26.4.2011
Ekki bara öryrkjar....
Það er hræðilegt til þess að hugsa að staða fólks í Norrænu velferðinni, hehemm,skuli þurfa að vera svona.
Það versta er að það eru ekki bara öryrkjar sem hafa það svona slæmt, heldur er staðan einnig svona hjá ellilífeyrisþegum, fólki með laun á lægri skalanum og námsmönnum.
Jóhanna og fleiri stjórnarliðar fóru miklum um kaupmáttaraukningu þessara hópa um daginn í þinginu. Hvernig aðgerðir stjórnvalda hefðu lækkað skatta og bætt kjör þessa fólks. Kannski hún hafi ekki gert sér grein fyrir að kjör þessara hópa voru orðin það lök fyrir að til þess að bæta kjör þarf mun meira að gerast.
Ég get allavega með stolti sagt að ég er námsmaður með 5 börn og er á námsláni, sem ég nota bene mun borga til baka til þjóðfélagsins það sem eftir er ævinnar, og við erum á mörkum þess að lifa af.
Helst vildi ég sjá þessa hópa standa saman og standa upp, krefjast mannsæmandi lífs fyrir sig og sína.
Því ef svona heldur áfram mun ég flytja úr landi með börnin mín og finna mér mannsæmandi líf í norrænu velferðakerfi sem virkar.Það er miður því hér langar mig að vera og lifa, en ef börnin mín fá ekki mat, þá hef ég ekki val um neitt annað.
Það versta er að það eru ekki bara öryrkjar sem hafa það svona slæmt, heldur er staðan einnig svona hjá ellilífeyrisþegum, fólki með laun á lægri skalanum og námsmönnum.
Jóhanna og fleiri stjórnarliðar fóru miklum um kaupmáttaraukningu þessara hópa um daginn í þinginu. Hvernig aðgerðir stjórnvalda hefðu lækkað skatta og bætt kjör þessa fólks. Kannski hún hafi ekki gert sér grein fyrir að kjör þessara hópa voru orðin það lök fyrir að til þess að bæta kjör þarf mun meira að gerast.
Ég get allavega með stolti sagt að ég er námsmaður með 5 börn og er á námsláni, sem ég nota bene mun borga til baka til þjóðfélagsins það sem eftir er ævinnar, og við erum á mörkum þess að lifa af.
Helst vildi ég sjá þessa hópa standa saman og standa upp, krefjast mannsæmandi lífs fyrir sig og sína.
Því ef svona heldur áfram mun ég flytja úr landi með börnin mín og finna mér mannsæmandi líf í norrænu velferðakerfi sem virkar.Það er miður því hér langar mig að vera og lifa, en ef börnin mín fá ekki mat, þá hef ég ekki val um neitt annað.
Hvorki efni á mat né bensíni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
já, þessi heimur snýr líka að atvinnulausum, af einhverjum ástæðum hef ég verið án vinnu síðan nóv 2008 og það er ekki svo að ég sé ekki að sækja um störf. ég hef komið upp undirskrirftasöfnun sem heitir til stuðnings atvinnulausum, en mætti auðvitað heita til stuðnings lágtekjuhópum eða e-h í þá átt. en slóðin er http://www.petitions24.com/til_studnings_atvinnulausum
GunniS, 26.4.2011 kl. 16:42
Sæl, ástandið er versnandi því miður og það sem við höfum gert til að reina bæta er ekki nóg og ekki hlustað á okkur því miður! Við þurfum að fara beita öðrum og mun öflugri aðgerðum gegn þessari mafíu sem hér ræður ríkjum lóst en ekki lengur leynt!!!
Sigurður Haraldsson, 26.4.2011 kl. 17:15
ég peistaði þessari slóð hjá 5 persónum sem blogga um þessa frétt, þetta petition system var notað til að safna undirskriftum til handa indversku konunni sem átti að vísa úr landi, það þarf gilda email addressu til að skrifa undir, þú færð sent url í mail sem þú smellir á til að virkja þína undirskrift.
svo er líka linkur á síðunni yfir á facebook síðu sem er undir sama málefni og er þar nóg að smella á like takkann, og auðvitað vera skráður inn á facebook. ég skora á fólk að sýna núna stuðning í verki.
GunniS, 26.4.2011 kl. 17:28
Afsakið fyrirfram fáfræði mína, en það eru um 30.000 einstaklingar á örorkubótum hér af rúmlega 200.000 einstaklingum á aldrinum 18-70.Er það ekki einhvað óeðlilegt ?1 af hverjum 6 er öryrki.
Mér finnst að örorkubætur ættu klárlega að vera ca. 200.000+ en til að það geti gerst finnst mér að það þurfi að fara herða á þessu, það getur ekki verið að einn af hverjum 6 séu óvinnufærir, eða hvað ?
Ef hækka ætti örorkubætur nú myndu skattar líklegast hækka líka að öllu óbr, ekki rétt ?
Hermann, 26.4.2011 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.