23.5.2012
Ósk okkar um þingrof og kosningar
Eftirfarandi texti hefur verið sendur öllum þingmönnum í tilefni þess að nú fer undirskriftarvefurinn kjosendur.is í loftið þar sem safnað verður undirskriftum þeirra sem óska eftir þingrofi og svo kosningum á þeim forsendum sem þeir hafa.
Kæri þingmaður.
Við sendum þér bréf með upplýsingum um fyrirhugaða undirskriftarsöfnun vegna kröfu um alþingiskosningar á grundvelli vantrausts á sitjandi ríkisstjórn. Erindið sem við eigum við þig að þessu sinni er í beinu framhaldi af fyrra erindi og í tilefni opnunar vefsins: http://kjosendur.is/
Við vonum að þú sjáir þér fært að svara eftirfarandi spurningu: Komi til þess að einn eða fleiri þingmenn beri upp vantrauststillögu fyrir þingið, munt þú þá:
a) Styðja tillöguna.
b) Greiða atkvæði gegn tillögunni.
c) Sitja hjá við atkvæðagreiðslu.
Einnig er óskum við eftir stuttum rökstuðningi við valkosti. Svar óskast sent á kjosendur@gmail.com. Í anda þeirra sem boða gegnsæi verða öll svarbréf sem berast birt almenningi í landinu ásamt nöfnum þeirra þingmanna sem ekki svara erindinu.
Fyrir hönd aðgerðarhóps v/fyrirhugaðrar undirskriftarsöfnunar við vantraust á sitjandi ríkisstjórn,
Ásta Hafberg og Addý Steinarrs.
Athugasemdir
Gott framtak hjá ykkur. Nú er bara spurning hverjur eru mýs og hverjir eru menn..
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 17:43
Já ætli það sé ekki málið;)
Ásta Hafberg S., 23.5.2012 kl. 18:25
Og hvað viljið þið í staðinn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn aftur ?????? Þetta er nú meira bullið.
Láki (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 18:39
Frábært ég er til svo sannarlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.5.2012 kl. 18:49
Láki af hverju er það það eina sem þér dettur í hug?
Ásta Hafberg S., 23.5.2012 kl. 19:21
http://www.kjosendur.is/
Með góðu skal illt út reka.
Það gerum við með því að skrifa undir áskorunina. Það gerðum við varðandi Icesave og gerum það enn og aftur.
Jón og Gunna (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 20:29
Ásta, þú segist ekki vera á vegum stjórnmálaflokks. Þá er væntanlega einhver önnur Ásta Hafberg varaformaður frjálslynda flokksins. Eða er hún kannski hætt úr því að hann er kominn í samstarf við aðra flokka m.a. einn af flokkunum á Alþingi. Varst það ekki þú sem sagðir að skoðanakannanir sýndu að minnihluti kjósenda styðji ríkisstjórnina og því ætti að rjúfa þing? Ef það ætti að fara eftir slíku viðmiði væru alþingiskosningar á hverju ári og engu komið í verk. Svo spyrðu Láka af hverju honum detti bara í hug Framsókn og Íhaldið. Skoðanakannanir sýna að þeir flokkar myndu fá meirihluta þingsæta kannski getur það breyst en ég minni bara á að ef þing verður rofið á morgun þarf að kjósa innan 45 daga ef ég man rétt. Það er ekki mikill tími fyrir ný framboð að koma fram með markvissa stefnu. Er ekki betra að gefa þeim meiri tíma? En aðalatriðið er að gera sér grein fyrir að það eru engar töfralausnir til. Þótt það verði skipt um ríkisstjórn á morgun þá verður ekkert allt gott.
Jakob (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 00:00
Sæll jú ég batt trúss við flokk á tímabili en nei það er ekki fyrir mig. Vinnuhættir þeirra flestra eru gamaldags og hugmyndirnar komast ekki út fyrir þann kassa sem þarf að komast út úr ef byggja á nýtt Ísland úr rústunum. Þannig að ég hef ekki bundið mig við neinn flokk en gerðist aðili að Lýðræðisfélaginu Öldunni sem vinnur og íhugar lýðræðishugmyndir út frá ýmsum hliðum og reynir að koma þeim á framfæri. Ég hef reyndar sagt að kosningarnar 2009 séu tímaskekkja og það hefði frekar átt að setja neyðarsstjórn og já ég tel að þessi ríkisstjórn hafi ekki sýnt neitt nema að hún vinni á sama hátt og allt gamla Ísland. Sem er mitt lið, mínir hagsmunir já og svo hagsmunir bankana.
Eftir því sem ég best veit hafa ný framboð verið að vinna allavega frá áramótum í stefnumótun og málefnum, ég held að þau verði vel tilbúin þó að kosningar myndi bera brátt að og betur tilbúin en ný framboð fyrir síðustu kosningar.
Ásta Hafberg S., 24.5.2012 kl. 07:52
Kæra Ásta.
Mér finnst ágætt að þið segir ykkar skoðun - þó ég sé ekki sammála henni.
Hefur þú borið þessa áskorun undir fólk með þekkingu á stjórnarskránni og stjórnskipaninni?
Þingrofsvald er hjá forsætisráðherranum eins og þú hlýtur að vita. Hin leiðin til að losna við vonda ríkisstjórn er að meirihluti Alþingis lýsi vantrausti á ríkisstjórnina.
Forsetinn getur ekkert gert í þessu - hans aðkoma er að velja þann sem er verkstjóri í að mynda ríkisstjórn og skipa utanþingsstjórn ef er stjórnarkreppa af verstu gerð.
Þú ættir því að breyta áskoruninni í samræmi við þessar staðreyndir.
Unnur G. Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 17:41
Hér skulum við einungis mæla tungu sannleikans,
sem er annað en Unnur G. Kristjánsdóttir, flærðar- og lygatunga Samfylkingarinnar gerir. Tími landsöluhyskis og Trójustóðs er nú brátt liðinn. Fjöldi undirskrifta stigmagnast. Nú er fjöldi undirskrifta kominn vel á áttunda þúsundið. Við viljum virkja 24. greinina og við erum svo heppin að á Bessastöðum situr forseti sem þorir að virkja þjóðina til lýðræðis hennar:
24.gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið, enda komi Alþingi saman eigi síðar en tíu vikum eftir að það var rofið. Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.
Orðrétt (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 03:23
Sæl Unnur, já svo vill til að þetta hefur verið borið undir aðila með mikla fræðilega og faglega þekkingu á stjórnarskránni. Það sem kannski kristallast núna þegar að þessi undirskriftarsöfnun fer af stað að stjórnarskráin er of óskýr og því hægt ða túlka hana í allar áttir. það sýnir okkur bara það að það þarf að taka hana verulega betur í gegn en nú hefur verið gert og gera hana miklu skýrari á köflum.
Annars vona ég að þú hafir tekið eftir að hér er verið að óska eftir að Jóhanna skili inn umboði sínu og eftirfygjandi verði boðað til kosninga. Ef hún gerir það ekki þá er forsetinn varnagli í raun.
Ásta Hafberg S., 25.5.2012 kl. 19:21
Það sem mér finnst vera alveg ótrúlega leiðinlegt það er þessi HROKI sem maður hefur orðið var við hjá flestum þeim sem telja sig yfir okkur almenning hafin þ.e.a.s. þeir sem telja sig hafa góða þekkingu á lögum. Vísa ég þá til t.d. svar Unnar hér að ofan ... óheftur HROKI blasir við manni þar hvort sem það er meðvitað eður ei...!
Ása (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.