Leikhús fáránleikans

Ég verð að segja að ég er hætt að skilja þetta rugl.

Hvernig er hægt að fara í kosningabaráttu um ESB samninginn? Þetta verður mjög einfalt, við munum fá samning í hendurnar þar sem okkar menn hafa samið um einhvern visst langan aðlögunartíma Íslands við reglugerðir og lög ESB.

Þetta mun svo liggja á borðinu og verður ekkert breytt. ESB hefur ekki fyrir vana að fara stórtækt útfyrir eða fram hjá sínum eigin reglum og lögum í samningagerð. Löndum sem sækja um gefst svo kostur á að aðlaga þau kerfi heimafyrir, sem samsvara ekki ESB reglum, að ESB reglum á mislöngum tíma.

Í okkar tilfelli er það mest megnis reglur í sambandi við landbúnað og sjávarútveg.

Kosningabarátta flokkana um þetta er bara steypa. Samningurinn er borðliggjandi, það þarf bara að upplýsa um hann og búið. Síðan á fólk bara að fá að taka upplýsta ákvörðun um þetta sjálft. Þetta er jafn bjánalegt og kosningabarátta um Icesave.

Það breytist ekkert þó að farið verði í kosningabaráttu, batnar ekki né versnar, vegna þess að what you see is what you get.

Svo er nú hálfgerð hneisa að biðja fólk um að vinsamlegast ekki nýta sér tjáningar og skoðunarfrelsi sitt.

Auðvitað á fólk að fá að viðra sína sjálfstæðu skoðun þó það sé í stjórn eða andstöðu. Aðeins með dialog og samvinnu komumst við áfram og að niðurstöðum. Við gerum að örugglega ekki ef við þegjum allt í hel og erum aldrei ósammála.

Það er hreint skömm að þessari hegðun flokkana svo ekki sé minna sagt.


mbl.is Tuktar þingmenn Vinstri Grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Mikið rétt.

Axel Þór Kolbeinsson, 25.2.2010 kl. 09:59

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þetta fólk sver eið að stjórnarskránni um að fylgja sannfæringu sinni en ekki láta aðra segja sér fyrir verkum.

Er ekki saknæmt að sverja rangan eið.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 25.2.2010 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband