Sandkassinn ojbara

Ég eins og margir aðrir horfði á Alþingi okkar Íslendinga afgreiða Icesave í gær. Ég horfði á þetta og upplifði sandkassaleik af verstu gerð um eitt mikilvægasta mál okkar Íslending.

Ekki nóg með að allt síðasta ár hafi maður þurft að horfa upp á mis ófagleg og ómálefnaleg vinnubrögð af hálfu flokkana. Starf stjórnarliða fálmkennd og miðuð að því að halda hægrisinnuðustu vinstristjórn í heimi við völd. Að sama skapi stjórnarandstaða sem hefur "þóst" ekki vera að reyna að koma þessari stjórn frá.

Hvernig geta þau haldið að þjóðin sameinist á bak við þingið okkar þegar þeim hefur ekki einu sinni tekist að sameina sjálf sig? Hvernig eigum við að geta treyst því að hagur þjóðarinnar sé í 1. sæti, þegar upplifunin er að flokkarnir skipti meira máli en við?

Í gær horfði maður á velmenntað og mjög líklega ágætlega gáfað fólk fara í pontu, blammera hvort annað og mótflokka, blammera fyrri stjórnir, ákvarðanatökur í fortíðinni, tala um kaleika og Krist, vísa ábyrgð yfir á hinn og þennan, afsaka jáin eða neiin. Þetta var mildast sagt aumkunarvert í alla staði.

Fólk ætti að fara að skilja að þetta mál hefur ekkert með flokkspólitík að gera. Það er aukaatriði í hvaða flokki fólk er, aðalatriðið var að fara faglega og málefnalega í þetta mál eins og mörg önnur mál sem hafa með hag þjóðarinnar að gera.
Aðalatriðið var að þjóðin fengi þá tilfinningu að það væri verið að þjappa henni saman, að hún væri ekki skilin eftir út í kuldanum með allar skuldirnar og hjálparúrræði sem eru vanhugsuð og ganga ekki nógu langt.

Þjóðin þurfti að fá að skynja að réttlæti, siðferði og heiður hennar væri einhvers virði.
Því miður skynjuðu alþingismenn það ekki og tóku flokkinn "sinn" fram yfir málefnið.

Það hefði verið allt í lagi ef umræðan hefði verið um kynjakvóta eða hvort byggja ætti brú yfir einhvern læk. En hér erum við að tala um mál sem hefur mun víðtækari afleiðingar og mun vera stór hluti af því að skerða lífsskilyrði okkar til muna um ókomin ár.

Það sem stendur upp  úr hjá mér er að þingið þorði ekki að standa með þjóðinni. Að þingið þorði ekki að ganga gegn flokksræði á kostnað þjóðarinnar.

Aumkunarvert.


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála var á þingi í gær.

Sigurður Haraldsson, 31.12.2009 kl. 09:19

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ásta mín. Ekki þótti mér nú farsinn: "Þingmaðurinn gerir grein fyrir atkvæði sínu" vitnisburður um miklar gáfur í öllum tilvikum, reyndar ósköp fáum. Þó verð ég að hæla Þráni Bertelssyni fyrir að taka upphaf þessarar þjóðarógæfu slíkum snilldartökum í sinni ræðu að það vakti mér hlátur í allri minni andlegu þjáningu. 

Raunalegt að sjá og heyra daglega hversu ómerkilegt þetta vinnufólk þjóðarinnar er að eðlisfari. En þrátt fyrir að kvartettinn sem situr á Alþingi með fulltingi Borgarahreyfingar hafi gliðnað finnst mér þó báðir partarnir trúverðugastir þarna inni. 

Árni Gunnarsson, 31.12.2009 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband