Ekki frétt

Það eru komnir nokkrir mánuðir síðan að ég sat fund ásamt hópi fólks með AGS í Seðlabankanum.

Þar kom fram að AGS var hissa á því að dýpt kreppunnar á Íslandi væri þó ekki meiri en hún er.

Á þessum fundi spurðum við mikið út í áætlaðan viðskiptajöfnuð og hvort að hann væri tilkomin vegna þess að AGS gengi út frá að innflutningur yrði um það bil enginn til árafjölda. Ekki vildu Flanagan og Franek gefa mikið út á það og virtust ekki vilja viðurkenna að þeir hjá AGS væru að reikna með svo miklum samdrætti í innflutningi.

Þó er það einmitt það sem er að gera það að verkum að viðskiptajöfnuðurinn kemur svona vel út.

Spurningin er hvað verður að minnka innflutning mikið til að ná þessum flottu tölum hjá AGS ?

 

Þetta er að mínu mati ekki frétt því að með því að rýna í efnahagsáætlun AGS hefði hver heilvita manneskja getað sagt sér að innflutningur yrði að verða mjög lítill til að ná þessum viðskiptajöfnuði þó að útflutningur myndi verða meiri.

Það er heldur ekki frétt að atvinnuleysisspár þeirra standist líklega ekki. Það eru svo margir samverkandi þættir þar að verki að varla er hægt að spá til um atvinnuleysið.

Svona ef út í það er farið er heldur enginn frétt að Icesave hafi verið sett inn í viljayfirlýsinguna eins og gert var. Stjórn sjóðsins hefði aldrei samþykkt endurskoðun á áætluninni ef svo hefði ekki verið.

Það sem er frétt hins vegar er 18. liður viljayfirlýsingarinnar og undarlegt hve lítið hefur heyrst um hann í fréttum undanfarið. Eitt orð hér og þar og búið. Samt er sá liður mikilvægastur fyrir heimilin í landinu.

Mér hefði þótt það merkileg frétt ef einhver fjölmiðill hefði tekið sér smá tíma í að grafa í þeim lið viljayfirlýsingarinnar.

 


mbl.is Gylfi: Jákvæð mynd frá AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sammála þér Ásta,

það ættu að vera 1-2 fréttamenn á hverjum miðli sem einbeittu sér að AGS öllum stundum.

Það merkilegasta í viðtalinu við Gylfa í Kastljósinu í kvöld var staðfesting á grunsemdum okkar varðandi 18 greinina. Í anda VG verða skuldugir einstaklingar "sjálfbærir" eftir lok október í haust. Sjálfsagt er dauði hluti af sjálfbærni, amk er það hluti af hringrás lífsins.

Gunnar Skúli Ármannsson, 21.4.2010 kl. 21:25

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það eru margir í þjóðfélaginu sem eru atvinnulausir en geta ekki fengið bætur er reiknað með þeim þegar talað er um atvinnuleysi?

Sigurður Haraldsson, 22.4.2010 kl. 00:58

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við erum með vinstri stjórn sem er að vinna úr vandamálum sem bankarnir leiddu inn á  heimilin í þessu landi. Og nú sjáum við það sem margir- þar á meðal ég- undrast og er það að þetta ætlar vinstri stjórnin að leysa á forsendum bankanna og þeim megin er öll samúðin.

Árni Gunnarsson, 22.4.2010 kl. 07:43

4 identicon

Þetta er engin alvöru vinstri stjórn, þetta eru allt einhverjir eigin hagsmuna pólitíkusar sem eru í þessari ríkisstjórn.

Geir (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband