Hugrenningar, dagur 1

Kæra dagbók,

Mikið erum við nú glaðar að þingmenn og ráðherrar skulu fá afturvirka leiðréttingu á lækkun launa sem þeir tóku svo fórnfúslega á sig eftir hrun. Það er gott til þess að vita að aumingja greyin geti haldið jólin með öllum sínum hefðum, gjöfum og huggulegheitum.
Auðvitað hefur þessi tíma niðurskurðar komið herfilega niður á þessum mikilvægustu starfsmönnum landsins, sem auðvitað hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að standa vörð um velferð almennings, og eiga því þessa leiðréttingu skuldlaust.
Við hin, sauðsvartur heimtufrekur og óþekkur almúginn, höldum áfram að naga útnagaðar skjaldarrendurnar og bíta saman jöxlum sem lítið er eftir af, með fullan skilning á neyð ráðamanna okkar í þessu árferði enda hefur 66% hækkun matarkörfunnar síðan 2008 klárlega komið sér illa fyrir þá.

Það veitir okkur mikla gleði að vita til þess að í dag munu ráðamenn setjast niður með fjölskyldum sínum og gæða sér á skötu, kartöflum, floti og rúgbrauði að íslenskum sið. Við hin nögum bara skjaldarrendurnar áfram og okkar ráð til þeirra sem ekki geta leyft sér þessa hefð er að skokka út í næstu lágvöruverslun, kaupa ORA fiskibolludós og míga svo á innihaldið.

Með kærri jólakveðju til ykkar sauðsvarts almúgans frá skilningsríku frænkunum Ástu og Eyrúnu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já er þetta ekki hreint og beint æðislegt. Takk fyrir góðan pistil og takk fyrir allt síðasta ár Ásta mín. Óska ykkur báðum gleðilegra jóla og góðs og farsæls nýs árs, þó mér sé fullljóst að gott verður það ekki nema við losnum við þessa ríkisstjórn og eiginlega allt stjórnsýslukerfið á einu bretti og byggjum upp nýtt og réttlátara þjóðfélag, þangað til bít ég í mínar skjaldarrendur, það ku vera bæði holt og gott sérstaklega ef skjöldurinn er úr íslenskri furu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.12.2011 kl. 17:18

2 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Takk fyrir árið sem er að líða líka og gleðilega hátið til þin og þinna. ég hef engu við það að bæta sem þú skrifar hér að ofan, það er allt rétt ;)

Ásta Hafberg S., 23.12.2011 kl. 21:03

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já því miður liggur mér við að segja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.12.2011 kl. 21:52

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þeir sem fengu extra bónus í vasann fyrir að eyðileggja sparisjóðakerfið eru góðu vanir og þurfa á þessu að halda.

Sigurður Þórðarson, 24.12.2011 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband