21.5.2012
Má ekki hrófla við neinu...
Takið eftir að það er ekki til neitt plan B. Það lýsir sömu vanhugsun og verið hefur til dæmis hérlendis í sambandi við hrunið og málefni tengt því. Plan B er ekki til, og hvers vegna ætli svo sé?
Jú ég met það sem svo að Plan B er ekki til vegna þess að það á að viðhalda þessu ónýta fjármála og viðskiptakerfi, sem byggist nota bene upp á því að mergsjúga auðlindir og vinnukraft um allan heim svo við getum keypt vörurnar á lægra verði.
Ef það á að búa til plan B hvort sem er hér eða erlendis þá neyðast þessir aðilar til að fara að hugsa út fyrir kassan og um uppsetningu kerfisins og áhrif þess á almenning og guð forði þeim frá að gera það. Það er jú stórhættulegt að setja spurningamerki við núverandi kerfi, hvað þá að gagnrýna það eða biðja um breytingar á því.
Kannski vitið þið það og kannski ekki, þar sem lítið sem ekkert hefur verið fjallað um það í okkar duglausu mainstream fjölmiðlum, að það er búið að vera að mótmæla um mest alla Evrópu, Kanada og USA um nokkra hríð.
Hverju hefur þetta fólk verið að mótmæla? Jú það hefur verið að mótmæla því kerfislega öngstræti sem hin vestrænu ríki eru komin í, þau hafa verið að mótmæla að lýðræðið er dáið og kjósendur eru bara hjörð sem kemur og kýs á mokkura ára fresti en hefur ekkert að segja, þau eru að mótmæla viðskipta og fjámálakerfi sem er hampað fram yfir almenning, þau eru að mótmæla niðurskurði í velferðakerfum og því að almenningur er látin borga brúsann í hvert skipti sem fjámálaheimurinn skítur upp á bak.
Það er nefninlega fjöldinn allur af venjulegu fólki sem hefur séð að kerfið er komið að enda og veit að það verður að breyta því ef að almenningur á að eiga sér einhverja von um mannsæmandi líf.
Áfram gert ráð fyrir aðild Grikkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ástan alltaf góð!
Kollan (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 11:54
Góð grein hjá þér Ásta sammála.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.5.2012 kl. 11:57
I like
Guðni Karl Harðarson, 21.5.2012 kl. 12:03
Ásta. Takk fyrir umbúðalausan sannleikann.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.5.2012 kl. 12:29
Ásta Hafberg, Orð í tíma töluð, þetta er veruleikinn, góð grein.kv Bláskjár.
Eyjólfur G Svavarsson, 21.5.2012 kl. 13:24
Uhh, núna er 4flokkurinn á plan b, svo þegar fólk fær leið á plan b, þá tekur sjálfstæðisflokkurinn við með plan 9 from outer space AKA gefa vinum og vandamönnum landið/auðlindir; Og svo kemur aftur plan b of svo koll af kolli.
DoctorE (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 14:51
Því miður er og hefur 4flokkurinn aldrei verið með plan B. Ef hann hefði verið með eitthvað plan B eða ætlað sér að breyta í grundvallartariðum kerfinu eftir hrun, fara í uppgjör og hreinsun eftir það, þá hefði hann farið allt aðrar leiðir og nýtt sér þá hugmyndafræði sem lætur á sér bæra í þjóðfélaginu, ekki bara hér, heldur um allan hinn vestræna heim.
Gjaldþrotið sem við stöndum frammi fyrir ere ekki bara fjárhagslegt heldur líka hugmyndafræðilegt. Við erum með einskins nýta fjölmiðla sem senda bara sumar fréttir og fara ekki í dýptina á neinu. Það er enginn gagnýni í gangi af þeirra hálfu að neinu leiti. Almenningur lætur bara mata sig á þessu þvaðri og virðist líka hafa misst hæfileikann til að viða að sér upplýsingum um menn og málefni án sleggjudóma. Stjórnsýslan okkar er of samofin fjármálakerfinu til þess að geta nokkurn tíma unnið að neinu marki fyrir almenning.
Ásta Hafberg S., 21.5.2012 kl. 16:30
Heyr Heyr!!!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.5.2012 kl. 18:07
Góð vísa er aldrei of oft kveðin. Hið sama gildir um stuttan, en greinargóðan og sannan pistil þinn Ásta.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 02:40
Allir vildu ... fyrr en síðar ... Lilju kveðið hafa,
hefur einnig oft verið sagt og það með réttu.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 02:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.