Af hverju ætti dómsúrskurður ekki að vera gildur ?

Hvernig er Bretum og Hollendingum stætt á því að samþykkja ekki fyrirvaran um dómstólaleiðina óskorðaðan?

Eru þessi tvö lönd ekki hluti af hinu réttláta og sanngjarna ESB? Þar sem engin spilling þrífst og öll dýrin í skóginum eru vinir? Eða svo hljómar það þegar Samfylkingin er að ræða ESB.

Þessi samningur er og verður kúgun stórrar þjóðar á hendur lítilli þjóð og ekkert annað. Það hefur rækilega sýnt sig síðustu mánuði að AGS vinnur með ESB og ef þar er sagt nei, þá gerist ekki neitt. Á sama tíma geta Brown og Darling lýst því yfir að Breska ríkið ábyrgist ekki innistæður. Þetta hangir engan veginn saman.

Svo er okkur sagt af okkar eigin stjórnvöldum, að um leið og Icesave sé í höfn byrji uppbygging Íslands. Fyrirgefið að ég segi það en sú uppbygging gat byrjað dag 1 eftir hrun og er að mestu leyti óháð Icesave.

Okkur var líka sagt að um leið og fyrir lægi umsókn í ESB myndi krónan stabílisera sig, lánalínur myndu opnast og traust alþjóðasamfélagsins myndi stóraukast á okkur. Okkur var líka sagt að þá væri hægt að fara í uppbyggingu Íslands.

Icelandic krona - The last rate was published on 3 Dec 2008. Svona stöndum við ennþá inn á Central Bank of Europe og það þrátt fyrir að hafa sótt um í ESB.

Þetta er farið að hljóma eins og leiðinlegur farsi. Þetta er ekkert nema hugmyndafræðilegt gjaldþrot fólks sem fórnar þjóð sinni á altari eigin hræðslu. Hræðslu við að tapa andliti út á við, hræðslu við að viðurkenna að það hafi ekki lausnir og hræðslu við að viðurkenna vanhæfi flokkakerfisins í þessum málum.

 

 

 

 


mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband