Við getum....

Nú er komin niðurstaða í Icesave og það okkur í vil. Þetta er frábært, gott, meiriháttar og hjartavermandi á allan máta.
Ég ætla ekki að skrifa hér um hver gerði hvað og hversvegna með hverjum í öllu þessu ferli sem Icesave er búið að vera.
Nei ég vil frekar íhuga hvað við höfum og getum lært af þessu ferli öllu.
Hvað gerði þetta ferli fyrir okkur sem þjóð? Hvað var í þessu ferli svo sérstakt og svo öðruvísi?
Það sem greinir ferli Icesave frá öllu öðru sem við höfum verið að takast á við er að þjóðin kom að málinu, þjóðin fékk möguleika á að segja sína skoðun um eitthvað gríðarlega stórt sem varðaði þjóðarhagsmuni um langa framtíð. Þjóðin stóð saman, fann samkenndina, styrkinn og þorið og tók skynsamlega ákvörðun í erfiðu máli.
Þessi ákvörðum var engin skyndiákvörðun, þetta var ekkert fljótafgreitt mál. Það áttu sér stað miklar umræður um málið í þjóðfélaginu. Fólk las, og skeggræddi, leitaði sér upplýsinga og fræddist.
Almenningur setti sig inn í eitt erfiðasta og flóknasta mál þjóðarinnar, gagnrýndi og settist á rökstóla.
Uppúr öllu þessu ferli kom ákvörðun í formi þjóðaratkvæðagreiðslu, ákvörðun sem var byggð á öllum upplýsingum sem hægt var að fá á þeim tíma.
Þetta gott fólk er angi af þáttökulýðræði og við sýndum og sönnuðum að það er hægt að afgreiða stór mál þjóðarinnar með aðkomu hennar í svoleiðis lýðræði.
Þetta form af lýðræði eigum við að vera að styrkja í þjóðfélaginu okkar. Þetta form af lýðræði eigum við að setja á oddinn í næstu kosningum og auka eftir þær.
Því hér hefur verið sýnt og sannað að hér býr skynsöm þjóð sem getur margt með samtakamætti.
Ég er glöð og hrærð í hjartanu að tilheyra fólki sem okkur.
Til hamingju þjóðin mín með þessa flottu ákvörðun sem við tókum. Okkur eru allir vegir færir ef við stöndum saman og það ættum við að hafa að leiðarljósi í framtíðinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála, það er gleði í hjartanu og léttir í sinni í dag.  Til hamingju Ísland og íslendingar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2013 kl. 21:21

2 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Ég tek undir hvert einasta orð hjá þér Ásta. Við eigum að læra af þessari reynslu og taka hana með okkur inn í framtíðina. Við getum svo margt ef við bara stöndum saman. Þjóðin á að ráða. Takk fyrir þennan frábæra pistil.

Helga Þórðardóttir, 29.1.2013 kl. 00:41

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Dagurinn í gær eykur manni bjartsýni.Ef stjórnmálamenn hafa vit á því að nýta sér okkar færasta fólk til ráðgjafar og láta ekki pólitíkina eina ráða, þá vegnar okkur vel.Kann ekki að meta stjórnmálamenn sem steyta hnefa framaní alla sem hafa ekki sömu skoðun og það sjálft og beita óspart hótunum.

Stjórnmálamenn þurfa þó alltaf að hafa nokkuð vit að taka síðan sem skynsamlegustu ákvarðanir. Þessar þjóðaratkvæðagreiðslur fóru vel ,en ég hef efasemdir um að höfnun á fjölmiðlalögunum á sínum tíma hafi verið okkur til góðs. Hinir gráðugu spekingar töldu það sigur fyrir sig.

Ragnar Gunnlaugsson, 29.1.2013 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband