Hvar mun fólk búa?

Síðustu 6 vikur hef ég verið í húsnæðisleit á höfuðborgarsvæðinu. Ég hef verið heppin og leigt hús í Mosó á frekar viðráðanlegu verði síðustu 2 og 1/2 árin.

Nú er svo komið að húsið var selt og þá var bara að bretta upp ermarnar og fara að leita. Þetta er ekki auðvelt verk því við erum stór fjölskylda og þurfum frekar mikið pláss.

Samt er það svo að þegar ég þurfti að flytja með allt liðið fyrir 2 og hálfu ári voru frekar margar stórar eignir til leigu og ég var viku að finna annað húsnæði fyrir okkur.
Nú er ég búin að leita í 6 vikur og það er EKKERT að finna og þá meina ég EKKERT. Ég bind mig ekki við hverfi og leita á öllu höfuðborgarsvæðinu, auðvitað er verðið að spila inn því mér finnst fásinna að borga 280- 400.000 fyrir þetta.

Þannig að það er lítið sem ekkert að hafa og það sem er í boði er fokdýrt. Það sem verra er þá er ég farin að heyra sögur, sögur um fólk sem er í sömu stöðu og ég, eða var í henni, en neyddist til að flytja inn á vini og ættingja með börn og bú. Ég er farin að heyra sögur af fólki sem þarf að slíta sundur fjölskyldur sínar og senda börnin til einhvers ættingja/foreldris sem kannski býr í allt öðru bæjarfélagi  af því að ekki tókst að fá húsnæði.
Þetta fólk er í fullri vinnu og hefur alltaf reddað sér sjálft en nú getur það það ekki lengur. 
Við erum ekki bara að tala um að það sé vöntun á húsnæði fyrir stórar fjölskyldur, það er líka vöntun á húsnæði fyrir litlar fjölskyldur, og það sem er í boði er of dýrt fyrir venjulegt fólk að borga.
Það setur að mér hroll að hugsa til haustsins þegar enn fleiri bætast í hóp þeirra sem þurfa að leigja eftir að uppboðshrinan dynur yfir. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leiuverðið er svona hátt vegna þess að "stóri bróðir" tekur drjúgan part af leiguverðinu í skatta...

Það er nóg húsnæði á bumenn.is á viðráðanlegu verði svo er allt einhver slæðingur á buseti.is

Kristinn J (IP-tala skráð) 26.2.2013 kl. 20:02

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sannarlega hrollvekjandi að lesa þetta Ásta mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2013 kl. 20:08

3 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Sæll, margt af því sem er í boði er ekki gefið upp til skatts. Þegar maður fer í Búmenn eða Búseta þarf maður þá ekki að greiða eitthvað gjald? Minnir að ég hafi lesið það, einhverskonar úrborgun og fær íðbúð þegar kemur að númerinu sem maður fær þegar maður sækir um.

Ásta Hafberg S., 26.2.2013 kl. 20:26

4 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Hve hátt hlutfall af markaðsverði íbúðar er rétt að greiða í leigu? Vextir+viðhald+rekstur = 6 % ??? Sæmilega stórt hús, sem kostar 50 milljónir leigist þá fyrir 3 milljónir á ári eða 250 þús. á mánuði. Er það sanngjarnt?

Sigurbjörn Sveinsson, 26.2.2013 kl. 23:23

5 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Ég sé ekki mikið að því í dag. Þó að líklega hefði ég orðið brjáluð yfir því fyri reinhverjum árum síðan. Var einmitt að hugsa um að ég leigði hús í Heiðargerðinu árið 1995 á 65.000 og það þótti mikið. í dag hlær maður að þessu ;) En hús sem fer á 310-400.000 í leigu á mánuði er of mikið og þau eru algengari en hin og samt eru engin hús algeng í dag.

Ásta Hafberg S., 26.2.2013 kl. 23:42

6 identicon

Ásta: Það er hárrétt hjá þér að leiga uppá 300-400 þús á mán er mikið verð miðað við laun "Jóns og Jónu", en þú verður að gera þér grein fyrir hve fjármagnskostnaður er orðin hrikalegur í dag sem og skattar af uppgefnu leiguverði sem lendir svo líka inní jaðarsköttum leigusala, svo eru það fasteignagjöld,veituskattar, viðhald, rekstur , afskriftir , o.fl.of.l.fl.fl. svo ekki sé minnst á byggngakostnaðinn í dag.

Því verður þú að sætta þig við að greiða þessa upphæð , þ.e.a.s. ef þú vilt leiga fyrir stóra fjölskyldu.

Vandamálið er ekki leigusalinn og það verð sem hann setur upp, heldur stjórn þessa lands sem veður áfram í skattpíningu á skattpíningu ofan,, og svo virðisaukaskatt ofan á t.d. byggingakostnaðinn og veitugjöldin o.fl..

Kristinn J (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 07:45

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er sannarlega slæmt mál Ásta og ég þekki svona dæmi því miður í minni fjölskyldu líka. Bankarnir og íbúðalánasjóður eiga þúsundir íbúða sem þeir vilja ekki leigja út.  Útlendingar kaupa íbúðarhúsnæði í miðbænum fyrir aflandskrónur með afslætti frá Seðlabankanum og Íslendingar hafa ekki efni á að leigja af þeim.

Sigurður Þórðarson, 27.2.2013 kl. 09:38

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mig langar til að spyrja á ekki Íbúðalánasjóður um 4000 auðar íbúðir, finnst þeim betra að halda þeim þannig heldur en að leigja þær á sanngjörnu verði til fólks sem er í vandræðum?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2013 kl. 09:50

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þeir vilja halda íbúðarverðinnu uppi.  Einhver erlend félög kaupa allar nýjar íbúðir í Miðbænum og leigja þær túristum. Eitt barna minna þurfti að flytja sig um set þess vegna.

Sigurður Þórðarson, 27.2.2013 kl. 10:06

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er ótrúlegt Sigurður.  Og þetta er á vakt norrænu vinstri stjórnarinnar????

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2013 kl. 11:41

11 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Krisinn J. Já þetta er rétt og satt. Eftir hrun hafa ýmsir efnahagslegir faktorar breyst og hafa gert það að verkum að allt í þjóðfélaginu hefur hækkað. Þetta er hluti af þeim vanda sem við verðum að takast á við. Við þurfum að jafna vægið á milli þess sem fólk hefur á milli handana og þess sem það þarf að borga fyrir hlutina. Þegar við förum að tala um það þá gerum við okkur líka grein fyrir að til þess að fara að leiðrétta og breyta þa´erum við komin með þráð sem endar í öllum efnahagskerfa hnyklinum og því miður munum við ekki komast út úr þessu nema gera einmitt það endurskoða og endurhanna efnahags og fjármálakerfi.

Ásta Hafberg S., 27.2.2013 kl. 11:48

12 identicon

Hver "eðlileg" leiga er er einfalt reikningsdæmi. Það þarf að reikna vexti af allri fjármagnsbindingunni, þ.e. markaðsverði hússins....segjum 50 milljónir.

Áhættulausir vextir eru 4% svo eðlilegt að nota kannski 5%, 1% í viðhald og annað prósent í fasteignagjöld og tilfallandi kostnað...segjum samtals 7%.

Svo kemur kikkerinn...skattur er 30% (er það ekki?) og það þarf að ná inn fyrir honum => 7%/(1-0,3) = 10%

Eðlileg leiga er því ca. 417.000.- á mánuði mv. að leigusalinn nái inn fyrir öllum kostnaði og fórnarkostnaði af fjármagnsbindingunni. Ef skatturinn er 20% dettur "eðlileg" leiga niður í 365.000.- fyrir 50 milljóna krónu eign.

Ef leigan er lægri er leigjandinn að græða og þannig er staðan venjulega á íslenskum leigumarkaði. Þessvegna finnst yfirleitt ekkert nema skammtímaleiguhúsnæði því fyrr eða síðar gefast leigusalarnir upp og selja eða flytja inní eignina sjálfir.

M.ö.o...það sem ræður leiguverði á Íslandi öðru fremur eru vextir og skattar. Og hvoru tveggja er allt að drepa eftir 4 ára setu vinstrimanna við landsstjórnina.

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 12:54

13 identicon

Íbúðarlánasjóður á fullt af íbúðum, rétt er það. En þess ber að geta, að sjóðurinn leigir ekki fólki sem er á vanskilaskrá. Stærsti hópurinn sem hefur hrakist á leigumarkaðinn er einmitt fólk í fjárhagsvandræðum.

Varðandi "sanngjarna" leigu, þá er dæmið hér að ofan vitlaust reiknað. Greiddur er 20% skattur af 70% leigutekna.

Ef við reiknum út frá 50 miljóna króna fasteignaláni, væru afborganir um 250 þús á mánuði. Fasteignagjöld og tryggingar um 30 þúsund. Með skatti á leigutekjur er heildarkostnaðurinn (utan viðhalds) um 330 þús á mánuði. Inni í þessum kostnaði er svo eignamyndun um 130 þúsund á mánuði, eða rúmlega 3%.

330 þúsund króna leigugreiðslur myndu því standa undir öllum kostnaði, líka afskriftum. Sem eru betri kjör en bjóðast á innlánsreikningum banka, þegar búið er að hirða fjármagnstekjuskatt af innlánum.

Andri (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband