26.5.2012
Vegagerð og kosningar
Maður hefði nú haldið að það hefði verið hægt að gera langtíma áætlun um vegagerð á Íslandi. Ísland er erfitt yfirferðar á köflum og að vera með skynsamlega 15 ára áætlun sem væri farið eftir væri bara gott.
Fyrir utan það að þá væri búið að taka besta kosningaloforð þingmanna kjördæmana út á landi í burtu þar sem að þeir hafa oftar en ekki notað vegabætur sem kosningaloforð.
Á stöðum eins og Norfirði til dæmis þar sem beðið er og vonað að einhvern tíma verði byggð göng, hafa þeir lofað og lofað til að tryggja það að þeir nái kjöri enn eitt kjörtímabilið.
Það er í raun hryggilegt að þingmenn geti spilað þessu spili fram í hvert sinn sem á að kjósa og það er hryggilegt að kjósendur sem eru orðnir úrkula vonar um vagbætur skuli kjósa þá aftur og aftur í úrkula von um að NÚ gerist það!
Það hryggilegasta er þó að þrátt fyrir að til sé einhver rammaáætlun um vegagerð að þá er hún ekki meira niðurnjörvuð en svo að það virðist vera hægt að draga svona mál upp og nota í kosningabaráttuna eftir hentisemi.
Svei attan segi ég nú bara.
Fyrir utan það að þá væri búið að taka besta kosningaloforð þingmanna kjördæmana út á landi í burtu þar sem að þeir hafa oftar en ekki notað vegabætur sem kosningaloforð.
Á stöðum eins og Norfirði til dæmis þar sem beðið er og vonað að einhvern tíma verði byggð göng, hafa þeir lofað og lofað til að tryggja það að þeir nái kjöri enn eitt kjörtímabilið.
Það er í raun hryggilegt að þingmenn geti spilað þessu spili fram í hvert sinn sem á að kjósa og það er hryggilegt að kjósendur sem eru orðnir úrkula vonar um vagbætur skuli kjósa þá aftur og aftur í úrkula von um að NÚ gerist það!
Það hryggilegasta er þó að þrátt fyrir að til sé einhver rammaáætlun um vegagerð að þá er hún ekki meira niðurnjörvuð en svo að það virðist vera hægt að draga svona mál upp og nota í kosningabaráttuna eftir hentisemi.
Svei attan segi ég nú bara.
Nefnd fer yfir vegi og skipulag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.