Það hefur berlega komið í ljós síðan að hrunið varð að þingið er ekki hæft til samvinnu. Þar er hver höndin upp á móti hvor annarri og ekki verður mikið úr verki vegna karps og þrass.
Á meðan erum við að missa atvinnu okkar og heimili. Skjaldborgin er enginn og aðeins örlar á niðurskurði og skattahækkunum í boði AGS og ríkisstjórnarinnar.Við sem almenningur höfum ekki efni á þessum furðulegu vinnubrögðin sem viðgangast á þinginu.
Það þýðir ekkert fyrir okkur að stinga hausnum í sandinn með þetta lengur. Við almenningur á Íslandi eigum að borga þetta hrun af fullum þunga á meðan fjármagnseigendur fá hverja afskriftina á eftir annarri.
Látum nú hendur standa fram úr ermum og tökum til hendinni eins og okkur er einum lagið þegar við tökum okkur til.
Hér er linkur á mótmælin endilega deilið þessu og látið fólk vita. ALLIR að mæta.
http://www.facebook.com/home.php?sk=app_2915120374#!/event.php?eid=153115328061770&index=1
Boða mótmæli á Facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.