Óreiðumanneskjan

Mér finnst þessi sameiningarmálflutningur alltaf athyglisverður. Það á alltaf að setja okkur undir einhvern hatt þegar fólk eins og Gylfi og fleiri tala.

Ég er til dæmis ekki óreiðumanneskja og mun líklega ekki verða það héðan af. Ég hef ekki verið óreiðumanneskja í fjármálum, víndrykkju eða einhverjum öðrum hlutum sem hægt er að verða óreiðulegur í.

Það á alltaf að höfða til heiðursins og stoltsins í okkur þegar svona er sagt.

En Gylfi það er nokkuð ljóst að í öllum vestrænum og siðmenntuðum þjóðfélögum stillir maður ekki einum litlum kalli upp í horn og segir" þið fáið ekki fyrirgreiðslu nema..... þið verðið að taka þennan samning no matter what" Þannig virkar það bara ekki og kannski stjórnmálamenn okkar ættu að kynna sér samningagerð. Yfirleitt er þetta eins og að fara á markað á Ítalíu og prútta.

Annar kemur með lausn og hinn kemur með gagnlausn og svona gengur þetta þar til nokkuð ásættanleg niðurstaða hefur fengist fyrir báða aðila.

Ég get ekki séð að það hafi verið gert í okkar stöðu og mér finnst ESB verðmiðinn vera farin að kosta ansi mikið og það áður en við erum svo mikið sem stiginn inn fyrir með annan fótinn.

Hvernig ætli þetta verði ef við erum keyrð þarna inn? Ja manni er spurn.

 


mbl.is Getum staðið við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mér finnst þetta með ólíkindum ósvífið hjá stjórninni að gera ekki grein fyrir hvaðan peningarnir eigi að koma.

Sigurjón Þórðarson, 29.6.2009 kl. 17:42

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Já það er hægt að fórna heilli þjóð fyrir stólana og ESB

Marteinn Unnar Heiðarsson, 29.6.2009 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband