Heimilin og framtíðin

Nú er Icesave frá og amen fyrir því. Þá er þurfum við að fara að snúa okkur að næsta vandamáli og það stærsta vandamálinu sem við stöndum frammi fyrir.
Heimilum landsins og stöðu þeirra.
Ef við lítum á síðustu ár og þær lausnir sem settar voru af stað fyrir heimili landsins er ekki um auðugan garð að gresja í raunverulegum langtímalausnum.
Okkur var boðið upp á allt að 3 frystingar á húsnæðislánum, hverja ár í senn, margir nýttu sér það og gátu með því móti keypt sér smá frið. Nú eru þessar frystingar að detta út og þeir sem hafa verið með lán í frystingu eiga ekki í fleiri skjól að venda. Hve margir ætli hafi náð að bæta stöðu sína á þessu tímabili?
Miðað við hækkanir á mat (ca. 87% hækkun matarkarfan), bensíni,sköttum, gjöldum, útsvari og öðru í þjóðfélaginu á síðustu árum, get ég ekki séð að fólk hafi náð að bæta fjárhagslega stöðu sína þó það hafi fengið allt að 3 frystingar.
Því miður tel ég að á næstu mánuðum muni vanskil hjá ÍLS og fleiri fjármálastofnunum vegna húsnæðislána aukast til muna.
Það sem hræðir mig við þetta er að engin raunveruleg lausn er uppi á borðum. Það er ekki verið að tala fyrir leiðréttingu skulda inná þingi, ekki afnám verðtryggingar, ekki kjarabótum í einhverskonar þjóðarsátt í formi lækkunar matarverðs eða einhvers sem eykur líkurnar á því að heimilin muni merja það fjárhagslega.
Eins og er eru um 63.000 heimili í landinu sem eiga erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman og það er mæling sem var gerð á meðan frystingar lána voru enn við líði.
Mér hrís hugur við því hvernig næstu mánuðir munu þróast í íslensku þjóðfélagi fyrir heimilin og ber þá von í brjósti að einhver flokkur eða afl muni setja heimilin og kjör þeirra í fyrsta sæti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

62.999 heimili, ég flutti inn á pabba til að eiga í mig og á.

Arna Björk Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 23:46

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Held reyndar Ásta að Icesave sé ekki frá vegna þess að nú hefst tímabil uppgjöra á milli flokka og manna. Svo virðist vera við lestur frétta, blogga og facebook færslna. Þar sem hver vísar á annan.

Þetta er nokkuð sem við þurfum að notfæra okkur!

Guðni Karl Harðarson, 29.1.2013 kl. 23:51

3 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Já þetta er staðan frænka góð. Fólk er farið að flytja saman til að eiga í sig og á. Fer að verða eins og í good old day's.

Ásta Hafberg S., 29.1.2013 kl. 23:54

4 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Guðni þjóðin hefur ekki efni að því að nú fari flokkarnir að benda á hvern annan og þrasa upp á nýtt. Það er hreinlega ekki í boði.

Ásta Hafberg S., 29.1.2013 kl. 23:55

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Það er rétt Ásta að þjóðin hefur ekki efni á því en það er allt eins líkegt að þetta gerist. En það er á þeirra ábyrgð en ekki okkar!

Guðni Karl Harðarson, 29.1.2013 kl. 23:59

6 identicon

Það er eins og þessi 62.999 heimili komi þessu fólk bara ekkert við. Ég er til að mynda mjög ósátt við umboðsmann skuldara, hvað hefur hann gert fyrir lántakendur, ég þekki ekki einn einstakling sem annað hvort hefur sjálfur eða þekkir einhvern sem hefur fengið raunverulega úrræði þar.. Auk þess sem hann veitir ráðleggingar, eða upplýsingar sem standast svo ekki. Þetta erum við almenningur svo látin borga....ég get haldið áfram, bönkunum og íbúðalánasjóði er leift að fara sínu fram, burtséð frá öllum lögum og reglum, réttlæti er náttúrlega alls ekki með....

Sigurbjörg Kristmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 10:11

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með þér Ásta, nú þarf að snúa sér að heimilum og fjölskyldum. Það liggur á að fara í þau mál, en því miður er ekkert útlit fyrir að það verði gert með þessa ríkisstjórn við völd, hún er gjörsamlega lömuð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.1.2013 kl. 10:41

8 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sigurbjörg. Það er til fólk sem hefur fengið lausnir hjá umboðsmanni skuldara. Svo er líka til fólk sem er ekki að fá góðar lausnir á sínum málum. Ég veit um hvortveggja.

Guðni Karl Harðarson, 31.1.2013 kl. 00:27

9 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þetta vandamál snýst ekki um hvaða ríkisstjórn er við völd. Leiðrétting verður aðeins með þeim hætti að unnt sé að sýna fram á brot hjá ríkinu eða bönkunum.

Sigurður Sigurðsson, 10.2.2013 kl. 22:13

10 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Enda er mér nokk sama um hvort það er þessi eða einhver önnur ríkisstjórn. Málið er að það var ekki fundin nein langvarandi lausn á vandamálinu. Það varð forsendubrestur á öllum lánum þegar kerfið féll og meira að segja Icesave dómurinn styður þá skilgreiningu á vandamálinu. Það eitt hefði átt að vera nóg til að hvaða stjórn sem er hefði átt að vinna að einvherri langtímalausn á þessu máli.

Ásta Hafberg S., 10.2.2013 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband