Farsinn heldur áfram

Þetta var afgreitt með [6] atkvæðum meirihlutans gegn [5] atkvæðum minnihlutans,“segir Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, í samtali við mbl.is.

Mér finnst alltaf jafn asnalegt að lesa um minnihluta og meirihluta í þessum nefndum. Meirihlutinn er jú ALLTAF stjórnarflokkarnir og minnihlutinn stjórnarandstaða, hvernig hefði átt að koma eitthvað annað út úr þessu enn gerði?

 Það er ekki þannig að sjálfstæð hugsun sé í gangi þarna og greidd eru atkvæði samkvæmt flokksvilja og engu örðu, þannig að sorry það gat ekki verið nein önnur útkoma og mér finnst það sorglegt og ömurlegt að fólk skuli vera svo flokkshollt að það geti ekki tekið sjálfstæðar ákvarðanir  um neitt.
Ég veit hefðin og allt það, en erum við ekki einmitt á staðnum í sögu Íslands þar sem við áttum að vera að brjóta upp hluti sem voru ekki að virka? Var þetta ekki staðurinn í sögunni þar sem átti að stokka upp, upplýsa, hreinsa til og endurhugsa hlutina?

Æ já við megum ekki gleyma að þetta er FYRSTA hreina vinstri stjórn landsins og hér mun verða gert allt til að halda henni við völd, líka þó það kosti okkur allt.

 


mbl.is Icesave afgreitt út úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér Ásta, að vísu held ég að sjálstæða hugsunin sé meiri hjá stjórnarandstöðunni því ég hef ekki orðið var við eins mikinn tvístíganda eins og hjá stjórnarliðinu. Svo skipta þeir bara um leikmenn heldur en að standa á sinni sannfæringu?

Óskar Hallgríms (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 10:42

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Lokaorðin þín eru gulls ígildi!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.11.2009 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband