Tunnnurnar tala en hvað svo?

Í gær var fyrsti í Tunnumótmælum. Við komum þarna saman og stóðum vaktina fyrir okkur sjálf og velferð þjóðfélagsins okkar. Við stóðum þarna líka vegna vanhæfis Alþingis okkar.

Við vildum öll trúa því að með nýrri stjórn, og það vinstri stjórn, myndum við fólkið í landinu verða sett í fyrsta sæti. Við trúðum því að velferð og vegferð okkar sem þjóðar myndi ráða för og ekki fjármagnseigendur og fjármálafyrirtæki.

Það sem við höfum upptvötað hægt og rólega er það að ekki bara er ríkisstjórnin okkar vanhæf heldur Alþingi í heild. Sem stofnun hefur það brugðist hlutverki sínu gagnvart almenningi í landinu og tapað sér í þrasi, tuði, karpi og barnalegri vitleysu sem á engan veginn við í dag.

Ég veit ekki með ykkur en ef það er eitthvað sem ég vil ekki sjá í dag, þá eru það nýjar kosningar. Vandamálið við það er að við munum þurfa að fara í nokkrar kosningar þangað til að við náum að hreinsa út af þingi og fá nýjar starfsaðferðir og hugmyndir þangað inn. Sem þjóð höfum við hreinlega ekki efni á því.

Ég þá mynd að hér væri hægt að breyta lögum og reglugerðum þannig að við gætum fengið óháða starfsstjórn í einhvern tíma, segjum 2 ár. Þessi starfsstjórn myndi sinna þeim málum sem eru brýnust s.s

  • Atvinnuleysi og atvinnuuppbygging,
  • Skuldir heimilanna og afkoma þeirra
  • Stjórnarskráin og stjórnlagaþing
  • AGS og ESB
  • Hún myndi vinna í smærri hópum sem hver tekur einn flokk og fer í gegnum hann og finnur viðunandi lausn.
  • Á meðan væri þingið hreinlega ekki starfandi.  Gefum flokkunum frí. Gefum þinginu frí. Gefum því frí í svona 2 ár og vinnum á vandanum sem steðjar að okkur í samfélaginu. Finnum lausnir og komum okkur út úr kreppunni. Svo getum við alltaf kosið okkur nýtt þing á nýjum forsendum seinna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eiga þá einhverjir nokkrir menn — óskrifað blað — að fá alræðisvld í tvö ár? - Hver á að velja þá? Þ.e. með því að send aþingið heim ætlar þú að fela þeim bæði ráðherravald og lagasetningavald þ.e. bæði vald ríkisstjórnar og alþingis til að ákveða það sem þeim sýndist, - og þeir eiga ekki einu sinni að mæta kjósendum að verki loknu? - Þetta er náttúrulega hreint rugl. - Þú verður að vita hvers þú krefst.

- Lýðræði er vesen og tekur tíma en við megum aldrei láta það af hendi til „einhverra“ sem við höfum ekki valið og í ofanálag að ætla þeim að fara með fullkomið alræðisvald þ.e. bæði lagsetningavald og framkvæmdavlad án stjórnarandstöðu og án umboðs okkar og án þess að þurfa að lokum að mæta kjósendum í nýjum kosningum.

- Þetta eru mjög hættulegar hugmyndir þar sem þetta er leið Hitlers og Stalíns og Mússólínis og allra verstu einræðisherra heimsögunnar, þ.e. að gefa lýðræðinu frí og senda þingið heim á meðan þeir fá alræðisvald til að fólkið losni við vesenið af lýðræðinu.

- Nei takk! - Þá kýs ég frekar lýðræði með öllu því veseni sem því fylgir, en það alræðið sem þú ert að krefjast.

Helgi J Hauksson (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 17:35

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er rosalega ánægð með ykkur Rakel, Ásta mín.  Vildi að ég hefði getað verið þarna með ykkur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2010 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband