7.1.2010
Icesave fordæmisgefandi?
Eftir að hafa fylgst með viðbrögðum í Bretlandi við synjun forseta Íslands á Icesave lögunum, sit ég með blendnar tilfinningar.
Það er greinilegt að aðalatriðið fyrir Brown og Darling er að þröngva okkur inn í samninginn sem þeir settu upp, og er illviðráðanlegur fyrir okkur, kosta hvað það vill. Þeir eru tilbúnir að setja fótinn fyrir okkur í aðildarviðræðum við ESB og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stoppa AGS í þeirra áætlunum. Það er meira að segja gengið svo langt að okkur er hótað fjárhagslegri og pólitískri útilokun ef við göngum ekki að afarkostunum þeirra.
Svo er það hinn pólinn, leiðarar í virtum Breskum fjölmiðlum þar sem Brown og Darling eru í raun úthúðaðir fyrir hörku og ósveigjanleika. Þar sem réttmæti okkar málstaðar kemur skýrt fram og er tekið undir hann. Í flestum greinum sem hafa verið skrifaðar er einn punktur sem er gegnumgangandi og það er réttmæti þess að almenningur landa þurfi að taka á sig skuldir einkafyrirtækja, hvort sem það er Ísland eða einhver önnur lönd.
Kerfið hefur verið byggt upp á hátt sem gefur almenningi ekkert val og lönd í fjárhagsörðugleikum verða að taka því sem þeim býðst sem í flestum tilfellum eru áætlanir sem taka ekki tillit til almennings. AGS hefur sett upp fjárhagslegar aðgerðaáætlanir til handa þeim löndum sem hafa lent í okkar stöðu og hafa ekki haft almenning í fyrst sæti. Lánaskilmálar sem hafa verið á gangi taka heldur ekki tillit til almennings.
Einnig má alveg gagnrýna að eftirlitskerfið bæði í Evrópu og hér brást algerlega, og ekki er verið að taka ábyrgð á því.
Gæti málið verið að ESB, AGS, Brown og fleiri séu svona heiftugir vegna eigin hræðslu? Það hlaut að koma tími þar sem einhver setti spurningamerki við réttmæti þess að almenningur eigi að taka á sig skuldir einkafyrirtækja. Það hlaut að koma að því að einhver setti spurningamerki um kosti þeirra samninga sem löndum í efnahagslegum erfiðleikum er boðið upp á.
Þetta spurningamerki vorum við að setja og þetta spurningamerki er fordæmisgefandi fyrir þau lönd sem koma á eftir okkur í fjárhagsörðugleikum. Þetta er spurningamerki sem við sem þjóð getum verið stolt af að hafa sett inn í alþjóðasamfélagið.
Það var tímabært að það yrði gert. Fyrir okkur og þá sem koma á eftir okkur.
Lettar taka upp hanskann fyrir Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, auðvitað kann Icesave að reynast fordæmisgefandi.
Forvitnilega væri að vita hvort Svíþjóð eigi einhverra hagsmuna að gæta af lánasöfnum eða viðlíka fyrir botni Eystrasalts? Gæti skýrt hversu liprir þeir hafa reynst Íslendingum í þessu máli. Eru Svíar ekki fulltrúar Norðurlandanna í stjórn AGS?
Helgi Kr. Sigmundsson, 7.1.2010 kl. 13:17
Helgi: Svíar vilja alls ekki að gefið verði eftir gagnvart Íslendingum. Ástæðan er sú að það myndi skapa fordæmi fyrir aðrar þjóðir, þar á meðal Eystrasaltslöndin sem eru mikið skuldsett gagnvart sænskum bönkum. Eftirgjöf á innheimtu þeirra skulda gæti þannig orsakað eignarýrnun og framkallað bankahrun í Svíþjóð.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.1.2010 kl. 13:32
Spot on!
Helgi Kr. Sigmundsson, 7.1.2010 kl. 13:41
Ásta. Það ber allt að sama brunni eftir sjónvarpseinvígi forsetans í Englandi og þá ákvörðun hans að vísa lögunum til þjóðarinnar. Greinilegt er af öllum fráttum að viðhorf fólks í Icesave-ríkjunum er að snúast á sveif með okkur og virðast skilja stöðu þessarar smáþjóðar betur en hennar eigin stjórnvöld.
Efast einhver lengur um að nú er tækifærið til að snúa vörn í sókn?
Líklega fáir, en stjórnvöld virðast hafa ákveðið að Ísland skuli færa hverja þá fórn sem tiltæk er til þess eins að liðka fyrir inngöngu okkar í ESB.
Það staðfesti utanríkisráðherra í fréttaviðtali við Rúv sem birtist í kvöldfréttum í gær.
Árni Gunnarsson, 8.1.2010 kl. 17:19
Góðir punktar Ásta og Guðmundur.
ÁFRAM ÍSLAND, EKKERT Icesave, Við segjum NEI !
Ísleifur Gíslason, 8.1.2010 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.