að héðan verði landflótti og að landið muni endurbyggjast af fólki af öðrum þjóðernum. Kannski er það það sem valdaklíkurnar vilja? Varla er það það sem þjóðin vill, eða hvað....?

Ég held að það sé mál til komið að hér rísi upp afl sem hefur það verkefni að taka til í stjórn- og fjármálakerfinu. En líklega tekur það of langan tíma, því klíkurnar sem fyrir eru virðast hafa of mikið bakland sem þær geta ráðskast með. Nýjar stjórnmálahreyfingar og stjórnmálamenn með nýja og ferska hugsun eiga því erfitt uppdráttar og gefast yfirleitt upp án þess að ná teljandi árangri. Því komum við líklega bar til með að sitja uppi með strengjabrúðurnar áfram..... og það er miður!

Ómar Bjarki Smárason, 19.8.2009 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband