Heilsa og hernaður? Fer það saman?

Ég horfði á viðtalið í Kastljósi í gær. Kannski er ég mjög skeptísk á allt......en mér fannst þessi maður tala eins og eilíft ævintýri væri í bígerð.

Ég fékk svona nettan pýramída fyrirtækis fiðring á að horfa á hann. Það er ekki profittið sem ræður ferð , heldur sú ósk að gera gott, vera vistvænn og hjálpa öðrum ; ) gott og blessað og hljómar vel. Svo ég gúgglaði fyrirtækið á bak við þetta, hið svokallaða Shiboomi. Ég leyfi mér að birta kynningartexta af síðunni þeirra. Dæmi hver fyrir sig.

Ég ætla bara að segja að alveg eins og við verðum að leggja til hliðar naívisman þegar kemur að samningagerð um Icesave og þvíumlíkt að þá verðum við líka að leggja naívisman til hliðar þegar kemur að stórum erlendum fyrirtækjum. Þau eru ekki hér að gera viðskipti af því að við erum lítil og sæt og þau vilja vera góð við okkur, heldur einfaldlega til að græða peninga.

Shiboomi is an unusual union of experts from the fields of business, marketing, branding, and military strategy and operations. We have united to address select issues facing society today. We believe business and commerce are direct ways to address these issues and create practical points of change. To accomplish this, we interface governmental and global concerns with the needs of individual companies, programs, and institutions. Our work with international governments and their efforts in addressing platforms such as economic development, security, and the environment provides a broader canvas for our clients' evolution. We combine this global perspective with the particular goals and aspirations of companies, programs, and institutions which are our clients.

http://www.shiboomi.com/


mbl.is Stefna að byggingu einkaspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þetta framtak er á forsendum fyrirtækjahyggjunnar (corporatism).

Svona fyrirtæki þjóna þeim sem geta keypt sig fram hjá velferðarkerfum. Fólk frá löndum sem leyfa ekki slík framhjákaup getur nú komið hingað og nýtt sér (oft á tíðum ránsfeng) keypta þjónustu til þess að þurfa ekki að hlíta sömu skilmálum og hinir fátæku.

Það er verið að gera Ísland að ný-frjálshyggjuvígi andskotans.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.9.2009 kl. 13:41

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég get aðeins sagt þetta og svo

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.9.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband