Um hvað erum við að fara að kjósa í apríl?

Nú eru framboðin að stíga fram á sviðið eitt af öðru. Þau eru orðin svo mörg að heyrst hefur að það þurfi heilan regnskóg til að búa til kjörseðla. 
Að öllu spaugi slepptu þá fagna ég persónulega að hér skuli vera að fæðast flóra stjórnmálaafla því það sýnir að þörfin á endurnýjun og að óskin um breytingar er mikil. Vakning hefur átt sér stað þar sem almenningur er að skilja að fjórflokknum er ekki treystandi nema að einhverju takmörkuðu leiti. Það virðist sem almenningur landsins sé búin að fá nóg af að leyfa stjórnmálaöflum að leika sér að lífi og afkomu þeirra sem hér lifa eins og ekkert sé.

En þá er spurningin hvað er það sem brennur á fólki? Hvað er það sem skiptir mestu máli í íslensku þjóðfélagi í dag? Hvað er það sem fólk mun leggja áherslu á að flokkar hafi fram að færa sem fara fram í vor.

Hjá mér eru það nokkur atriði sem ég ætla bara að lista upp í einhverri röð.

a) Tekið á skuldavanda heimilana á raunhæfan máta

b) Grunnframfærsluviðmið lögfest

C) Neyðarlausn á vandamálum þeirra sem eru að fara að missa húnsæði sín vegna þess að frystingum er lokið

d) Afnám verðtryggingar

d1) Raunhæfar breytingar á efnahags og fjármálakerfi landsins sem leiða gott af sér fyrir almenning

e) Vinnustaðagreining á alþingi og störfum þess 

 f) Unnið í að setja á alvöru þáttökulýðræði

g) Gagnsæi í vinnubrögðum stjórnsýslu og annarra

h) Uppgjör við hrunið

i) Raunhæf uppbygging í atvinnumálum og aukning þjóðartekna. 

Þetta er bara svona það sem poppar upp í hugann á mér en listinn er lengri. Þegar ég les þetta yfir þá sé ég að mér er mest í mun að heimilum landsins verði bjargað á einhvern raunhæfan máta áður en eitthvað annað verður gert.

Ekki veit ég hvað aðrir ætla að leggja áherslu á þegar þeir fara í kjörklefa í apríl en fyrir mig skipta heimili landsins mestu máli. Framboð sem hafa þau í fyrsta sæti munu því koma til greina hjá mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ef einhver lofar einhverju af þessu og efnir það er ég alveg tilbúinn að kjósa sá hinn sama í kosningunum 2017.

Jósef Smári Ásmundsson, 16.2.2013 kl. 15:38

2 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Íslensk heimili hafa ekki efni á að bíða í heilt kjörtímabil eftir lausnum því miður.

Ásta Hafberg S., 16.2.2013 kl. 19:04

3 identicon

(Athugasemd með auglýsingatengli fjarlægð af umsjónarmönnum.)

Einar (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 21:10

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ég trúi því að það sé bara ein leið út úr okkar vanda - stærra samfélag eins og t.d. esb. þess vegna kýs ég 'besta' flokkinn sem styður esb aðild

Rafn Guðmundsson, 16.2.2013 kl. 21:38

5 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Já sumir velja að trúa því. Ég aftur á móti tel að við verðum að taka svolítið hressilega til hérna heima hjá okkur og marka okkur sem þjóð heildstæða stefnu áður en við förum að ganga í bandalag eins og ESB.

Ásta Hafberg S., 16.2.2013 kl. 21:58

6 Smámynd: Rafn Guðmundsson

og þú "velur" að trúa því að við getum gert þetta ein og hjálparlaust.

Rafn Guðmundsson, 16.2.2013 kl. 22:36

7 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Hjá mér hefur þetta ekkert með trú að gera. ESB er ekki illt eða gott, þetta er bara bandalag sem býður upp á visst samstarf um hluti. Það verður svo bara hver og einn að vega og meta hvort plúsarnir eða mínusarnir við það samstarf séu í nægjanlegu jafnvægi til að segja já við aðildinni.

Ég aftur á móti að hér þurfi gagngera stefnumótun í til framtíðar og að án hennar séum við ekki með nein mörk eða markmið sem þjóð þegar við komum inn í bandalag eins og ESB. Ég tel að til lengri tíma þá væri það þjóðhagslegt glapræði.

Ásta Hafberg S., 16.2.2013 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband