Krefst....og hver hlustar ?

Ok nú er Hreyfingin nýbúin að ljúka viðræðum við stjórn sem gaf það skýrt út að ekkert yrði gert meira í málum heimilana í viljayfirlýsingu til AGS sumarið 2010. Kannski hélt Hreyfingin að Jóhanna og Steingrímur hefðu tekið enn eina U-beygjuna í málefnunum en svo er ekki, lánamál heimilana eru og verða eins og þau eru.
Nú stígur Samstaða fram í beinu framhaldi og KREFST þess að ríkisstjórnin víki og boðað verði til kosninga.
Ok ég er kannski svona grunn en ég hef ekki betur séð en að þetta sé þaulsetnasta ríkisstjórn sem við höfum haft. Hún hefur staðið af sér allt sem á henni hefur dunið, sem hefði verið ágætt ef forgangsröðunin hefði verið rétt, en svo er ekki.
Það sem ég skil ekki í þessu öllu er hvernig fólki sem hefur nú verið inná þingi í næstum 3 ár detti í hug að ríkisstjórnina muni eitthvað hlusta all í einu og segja " Ó hey, þau eru ekki að fíla okkur gerum eins og þau vilja".
Hingað til hafa þau bara alls ekki gert það.
Mikið vildi ég bara óska að þessi nýju öfl myndu ekki setja fram í fjölmiðlum einhverjar samningsumleitanir sem endar í "Við verjum þau ekki vantrausti" eða kröfur um að þessi stjórn víki, heldur tækju sig saman í andlitinu og yrðu svolítið alvöru og settu bara fram vantrausttillögu í stað þess að þvaðra og blaðra endalaust.
Blaður er blaður alveg sama hvaðan það kemur og ekki hluti af nýjum vinnubrögðum nýs Íslands því miður.
Vertu breytingin sem þú boðar eða vertu heima hjá þér.......
mbl.is Samstaða krefst kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð, alveg sammála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.5.2012 kl. 09:31

2 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Þar sem sumir virðast hafa misskilið mig að hluta vil ég taka fram að ég er manneskja umræðunnar alla dag. En það kemur líka tími þar sem maður verður að viðurkenna fyrir sjálfum sér að sá tími er liðinn og mun ekki bera neinn ávöxt. Það er það sem er inntakið í þessu hjá mér. Þessi stjórn mun ekki láta segjast og því er ónauðsynlegt að eyða fleiri orðum í hana. Það var það nú þegar eftir viljayfirlýsingu þeirra til AGS sumarið 2010 um lánamál heimilana og það hefur ekkert breyst.

Ásta Hafberg S., 22.5.2012 kl. 09:52

3 Smámynd: Sólbjörg

Tek heilshugar undir, vona og sýnist að Lilja sé hvetja til að borin verði upp á alþingi vantraustsyfirlýsing á stjórnina. Í gær sagði Birgitta að Hreyfingin væru tilbúin til að lýsa yfir vantrausti. Sjáum hvort Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn taki undir og krefjist þess sama.

Sólbjörg, 22.5.2012 kl. 09:58

4 identicon

Ég er hjarnanlega sammála þér Ásta. Það er að vísu rétt að gefa Hreyfingunn smá break, þeirra stærsta kosningamál var skuldamál heimilanna og ekki óeðlilegt að þau reyni að þrýsta á það mál til þess að kanna hvar ríkisstjórnin stendur með þau mál, við sem erum ekki búin að gleyma munum að eitt aðalmál þessarar stjórnar var "Skjaldborg um heimilin í landinu". Eins og kemur fram í viðtölum við þau í hreyfingunni virðist ríkisstjórnin ráðþrota við lausn þess aðalmáls síns og ætti það eitt og sér að vera nægjanlegt til þess að hún viðurkenndi vanmátt sinn og bæðist lausnar, það er ljóst að hreyfingin getur ekki stutt þessa ríkisstjórn nema vera sjálfri sér ósamkvæm eins og ríkisstjórnin.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 10:40

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Var stjórnarandstaðan ekki bara að´bíða eftir niðurstöðu í þessu þreyfingarmáli Hreyfingarinnar? Nú er niðurstaðan ljós, enginn stuðningur, þá fer vonandi allt á hreyfingu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.5.2012 kl. 10:54

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ásta. Tek undir með þér, og takk fyrir pistilinn.

Nú eru línurnar að skýrast.

Ég styð heilshugar vantrauststillögu, þótt ég hafi ekkert vald. Ég hef hins vegar skoðun á þessu mái, sem ég hef sjálf myndað mér út frá raunveruleikanum og atburðarrás þessarar ríkisstjórnar. Það er enn skoðana og tjáningarfrelsi á Íslandi, en það breytist fljótlega ef þessi stjórn situr áfram. Hver vill bera ábyrgð á slíkum mannréttindabrotum? Það verður geymt en ekki gleymt, þótt líði einhverjir mánuðir.

Það verður til mikils gagns að koma með vantrausttillögu á stjórnina núna, því þá vitum við hvar við höfum þingmenn og stjórnarliða í næstu kosningum, þó ekki kæmi annað út úr vantrauststillögu.

Hreinsunin verður að eiga sér stað, ef einhverju á að vera hægt að bjarga frá næsta bankaráni, sem er rétt handan við hornið, sem er augljóst á hegðun þessa stjórnar og embættismanna-þegnunum mútuðu.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.5.2012 kl. 11:55

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er alveg hárrétt athugað hjá þér Anna Sigríður, auðvitað verðum við að vita hvað þingmenn munu gera í þessu  máli áður en við gefum þeim umboð okkar til áframhalds.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.5.2012 kl. 12:05

8 identicon

„Stjórn Samstöðu telur fullreynt að fá hina svokölluðu norrænu velferðarstjórn til að efna kosningaloforðin og taka á skuldavanda heimilanna, fyrirtækja og þjóðarbúsins með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Endalausar tilraunir til að semja um einstök mál við ríkisstjórnina framlengja aðeins líf hennar og lengja biðina eftir raunhæfum aðgerðum.“

Þetta er sannleikurinn um helferðarstjórn AGS og hefur lengi verið Lilju augljós, þó Hreyfingin hafi misst sýnina um stund.  En batnandi fólki er best að lifa og gildir það einnig um hreyfinguna/Dögun.

Lilja tók af skarið og Dögun fylgdi loksins í kljölfarið:-)

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 13:57

9 identicon

Gleymum því ekki:  Lilja tók af skarið.  Og nú hefur Guðfríður Lilja einnig tekið af skarið varðandi Nei við ESB aðlögun AGS lánardrottnanna. 

Nú sumrar snemma og svei mér þá ef ég finn ekki yndislega gróðurlykt af íslenskri jörð.  Enda löngu kominn tími til að losna úr klakaböndum helferðarinnar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 14:06

10 identicon

Tk svo alveg sérstaklega undir þessi orð Önnu Sigríðar:

"Hreinsunin verður að eiga sér stað, ef einhverju á að vera hægt að bjarga frá næsta bankaráni, sem er rétt handan við hornið, sem er augljóst á hegðun þessa stjórnar og embættismanna-þegnunum mútuðu."

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 14:07

11 identicon

Mikið rétt hjá þér. En því miður er sá tími sem þessi nýju öfl ætluðu að standa fyrir horfinn. Það tók ekki langan tíma að sýkjast af "þingmannaheilkenninu", en þá fer fólk að bulla, ljúga, svíkja, fara á bak við hvort annað í þeirri trú að geta setið lengur á þingi og svo má lengi telja. Listin er ansi langur.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 15:44

12 Smámynd: Tunnutal

heyr heyr

Tunnutal, 22.5.2012 kl. 16:27

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég get ekki séð að þessi nýjuframboð eða þeirra þingmenn hafi svikið, logið eða farið á bak við hvort annað.  Þau hafa öll fjögur Lilja, Þór, Birgitta og Margrét hafa verið heil í því sem þau hafa verið að gera.  Mér fannst rétt hjá Hreyfingunni að láta reyna á hvort ríkisstjórninn væri virkilega svo skyni skroppinn að þau myndu neita að vinna að stefnumálum sínum fyrir heill heimilanna.  Nú er það kvitt og klárt og þau standa nakin eins og keisarinn forðum gagnvart kjósendum sínum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.5.2012 kl. 16:39

14 identicon

Þau eru búin að vera að styðja við þessa óstjórn leynt og ljóst frá síðustu jólum. Svo átti þetta að vera eitthvað útspil til hreinsa sig og fegra sannleikann. Allt þetta pukur hefur orsakað það að ný framboð munu ekki eiga heima uppá pallborðið hjá þjóðinni vegna þess að við höfum ekki trú af neinu af þessu liðið. Hverjir græða svo á þessu laumuspili...???? Jú, ákkurat, fjórflokkurinn. Alveg eins og hann lagði upp með þennan sirkus, bara til að gera þau tortryggileg í augum kjósenda og þeim tókst það með stæl.  Því miður.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 18:17

15 Smámynd: Sólbjörg

Heyr Pétur, skemmtilega orðað hjá þér. Bíð spennt eftir framvindu mála, mun stjórnarandstaðan sameinast nota tækifærið og koma með vantraustsyfirlýsingu.

Sólbjörg, 22.5.2012 kl. 18:26

16 identicon

Takk fyrir falleg orð í minn garð Sólbjörg.  En það sem vekur nú furðu mína er að Þór Saari vill absolútt halda ESB helferðinni áfram til algjörrar aðlögunar.  Fyrr vill hann ekki leyfa þjóðinni að kjósa um málið.

Þór Saari hefur sagt að ESB aðlögunin skuli halda áfram.  Hann vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um málið fyrr en aðlögunin er algjör.  Það hefur hann beint og óbeint sagt í dag í fýlukasti vegna bókunar Guðfríðar Lilju, sem hún greindi frá á þingi í dag kl. 13:30.  Túlkar Þór þar stefnu Dögunar?... kannski ég sendi boltinn yfir til þín Ásthildur mín.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 21:03

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Pétur eftir því sem ég best veit, þá er engin meirihluti í Dögun fyrir inngöngu í ESB.  Það getur verið að einstaka menn langi þarna inn, en meirihlutinn er andvígur, það hef ég frá fyrstu hendi minna félaga í samstarfinu.  Enda væri ég þá fljót að draga mig til baka ef svo væri.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.5.2012 kl. 21:34

18 identicon

Sæll Pétur "..Þór Saari vill absolútt halda ESB helferðinni áfram til algjörrar aðlögunar.."

Það er eins og það sé eitthvað leynt samkomulag í gangi hjá Dögun, sem ég er farinn að hallast að hafi verið gert til að sameina þessa tvo hópa, þeas. Borgarahreyfinguna og Hreyfinguna, eins og þú veist þá sundraðist Borgarahreyfingin eftir atkvæðaafgreiðsluna um aðildarumsókn að ESB. Nú og til þess að sameinast aftur þeas. þá við Borgarahreyfinguna (eða þetta ESB -lið þarna) þá held ég að menn hafi gert svona leynilegt samkomulag sín á milli með að halda aðlögunarferlinu áfram. Því að tillaga Graslandsins var ýtt í burtu út af borðinu og ekki mátti bera hana upp á fundi, þrátt fyrir að tillagan var póstsend á réttum tíma og hvað eina, í stað þess mættu menn þessum hörðum viðbrögðum og sérstöku stífelsi,stífni og harðræði, því að ekki mátti slíta þessum aðildarviðræðum eða fara eftir óskum Graslandsins og bera þær upp á fundinum.     

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 00:58

19 identicon

Það er gott að heyra Ásthildur og ályktun þín í lokalínunni væri þá líka fullkomlega skiljanleg.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 01:02

20 identicon

Vona að Ásta fyrirgefi mér fyrirferðina hér, en bara þetta að lokum ...

Sæll Þorsteinn, já mig grunar að þú hittir einmitt naglann á höfuðið, með tilgátu þinni.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 01:07

21 identicon

Sæll aftur Pétur

Ég held að Ásta fyrirgefi þér, nú það eru fleiri en ég og þú sem grunar að þetta sé svona í potinn búið. Ég deildi þessum hugmyndum með vinum mínum fljótlega eftir þennan stofnfund Dögunar. Okkur bar saman um að, margt einkennilegt hafi átti sér stað á þessum stofnfundi Dögunar. Friðrik Þór sá reyndar um fundarstjórn og fyrsta tillaga hans sem hann bar sjálfur upp, var að loka fyrir allar tillögur er voru ekki skráðar á dagsskrá. Þessi tillaga Friðriks með að loka svona á aðrar tillögur var ekki að finna þarna á dagskránni, en tillaga Graslandsins hafði borist þeim öllum áður og póstlög á réttum tíma og hvað eina, og menn eins og segir pössuðu sérstaklega upp á að skrá hana ekki niður. Í mótmælaskyni var því tillaga Graslandsins fjölrituð í tugum eintaka og dreift á fundinum. Það er eins og leiðtogum Dögunar finnst sem þeir þurfi að þóknast svona einhverju  ESB -liði þarna eða kaupa það hugsanlega á kostnað annarra eða fylgis allra í Dögun. Þannig er það nú bara í dag hvað varðar þetta ESB lið þarna í Dögun og þessar aðlögunarviðræður að ESB.    

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 02:31

22 identicon

Ertu að leggja til Ásta að þingmenn leggi bara upp laupana og sitji með hendur í skauti allt kjörtímabilið og hirða kaupið sitt af því að líkurnar á að ná málum fram eru e.t.v. litlar. Það er að vísu nóg af slíku fólki á þingi og hefur alltaf verið en við vorum kosin til að ná fram ákveðnum stefnumálum og höfum alla tíð haldið þeim á lofti af miklu harðfylgi og munum gera enn og ef það kallar á samræður við meirihlutann þá er það bara hluti af ferlinu. Við höfum líka ítrekað boðið upp á samvinnu við önnur minnihlutaöfl á þingi, þ.á.m. VG villikettina núverandi og fyrrverandi en þeir hafa allir verið fastir í eigin reiði gegn eigin flokki og eigin ákvörðunum, eru það enn og munu sennilega alltaf verða. Meðan svo er áorka þau ekki neinu. 

Þór Saari (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 08:17

23 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Þór ef þetta er það sem þú lest út úr skrifum mínum þá hef ég nú komið málinu ansi illa frá mér eða þú velur að skilja skrif mín á þennan hátt, hvort er verra veit ég ekki. Ég tek sérstaklega fram bæði þarna, í athugasemdum og öllum skrifum að það er búið að FULLREYNA að ræða við þessa ríkisstjórn um skuldmál heimilana og að tími þeirra viðræðna sé löngu liðin. Reyndar ætti Hreyfingin að vita eins og við hin að eftir viljayfirlýsinguna til AGS sumarið 2010 var búið að loka fyrir fleiri aðgerðir fyrir heimilin. Það sem þessa skrif segja í kjarnan er einfaldlega að það að reyna að ræða við þessa ríkisstjórn um heimilin er eins og að pissa uppí vindinn.

Ásta Hafberg S., 23.5.2012 kl. 09:15

24 Smámynd: Ásta Hafberg S.

P.s öllum er velkomið að tjá sig hér og eiga umræður um hlutina svo lengi sme við erum ekki með skítkast við hvort annað ;) Þannig að já ykkur er fyrirgefið hehe.

Ásta Hafberg S., 23.5.2012 kl. 09:16

25 identicon

Sæll Ásta

Ég veit ekki hvað þessar aðlögunarviðræður við ESB kosta á mánuði, eða hvað vantar upp á til að halda uppi heilbrigðiskerfinu eða velferðarkerfinu almennilega við bæði aldraða og öryrkja?

Ef það eru einhver mál sem að Hreyfingin á orðið sameiginlegt við Samfylkinguna (eða Samspillinguna) þá er það að halda áfram aðlögunarviðræðum no matter what og að rembast við að koma inn þessari nýju ömurlega ljótu stjórnarskrá með öllum þessum takmörkunum sem beint er sérstaklega gegn almenningi hvað varðar þjóðaratkvæðagreiðslur.

Þessu drasli (nýja stjórnarskrá) rembist þetta lið núna við að reyna koma inn, svo að 10% þjóðarinnar getur ekki krafist þjóðarafgreiðslu um fjárhagsleg mál, utanríkismál, né mál er varða sérhagsmuni, eða svo að 10% þjóðarinnar geti ekki krafist þjóðarafgreiðslu um utanríkismál (eða ESB).

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 12:02

26 identicon

leiðr. Sæl Ásta átti það að vera hérna fyrir ofan

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 12:06

27 identicon

Þar sem Ásta hefur tekið fyrirferð minni hér í athugasemdum af mikilli ljúfmennsku, sbr. #24 hér að ofan, þá ætla ég að leyfa mér að bæta við einni athugasemd og hún er sú, að ég tek hjartanlega undir þessa setningu Ástu, sem segir allt sem segja þarf:

"það að reyna að ræða við þessa ríkisstjórn um heimilin er eins og að pissa uppí vindinn."

Og það vita þremenningar Hreyfingarinnar, en sitja samt hreyfingarlaus á fleti og pissa upp í vindinn.

Þingið nýtur einungis 10% trausts þjóðarinnar.  Ergo sum: 90% Þjóðarinnar vill kosningar.

Skiljið þið það ekki Þór, Birgitta og Margrét?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 14:41

28 Smámynd: Sólbjörg

Pétur, Þór, Birgitta og Margrét eru ekkert að vinna fyrir þjóðina. Þau eru á fullu að vinna fyrir sig sjálf og hafa engan áhuga á þjóðinni en þurfa samt að búa til leikrit svo það líti þannig út. Samfylkingar leikstjórarnir leiðbeina þeim vel.

Sólbjörg, 23.5.2012 kl. 18:34

29 identicon

Veistu Sólbjörg!

Ég er farin að hallast að þvi að þetta sé rétt hjá þér.

Því miður.

Jóhanna (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 18:57

30 identicon

Eftirfarandi fyrirsögn er að finna á einum pistli Palla Vill. og segir sú fyrirsögn allt sem segja þarf:

"Andstaða við ESB er hreyfiafl stjórnmálanna"

Hvað segir Bjarni Ben. um það, maðurinn sem heiðarlegir sjálfstæðismenn segja að sé á skilorði?

Og hvað segja þremenningar Hreyfingarinnar um það, þau sem nú eru komin á skilorð af félögum í Dögun? 

Þarf hann og þau ekki að segja núna eitthvað vafningalaust?  Eða þjónar hann og þau hagsmunum aflandskrónueigenda, líkt og helferðarhjúin Steingrímur og Jóhanna, og er því drullusama um skuldaþræla-klafa  niðurníddra heimila landsins, þræla-klafa sem verði sífellt þyngri eftir því sem aflandskrónueigendur fitna á fjósbitanum?  Allt til þess að þjónka samhliða glóbalísku auðræðisvaldi federalískrar aðlögunar að Brussel-valdinu?

Þingmenn ættu að minnast þess, að þeir þiggja vald sitt frá kjósendum og því fylgja ekki bara réttindi sem þeir nú hanga á, heldur einnig skyldur og ábyrgð gagnvart kjósendum og þar með þjóðinni allri og bestu hagsmunum hennar. 

Vill hann og þau eða vill hann og þau ekki?  Er það kannski Bjarni Ben. og Hreyfingin, sem er kyrrstöðuaflið, með því að vera hreyfingarlaus og vill og vilja hafa það þannig, því það þjóni best hagsmunum aflandskrónueigenda ... og þeirra sjalfra?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 19:24

31 identicon

Tek undir áskorun Ástu og fleiri, um að lýsa yfir vantrausti á stjórn Jóhönnu og Steingríms.
Það gerum við með því að skrifa undir áskorunina og muna svo að draga sleðann
til að virkja staðfestinguna og að sýna þar með mennsku ykkar og okkar allra:
 

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 19:48

32 identicon

Með góðu skal illt út reka. 

Það gerum við með því að skrifa undir áskorunina.  Það gerðum við varðandi Icesave og gerum það enn og aftur.

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 19:51

33 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Búin að skrifa undir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.5.2012 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband