Og kemur þetta á óvart?

Ég hef bent á það áður að aðild að ESB er margslungin og ekki eins einföld í meðförum og oft hefur verið stillt upp af  öðrum stjórnaflokknum okkar.

Það að fylla út umsókn og senda til Brussel tekur í raun enga stund, en það er allt ferlið um leið og umsóknin kemur þangað sem getur verið erfitt.

Tyrkir hafa beðið lengi eftir að komast inn og með því að taka okkur fram fyrir þá í röðinni er ESB að senda "skilaboð" til hins múslímska heims um að þeir séu okkur ekki jafnir. Það er eitthvað sem ESB getur og mun líklega ekki gera. Þeir eru með Tyrki í bakgarðinum og munu ekki vilja hætta á einhverjar erjur við þá.

Einnig þarf jú einhliða samþykki allra aðildarlanda vegna umsóknar okkar og gæti það vel farið svo að sum munu segja nei. Bæði vegna kreppu innan ESB og vegna þess að þeim finnst ekki að við getum farið fram fyrir Tyrki í röðinni.

Einnig má nefna það að Kosovó er ekki búið að klára sitt ferli, þó að það ætti svo sem ekki að hafa neitt að segja fyrir okkur sem slíkt. Þar reyndar gæti komið upp krísa ef við förum að fara fram úr þeim í ferlinu og kæmumst í gegnum okkar viðræður og aðlögun á mun styttri tíma en þeir.

Ætli Samfylkingin hafi spáð í þessu? Eða átti bara að stóla á "vinaþjóðirnar" í Skandinavíu sem eru bara meðalstór lönd innan ESB og hafa ekki nándar nærri eins mikið vægi og Englendingar, Þjóðverjar, Frakkar og Hollendingar innan sambands, líka þó þau séu í forstöðu fyrir sambandið.


mbl.is Aðild Íslands móðgun við Tyrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tyrkland sótti um aðild 1987, síðan þá hafa 15 ríki sótt um og fengið inngöngu. Þetta ferli fer ekki að neinu leyti eftir því að hleypa ríkjum inn í sambandið í "réttri röð" miðað við umsóknir. Það fer einfaldlega eftir því hvenær viðkomandi ríki er tilbúið, og Tyrkland er ekki tilbúið. Finnland þurfti aðeins tæp þrjú ár í þetta ferli en Rúmenía þurfti ellefu og hálft ár svo dæmi sé tekið. Ef Tyrkjum gremst skilaboðin sem gefin eru þegar aðrar þjóðir eru "teknar framyfir" þá hefðu þeir hætt þessu fyrir löngu.

B (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 08:30

2 identicon

Fyrir það fyrsta er Tyrkland  EKKI í Evropu.

Í öðru lagi hafa þeir allt aðra menningu. (meta konuna til 1/2 á við mann þegar gengið er til erfða.

Í þriðja lagi er eitt mannslíf metið á við flugu (s.s kúrdana)

j.a. (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 08:43

3 identicon

...og í fjórða lagi þá hafa tyrkir ekki inleitt stóran hluta lagabálks ESB í gegnum EES eins og við íslendingar.

Jón (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 08:54

4 identicon

Kæra Ásta,

Tregða Evrópusambandsins til að hleypa Tyrkjum í gegn á sér margar ástæður og engin þeirra tengist því beint að þar skuli iðkuð múslímatrú, heldur stafar þetta miklu frekar af því að þeir eru með mannréttindamál sín í miklum ólestri og hefur ekki tekist að aðlaga ýmsa lagabálka að forsendum sambandsins. Tyrkir hamra sjálfir á því að ástæðan sé fordómar gegn múslimum, til að beina athyglinni frá mannréttindamálunum og mismunun kvenna í landi þeirra.

Halla Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 08:59

5 identicon

Tyrkir haf verið lengi í ferlinu og er það skiljanlegt. Þó svo að ríki hafi komast inn á undan þeim og á styttri tíma, þýðir það ekki að Tyrkir muni alltaf sætta sig við það. Einnig kemur fram í skýrslu á vegum ESB að Tyrkland sé landfræðilega og "strateticly" mikilvægt fyrir Evrópu og vill ESB gjarnan fá þá inn þó svo að þeir séu ekki í Evrópu.

Það er rétt að þeir hafa þurft langan aðlögunar tíma en staðreyndin gæti orðið sú ef þeir láta nógu mikið í sér heyra að við verðum látin "fylgja" þeim í ferlinu.

Ég talaði við sérfræðing hjá Upplýsingaskrifstofu um Evrópumál í Danmörku áðan. Þar var mér tjáð að Tyrkir hafi verið að láta meira og meira í sér heyra vegna ferlisins hjá þeim og væri þetta orðið svolítið viðkvæmt mál.

Það verður gaman að fylgjast með hvernig ESB mun bregðast við þessu. Það eru jú alltaf 27 aðildarlönd sem verða að samþykkja hlutina einhliða í þessum málum.

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 09:00

6 identicon

Ég er sammála Nr.2.

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 09:11

7 identicon

Enda sagði ég að það er skiljanlegt að þeir hafi verið svona lengi í ferlinu. ; ) Bjó nógu lengi innan sambands til að vita að þeim er ekki haldið "nauðugum " í einhverju aðildarferli af því að þeir eru múslímar.

Og Nr. 2 þó að Tyrkir séu eins og þeir eru og ekki innan Evrópu þá breytir það því ekki að það er hagkvæmt fyrir ESB að hafa þá innanborðs.

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 09:18

8 Smámynd: Hvumpinn

Ásta, af hverju er hagkvæmt að hafa þá innanborðs?  Er þá ekki sjálfsagt að bjóða Saudi-Arabíu að vera með?  Það er örugglega mjög hagkvæmt...

Hvumpinn, 17.7.2009 kl. 10:11

9 identicon

Hvumpinn, miðað við skýrsluna sem ég las þá eru þeir "strateticly" á hagkvæmum stað fyrir ESB. Þeir eru dyrnar að múslíma löndunum. Því miður geymdi ég ekki skýrsluna en ætla að reyna að finna hana aftur og pósta henni inn.

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 10:22

10 identicon

Hver er fjöldinn í þessum Arabaríkjum, væri það gáfulegt ef Arabaríkin næðu meirihluta í ESB með alla sína siði; er Arabíska-ríkið ekki nýbúið að höggva haus af manni fyrir einhver brot?

Mun ESB standa undir nafni sem EVRÓPU-samband ; ef Arabar fá að koma þangað inn?

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 10:32

11 identicon

Ég hef ekki skilið það nein staðar að ESB ætli að taka inn fullt af Arabaríkjum. Aftur á móti eru tyrkir þannig staðsettir landfræðilega að gott er að ðhafa þá með sér en ekki á móti ef það er hægt að setja það þannig upp.

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 11:54

12 identicon

Undirlægjur! !   Svoleiðis afgreiði ég fólk sem hefur sömu skoðanir og Ásta Hafberg.  Ekki veit ég í hvaða sambandi hún hefur búið því hún greinir ekki frá því hvort það er evropusamband eða arabasamband. En mér finnst það nú eins og svart og hvítt.  Eða var það kannske blandað hjónaband.  Þetta er undirlægjuhugsunarháttur að það henti okkur "dyr til múslima". Til hvers???

j.a. (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 17:19

13 identicon

j.a ekki skil ég reiði þína og þú ættir kannski að lesa betur áður en þú ferð hamförum í svívirðingunum. Það að tyrkir séu teknir inn í ESB er vegna þess að þeir eru landfæðilega mikilvægir, dyr að múslímalöndunum eins og ég kannski misorðaði það. Það þýðir að í "hernaðalegu" sjónarmiði er betra að fyrir ESB að hafa þá með en ekki. Tyrkir eru stuðpúðinn, ef þú skilur það betur.

Ég bjó innan Evrópusambandsins ef það skildi líka hafa verið eitthvað óskýrt fyrir þig.

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 18:20

14 identicon

j.a.

Þú ítrekar að Tyrkland sé ekki í Evrópu en þú veist kannski ekki að það er að hluta til í Evrópu. Samt sem áður Kýpur sem er 100% í Asíu er í ESB og þá akúrrat kristinn hluti eyjunnar sem vildi ekki sameinast. Múslimum (eða Tyrkjum) voru refsað fyrir að kjósa fyrir sameiningu og voru ekki hleyptir inn og þeir voru settir í einangrun (Tyrkir Kýpurbúar eru talsins um 250.000). Hvernig viltu þá útskýra það?

hakan (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 23:53

15 identicon

Hvað viltu að ég útskýri? Af hverju hluti af Tyrklandi er Evrópskur ? Eða af hverju Kristnir Kýpurbúar vildu ekki sameinast? Eða af hverju Tyrki voru settir í einangrun vegna þess að þeir vildu sameinast? Það er greinilega eitthvað þarna sem ég er ekki að skilja.

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 08:01

16 identicon

'Eg held að ég fari með rétt að 3% Tyrklands sé í evropu.  Og ég fer ekki með neinar svívirðingar hvorki gegn þér né tyrkum.  Línurnar voru óskýrar í hvaða sambandi þú bjóst í.  Eg hef búið í ESB í 15 ár svo dýrðlegheitin í því sambandi veit ég allt um. Gúrkurnar verða að vaxa beinar til að mega kallast gúrkur. Jarðarberin eru viss stærðarhluti sem skal ´gilda (meðalstærð frá mið-evropu) Svo jarðarber frá norðlægari löndum "fá ekki að kallast jarðarber". 

Svo að endingu frú 'Asta,  ennþá skil ég ekki þetta með dyrnar að múslimunum?

j.a. (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 10:03

17 identicon

ok þá erum við að komast eitthvað.

Ég las þetta í skýrslu á vegum ESB sem ég geymdi því miður ekki í tölvunni. Þar var talað um að Tyrkland væri "strateticly" mikilvægt fyrir ESB. Ég gat ekki skilið það öðruvísi en svo að þar væri verið að tala um hernaðarlega. Sem sagt dyr eða stuðpúði gagnvart hinum múslímska heimi.

Ég er að leita að þessari skýrslu og mun pósta henni inn um leið og ég finn hana aftur.

Já ég man hvað ég hló mikið fyrst þegar talað var um sveigju á gúrkum og meðalstærð jarðabera, man að ég hélt fyrst að þetta væri eitthvað grín er svo var ekki ; ) Það margt undarlegt í kýrhausnum.

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband