13.3.2010
Engin áætlun og vitlaus endi
Þegar að við gengum til kosninga í apríl á síðasta ári, var engin okkar tilbúin til þess. Við vorum ennþá í sjokki yfir hruninu og það var auðvelt að selja kjósendum þá hugmynd að ESB myndi redda öllu hjá okkur á Íslandi.
Okkur var lofað af Samfylkingunni að hér yrði strax stöðugleiki, krónan myndi styrkjast og alþjóða samfélagið myndi fá traust á okkur og aðstoða okkur út úr þessari krísu.
Fyrsta mál á dagskrá nýs þings var að sækja um aðild að ESB.
Ári seinna sitjum við ennþá með lítinn stöðugleika, króna hefur styrkst upp á síðkastið , en það er vegna þess að Evran hefur veikst á gjaldeyris mörkuðum og traust alþjóða samfélagsins var að vissu leyti alltaf á gráa svæðinu.
Skjaldborg heimilanna er ekki til staðar, fyrirtækin líða og hér er komin stjórnarkreppa ofan á allt hitt.
ESB umsókn var EKKI það sem íslensk þjóð þurfti sem fyrsta mál á dagskrá þings. Þetta er um það bil vanhugsaðasta ákvörðun sem hefur nokkurn tíma verið tekin og því miður virðist Samfylkingin sjálf ekki hafa kynnt sér ESB nógu vel til þess að hafa neitt málefnalegt um það að segja.
Auðvitað væri bara rökrétt að setja þetta strax í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við vitum nokkurn veginn hvað mun koma út úr samningaviðræðum. Við munum fá X langan tíma til að aðlaga OKKUR ESB að öllu leyti og ekki öfugt. ESB aðlagar sig ekki að þjóðum.
Það er algerlega ónauðsynlegt að fara að eyða fullt af fjármagni í þessa aðild ef hún verður hvort eð er felld í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Talandi um að byrja á vitlausum enda og hafa enga raunhæfa áætlun fyrir land og þjóð.
Ný stofnun kostar milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hárrétt hjá þér Ásta! Hárrétt! Oft var þörf en nú er nauðsyn að stoppa þetta glapræði. Auðvitað byrjaði Jóhanna á vitlausum enda.
Þvílíkt rugl
anna (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 11:20
Sammála algjörlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2010 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.