Kaus ég um Icesave?

Ég er orðlaus, ég sat pallborð með hinum háum herrum S.J.S og fleirum fyrir kosningar og mér er lífsins ómögulegt að muna að einhvern tíma í öllum þessum pallborðum hafi nokkurn tíma komið til tals að við værum að fara að kjósa um Icesave.

Ég man aftur á móti gjörla eftir því að Steingrímur talaði mikið um og fór stórum um að þetta mál væri skandall og ekki ætti að ana að neinu í sambandi við það. Einnig fór hann mikið um hagsmuni þjóðarinnar.

Samfylkingin lauk öllum sínum svörum á ....og svo göngum við í ESB en töluðu annars ekkert um Icesave.

Ég tel mig ekki vera haldna elliglöpum af einhverju tagi, en ég get með engu móti munað það að ég hafi verið að kjósa um Icesave.

Heldur þingheimur að þjóðin samanstandi bara af fíflum? Er hrokinn svo mikill að þetta fólk heldur að hægt sé að kasta hverju sem er fram og því sé bara tekið þegjandi og hljóðalaust? Eða er það kannski þannig?


mbl.is Þjóðin kaus um Icesave í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Samfylkingin lét eins og innganga í ESB væri það eina sem fólk þyrfti að taka afstöðu til fyrir síðustu kosningar. Sennilega meinar Álfheiður það að þá þegar var ljóst að Icesave yrði aðgöngumiðinn að bandalaginu þó þjóðin væri ekkert upplýst um þá afarkosti

Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.7.2009 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband