Endir og upphaf

 Nú er annar í skýrslu og reiðin magnast bara. Það hefur komið í ljós að siðferðið og spillingin voru svo gegndarlaus í íslensku samfélagi að illa mun ganga að finna annað eins dæmi í vestrænni sögu. Í mörg ár höfum við hampað fólki sem ekki gerði annað en mergsjúga fjármálakerfið og búa sér til peninga sem voru ekki til.

Við íslenska þjóðin höfum verið höfð að algeru fífli. Við höfum að meira að segja verið gerð samsek af stjórnmálamönnum  og framármönnum í þjóðfélaginu vegna hrunsins. nú þegar skýrslan hefur litið dagsins ljós hlýtur það að verða hverjum manni kristaltært, að við þjóðin getum ekki verið dregin til ábyrgðar fyrir það að hlusta á ráðleggingar bankana í okkar persónulegu fjármálum. Ef við gátum ekki treyst fagkunnáttu þeirra, hverjum áttum við þá að treysta?

Við sitjum uppi með það í dag að allt okkar eftirlitskerfi, margir stjórnmálamenn og hrunahöfðingjar hafa slegið ryki í augun á okkur, logið að okkur, talað niður til okkar og í verstu tilfellum kallað okkur skríl. Margt af þessu hefur verið við lýði árum saman í þjóðfélaginu. Meira að segja núna eftir útkomu skýrslunnar vill fólk ekki bekkenna ábyrgð sína né stíga til hliðar. Það lítur út fyrir að það eigi að skoða skýrsluna en viðhalda sömu vinnubrögðum og hafa viðgengist áratugum saman.

Við sitjum uppi með það að verða að gera skilyrðislaus reikningskíl sem þjóð. Við sem þjóð verðum að krefjast breytinganna og endurskoðunar á kerfinu og þjóðfélaginu í heild. Við erum ábyrg fyrir því hvaða framtíð við munum eiga í þessu landi og við getum ekki treyst neinum nema okkur sjálfum til að skapa þessar breytingar.

 Við þurfum að stíga fram sem heild í samstöðu um þessar breytingar. Við þurfum að sýna duginn, þorið og kjarkinn sem þingheimur og embættismannakerfið hefur ekki til að bera. Við þurfum að vera ófeimin við að láta skoðanir okkar og langanir í ljós. Við þurfum að vera gagnrýnin og setja spurningamerki við allt og alla. Við þurfum að gera upp við okkur hvað við viljum.

Við viljum eftirfarandi:

  •  
    • Raunhæft framfærslu viðmið
    • Leiðréttingu lána
    • Gefa fólki möguleika á að semja um skuldir þrátt fyrir að vera á vanskilalista
    • Velferðakerfi sem býður fólki upp á mannsæmandi lífskjör og ekki stöðnun
    • Jöfnun á kjörum einstakra hópa innan samfélagsins s.s. sambúðarfólks, einstæðra foreldra, öryrkja og ellilífeyrisþega

 

  • Stjórnmálamenn, embættismenn og aðrir sem hafa verið viðirnir ruglið i bönkunum stigi til hliðar ekki bara af lagalegum ástæðum heldur líka siðferðis og samfélagslegum ástæðum.
  • Að dregin sé skýlaus lína á milli þess sem var og þess sem á að verða svo uppbygging sé möguleg

 

  • Neyðarstjórn samansetta af fagaðilum sem ekki tengjast spillingunni

Neyðarstjórnin hefur það markmið að taka embættiskerfið í gegn með það að leiðarljósi að starfshættir verði gagnsæir, faglegir og málefnalegir. endurskipuleggja starfshætti þingsins og gera það að verkum að frumvörp hvort sem er frá stjórn eða andstöðu fái jafna málsmeðferð. Neyðarstjórn mun einnig taka á nefndum og vinnubrögðum þeirra. Setja skýrar reglur um ábyrgð ráðherra fyrir embættissvið viðkomandi ráðherra.

  • Embættismanna kerfið tekið í gegn í heild sinni

Markmiðið er að faglega og ópólitískt verði ráðið í þær stöður sem endurráðið er í. Uppstokkun á embættum og þörf fyrir þau endurmetin. Lífsráðningar úr sögunni. Setja skýrar reglur um starfssvið og eftirlitsskyldur hverrar stofnunar fyrir sig. skýrar um hvar er hægt að draga til ábyrgðar og fyrir hvað.

  • Stjórnalagaþing

Krafa sem hefur verið uppi lengi og ekki verið mætt. Þörfin fyrir að endurskoða stjórnarskránna er enn til staðar og hefur ekki minnkað. Markmiðið á að vera að stjórnarskráin verði tekin endurskoðunar á 25 ára fresti af fagaðilum.

Þetta eru bara nokkrir punktar um óskir og langanir fyrir uppbyggingu nýs samfélags. Öllum er velkomið að koma með fleiri punkta í púkkið. Þetta kemur okkur öllum við og enginn getur firrað sig ábyrgð á uppbyggingunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

 Sé ekki betur en við séum alveg samstíga í þessum skoðunum!

Fúnir innviðir Íslands og heilsuspillandi rakasveppir.

Ævar Rafn Kjartansson, 13.4.2010 kl. 12:02

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Stjórnlagaþing. Ég hef lengi haldið þvi fram að við sem krefjumst stjórnlagaþings eigum að snúa okkur að því máli sjálf. Og það sem fyrst.

Við þekkjumm geldlið stjórnmálaflokkanna nægilega vel til þess að við megum ekki lengur trúa því að Alþingi komi þessu frá nema með hundshaus og með því að fulltrúavaldið verði eins einagrað frá þjóðinni og ítrast verður.

Stjórnlagaþingið eigum við að setja sjálf og vinna það eftir okkar lýðræðiskröfum. Það er vandalaust að kalla saman gott fólk og þau drög sem vinnuhópurinn sem Jón Kristjánsson stýrði hljóta að liggja frammi og vera aðgengileg.

Fullbúin lögin þarf Alþingi að samþykkja og ég treysti því að einhverjir okkar vinir þar fáíst til að bera þau fram.

Árni Gunnarsson, 13.4.2010 kl. 12:43

3 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæra Ásta góð grein og ég tek heilshugar undir þinar hugmyndir, það er SAMHLJÓMUR með þeim & mínum hugmyndum.  Rétt hjá félaga Árna um mikilvægi stjórnmálaþings.  Svo vil ég gera þín orð að mínum loka orðum: "Við íslenska þjóðin höfum verið höfð að algeru fífli...lol..!"

kv. Heilbrigð skynsemi (www.fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 13.4.2010 kl. 13:34

4 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Það er sorglegt að vissui leyti hvað við erum öll sammála, en virðumst ekki getað virkjað það á einhvern raunhæfan hátt.

Ásta Hafberg S., 13.4.2010 kl. 19:12

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Við sem erum sammála hljótum að fara að renna saman! Kærar þakkir fyrir þessar færslu

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.4.2010 kl. 22:13

6 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Sorglegt en satt. Tek sannarlega undir þessar hugleiðingar þínar.

Helga Þórðardóttir, 13.4.2010 kl. 22:29

7 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Það get tíu þúsund farið niður í bæ og hrópað VIÐ ERUM ÞJÓÐIN.Sem sagt hrópað á þá vanhæfu og seku, að koma sér heim!Þessar aðferðir duga úti í heimi.Vandin við þetta er sá að mikil hætta er á að það veri altt vitlaust, og ég er als ekki að kvetja til slíks.Enn það verður eitthvað að fara að gerast,T.D.í atvinnumálum,það gengur bara ekki lengur að fleiri þúsund manns séu án vinnu.Það eru allir að fara á hausinn,og fólk flikkist til útlanda í atvinnuleit.

Þórarinn Baldursson, 14.4.2010 kl. 00:00

8 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Þórarinn, við erum farin að standa fyrir utan og hrópa ; ) Það er ekkert verri aðferð en einhver önnur ef allir leggjast á eitt.

Ásta Hafberg S., 14.4.2010 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband