Samvinna og samtaða

Ég var í framboði fyrir Frjálslynda flokkin á NA kjördæmi nú fyrir kosningar. Það sem Magnús Þór er að fara fram á er mér algerlega óskiljanlegt. Það hefur verið góð samvinna á milli kjördæma og fólks innan flokksins, málefnin hafa verið sett í fyrsta sæti og allir haft í huga að þetta er vinna fyrir þjóðina. Kannski Magnús ætti að líta í eigin barm og skoða hvað hann var að gera á meðan þessu öllu stóð. Það er bara fínt að kalla til miðstjórnarfundar og mörg mál sem þarf að ræða. Framundan er mikil vinna innan flokksins og loksins tími til að fara í hana af einhverju viti.

Þetta var flokkurinn sem var að koma með skynsamlegar lausnir á vandamálum landsins okkar og þjóðar og mun halda því áfram hvort sem er innan þings eða utan.


mbl.is Miðstjórn Frjálslynda flokksins kölluð saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl Ásta, gaman verður að heyra frá þér eftir tvö ár.   Þú ert ný í flokknum , kannski 2ja mánaðar gömul.  Þú skalt kynnast innviðum flokksins, þeirri atvinnubótavinnu sem þar á sér stað.  Magnús þór hefur margt til síns máls.  Hafðu það vinsamlegast í huga.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 27.4.2009 kl. 21:52

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef verið með í mörg mörg ár og hef ekki orðið vör við neitt annað en gott samstarf og jákvæðni það er þangað til við fengum liðsmenn sem nú hafa horfið aftur frá borði, sem urðu þess valdandi að það var ekki hægt að hafa vinnufrið.  Sem betur fer hefur skapast friður og ró núna.  Ég hlakka til að fara á miðstjórnarfundinn þó staðan sé sorgleg núna, þá munum við ná vopnum okkar.  Við látum svona blaður sem vind um eyrun þjóta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2009 kl. 22:56

3 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl Cesil, þú veist betur.  Það eru búin að vera vandamál innan flokksins frá stofnun hans. Ég er ekki með neitt blaður og það veistu mæta vel. Ég kom inn í flokkinn til að starfa vel fyrir hann sem ég tel að ég hafi gert.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 27.4.2009 kl. 23:10

4 identicon

Eg tek undir orð þín Ásta. Samvinna hefur verið einstaklegam góð í öllum undirbúningi fyrir nýafstaðnar kosningar. Ég starfaði fyrir flokkinn á Akranesi. Menn tala um að bankarnir hafi vrið rændir innan frá. Skemmdarverk voru unnin a innviðum flokksins af flokksfólki eins og t.d. Magnúsi Þór sem hefur farið mikinn í vefheimum undanfarið. Eg held að svona vinnubrögð dæmi sig sjálf og verði honum alls ekki til framdrattar. Stöndum áfram vörð um okkar ágætu stefnu og byggjum flokkinn upp að nýju.

Rannveig Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 00:22

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Ásta.

Mér leist vel á þig og þinn málflutning sem ég sá í grein á heimasíðu flokksins.

Vil hins vegar í tilefni þessarar umræðu birta bréf sem ég ritaði sl.haust.

"

Til kjörinna þingmanna og forystu Frjálslynda flokksins.

sept.2008.

Stjórnmálamenn, þar með talið sitjandi þingmenn ávinna sér ekki traust með því að deila hver við annan í fjölmiðlum um innri mál flokka.

Við slíkt verður ekki unað lengur hver sem á í hlut.

Séu þeir hinir sömu ekki þess umkomnir að leysa innbyrðis deilumál, undir formerkjum lýðræðisaðferða, þá munu þeir ekki standa undir nafni, sem þingmenn eins flokks eða frambjóðendur sem fulltrúar fólksins og skyldu víkja fyrir sínum varamönnum, uns tekist hefur að sætta sjónarmið til grundvallar samvinnu.

Stjórnkerfi stjórnmálaflokka, formaður, varaformaður, framkvæmdastjórn, þarf að vera í góðu sambandi við fólk í hinum ýmsu félögum eins flokks, með skilvirku skipulagi þar að lútandi, þannig að ef upp kemur eitthvað mál sem ósætti er um, skyldu þeir hinir sömu hafa frumkvæði að lausn deilumála hvers konar.

Jafnframt þarf forysta flokksins að hafa frumkvæði að því að byggja upp innra starf í flokknum sem í öðrum stjórnmálaflokkum er alla jafna verkefni varaformanna flokka. Þar þarf að vera til markvisst skipulag fram í tímann, þar sem unnið er ákveðnum skrefum fram á við eftir efnum og ástæðum alls staðar á landinu, með fundahaldi og stjórnarfundum í félögum.

Allt slíkt skipulag fram í tímann kemur í veg fyrir það að hinn almenni flokksmaður kvarti í sífellu yfir að ekkert sé að gerast í flokknum.

Deilur og erjur.

Því miður tel ég að gulrót núverandi deilna í flokki okkar megi rekja til sáningar í formi loforðs um framkvæmdastjórastöðu flokksins af hálfu formanns til handa þingmanns fyrri kjörtímabils, sem engum var kunnugt um fyrr en eftir kosningar.

Fyrir það fyrsta er það illa ígrundað að gefa slík loforð þótt munnlega sé, og í öðru lagi jafn illa ígrundað að ætla að slíkt geti gengið eftir á slíkum forsendum af hálfu þess sem tók slíkt loforð í sín eyru án vitneskju annarra.

Þessi sama gulrót deilna sem grasserað hefur sem alls konar söguspuni um forystuna í langan tíma, virðist nú hafa sameinast í einum hrærigrauti þar sem deilur tveggja þingmanna , og hluta miðstjórnar innbyrðis blandast saman.

Þvílík og önnur eins endaleysa á sér vart fordæmi, og er til háborinnar skammar öllum hlutaðeigandi fyrir einn flokk, engum til trúverðugleika út í frá og skyldi lokið eins og skot.

Ég veit það nú þegar að ég tala fyrir munn margra í flokknum með þessum orðum mínum þess efnis að deilur verði settar niður með öllu því móti sem verða má, og þurfi þar einhver að brjóta odd af oflæti sínu til sátta þá vil ég benda á það að slíkt er einungis til virðingarauka til framtíðar.

Guðrún María Óskarsdóttir. "

Við þessu bréfi fékk ég eitt svar til baka í tölvupóst minn frá Jóni Magnússyni þá þingmanni sem þakkaði mér tilskrifin.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.4.2009 kl. 01:01

6 identicon

Það er gott að svo margir hafi skoðun um þetta og eitthvað til málanna að leggja. Það er jú aldrei hægt að komast að niðurstöðum nema hafa skoðanaskipti.

Ég get aðeins talað um mína upplifun hér og kannski að það sé bara rétt sem nefnt er hér að ofan að sundrungin hafi horfið með aðilum sem höfðu kannski ekki hagsmuni málfnisins að leiðarljósi. Ég get í raun aðeins dæmt það sem ég hef upplifað sjálf og tek ekki afstöðu til hluta sem gerast áður en ég kem að þessu starfi þar sem þeir heyra fortíðinni til.

Ásta (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 07:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband