Ábyrgð og afsögn

Nú er þriðji í skýrslu og vonbrigðin sem ég finn fyrir eru mikil. Reiðin kraumar yfir viðbrögðum eða skulum við segja vöntun á þeim.

Ég bjóst við, nei það er rangt, ég bjóst ekki við ég ÆTLAÐIST til þess að ALLIR stjórnmálamenn sem á einhvern hátt væru nefndir í þessari skýrslu myndu stíga til hliðar á skýrslu degi. Ég ætlaðist til að þeir sýndu þjóðinni það mikla virðingu að þeir myndu sjá sóma sinn í að taka hatt sinn og staf og yfirgefa Alþingishúsið okkar. STRAX og ekki  kannski, hugsanlega, gæti verið einhvern tíma ja eða aldrei.

Strax á skýrslu degi var alveg ljóst að nú á að fara í að hreinsa sjálfan sig af öllu, það á ekki að taka ábyrgð eða bekkenna mistök, það á ekki að sýna öllum þeim sem hafa orðið fyrir miklum skerðingum eftir þetta hrun neina virðingu. Það á ekki að biðjast afsökunar. Svona ef frá er talið PR- stuntið hans Björgólfs í Fréttablaðinu í morgun.

Það á ekki að endurmeta og endurskoða neitt nema á forsendum flokkana, það mun ekki verða tekin nein U beygja í hugsunarhætti og hugmyndafræði og það er sorglegra en tárum taki.

Við þjóðin höfum tekið við ÖLLUM skellinum eftir þetta hrun í formi atvinnumissis, lækkandi tekna, ofurháum lánum, hækkun matvöruverðs, skerðingar í skólum og leikskólum svo ekki sé nefnt skerðingar í heilbrigðiskerfinu.

Við erum í fullum rétti til að vera argandi brjáluð af reiði. Við erum í fullum rétti að krefjast þess að fólk segi af sér og taki ábyrgð. Við erum í fullum rétti til að krefjast að stjórnmálamenn sýni auðmýkt gagnvart þjóð sinni og virði hana nógu mikið til að fara að þessum kröfum. Því þeir eru ekki aðalatriðið í þessu máli heldur við sem sitjum uppi með himinháan reikning fyrir vörur sem við fengum aldrei.

Það er skömm af þessu í einu orði sagt. Ábyrgð og afsögn er bara léttvæg krafa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það brást kjarkurinn í síðustu kosningum og fólk þorði ekki að breyta neinu vegna hræðslu við hið óþekkta.

Því miður.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 14.4.2010 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband