Huglægt atvinnuviðtal

Kosningarnar framundan held ég að verði spennandi. Ég ætla ekki að segja jafn spennandi og landsliðleikur í handbolta, ennnn gætu slagað þangað.

Mér finnst nefnilega það að það séu svona mörg framboð í boði ekki vera mínus heldur plús. Loksins er einhver flóra flokka og fólks sem er tilbúið að leggja hönd á plóginn við að koma þessu landi áfram.

Ég er reyndar sjálf á þeim stað að ég sagði: "Allt nema fjórflokkinn" Með tilkomu B.F breyttist það svo í "Allt nema fimmflokkinn".

Sumir geta túlkað það sem svo að ég sé með einhverja fordóma gagnvart þessum flokkum en það er bara því miður ekki svo. Ég met það sem svo að þessir flokkar + afsprengið hafi haft mörg ár, áratugi, til að gera góða hluti fyrir land og þjóð og ekki tekist nema að mjög takmörkuðu leiti. 

Ef fjórflokkurinn + afsprengi hefðu verið í vinnu fyrir fyrirtæki út í bæ þá hefðu þeir verið reknir fyrir mögum árum síðan. Fyrir mér er það aðalmálið. Mat á afköstum, getu og færni í starfi. Mat mitt þarna er að þeir eru hreinlega ekki færir í starfið og þar af leiðandi mun ég ekki ráða þá.

Þetta er mitt persónulega viðhorf og ein af mörgum ástæðum fyrir því að ég hef haldið áfram að rembast eins og rjúpan við staurinn í ýmsum hópum, Lýðræðisfélaginu Öldunni og nú  sem framkvæmda og kosningastjóri hjá Dögun. 
Mín von er nefnilega sú að íslensku almenningur hafi tekið fimmflokkinn í huglægt atvinnuviðtal og hafi ákveðið að ráða hann ekki til áframhaldandi starfa vegna vanhæfni sinnar til að gæta hagsmuna almennings.
Þannig geng ég allavega að kjörborðinu 27. apríl og fagna því að svo margir flokkar séu í boði fyrir fólk að pæla í, taka í huglægt atvinnuviðtal og vonandi ráða til starfans.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála, síðasta ræðumanni. Gott að hafa marga flokka úr að velja um. Ég hef þegar kosið utan kjörstaðar, og ég valdi Hægri græna.

Eina vonin er að fjór-fimmflokkurinn komist ekki að. Þeir þurfa að hverfa úr íslensku stjórnmálalífi.

Jóhanna (IP-tala skráð) 20.4.2013 kl. 18:38

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður pistill og sammála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2013 kl. 09:27

3 identicon

Því miður hefur Dögun ekki verið sannfærandi í sinni framkomu að hún hafi mikinn áhuga á þeim málum sem eru efst í huga kjósenda.

 Manni hefur sýnst þetta framboð fyrst og síðast snúast um nýja stjórnarskrá, það er bara svo margt sem liggur meira á en þessari stjórnarskrá.

 Það er alveg með ólíkindum að eftir síðustu 4 hörmungarár, skuli ekki vera til alvöru valkostur fyrir venjulegan meðaljón í lanidinu.

Ég er að fara að kjósa framsókn í fyrsta sinn á ævinni, og það er eingöngu vegna þess að hin framboðin virka ekki sannfærandi með neitt sem þau segja, og ég vil ekki að Bjarni Ben verði forsætisráðherra eftir kosningar.

Sigurður (IP-tala skráð) 21.4.2013 kl. 10:42

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigurður hefurðu lesið málefnaskrá Dögunar?  Eða kjarnastefnu flokksins?

Ekki að það þýði neitt að koma með rétt mál við fólk sem kastar svona fram, greinilega sem hefur ekki kynnt sér málin.  En í kjarnastefnu flokksins segir svo:

Kjarnastefna Dögunar – samþykkt stofnfundar 18. mars 2012

Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði sem bjóða munu fram í næstu alþingiskosningum og leggja áherslu á brýna hagsmuni almennings, hafa sammælst um neðangreindan stefnuramma. Öllum sem fallast á forgang þessara mála er boðið til þátttöku.

Við leggjum áherslu á að hrinda í framkvæmd mikilvægum hagsmunamálum þjóðarinnar og að verða það breytingaafl sem íslensk stjórnmál skortir svo mjög.

Öflugar aðgerðir í þágu heimila
Leysa verður skuldavanda heimilanna með róttækum hætti og bæta aðstöðumun almennings gagnvart fjármálavaldinu. Leita skal lausna á forsendum lántakandans frekar en lánveitandans. Við viljum tafarlaust afnám verðtryggingar á neytendalánum og almenna leiðréttingu húsnæðislána. Þá viljum við að lágmarks framfærsluviðmið verði lögfest og að vextir í landinu verði hóflegir.

Lýðræðisumbætur – Ný stjórnarskrá
Ný stjórnarskrá fólksins komi sem allra fyrst til þjóðaratkvæðis. Við teljum frumvarp Stjórnlagaráðs mikilvægt skref í átt til virkara lýðræðis og að þjóðin eigi að fá að kjósa um það. Við leggjum sérstaka áherslu á að tryggja tafarlaust með lögum eftirfarandi rétt almennings: Persónukjör samhliða flokkakjöri. Kjósendur hafi rétt til að kjósa á milli einstaklinga og framboðslista. Þjóðaratkvæðagreiðslur óski 10% kjósenda þess. Íbúar kjördæma eða sveitarfélaga geti átt frumkvæði að atkvæðagreiðslu um sameiginleg hagsmunamál svæðisins óski 10% kjósenda þess. Sjálfstæði sveitarfélaga verði aukið og nálægðarreglan í heiðri höfð. Ákvarðanir verði teknar á því stjórnsýslustigi sem næst er málinu sjálfu.

Skipan auðlindamála og uppstokkun á stjórn fiskveiða
Orkufyrirtæki verði í eigu ríkis og / eða sveitarfélaga og nýting allra náttúruauðlinda til sjávar og sveita skal vera sjálfbær. Auk þeirra breytinga sem ný stjórnarskrá að forskrift Stjórnlagaráðs hefur í för með sér fyrir skipan auðlindamála er nauðsynlegt að stokka upp stjórn fiskveiða frá grunni. Tryggja þarf aðskilnað veiða og fiskvinnslu og að jafnræði ríki meðal landsmanna við nýtingu á sameiginlegum fiskveiðiauðlindum. Hámarka skal arð þjóðarinnar af auðlindum hennar. Virða skal álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Allur ferskur fiskur skal seldur á fiskmörkuðum.

Siðvæðing stjórnsýslu og fjármálakerfis
Bæta ber siðferði og auka gegnsæi í stjórnmálum, stjórnsýslu og fjármálakerfinu. Nauðsynlegt er að þessir aðilar vinni eftir skýrum siðareglum. Lög verði yfirfarin með því markmiði að fyrirbyggja spillingu og herða viðurlög við henni. Tryggður verði aðgangur almennings að öllum gögnum sem opinberir aðilar safna eða standa straum af. Þann aðgang má aðeins takmarka með lögum í lýðræðislegum tilgangi, svo sem til að tryggja persónuvernd. Komið verði í veg fyrir óeðlileg völd sérhagsmunaaðila og skilið á milli stjórnmála og viðskiptalífs. Bankaleynd skal afnumin að undanskildu því sem lög um persónuvernd kveða á um. Tryggt verði að eftirlitsstofnanir ásamt efnahags og viðskiptanefnd Alþingis hafi ávalt fullar rannsóknarheimildir gagnvart fjármálafyrirtækjum.

Lagalegt réttlæti og afdráttarlaust uppgjör við hrunið
Gera þarf ráðstafanir til að endurheimta illa fengið fé aðalgerenda í svonefndri útrás og höfða skaðabótamál á hendur þeim. Samfélag þar sem glæpir borga sig er ekki hægt að sætta sig við. Ganga þarf sérstaklega eftir því að sinnt verði brýnum rannsóknarefnum sem ætla má að hinir gamalgrónu stjórnmálaflokkar séu tregir til að láta rannsaka. Tryggja þarf góð starfsskilyrði sérstaks saksóknara og annarra sem koma að rannsókn efnahagsbrota í tengslum við Hrunið. Almenningur hafi aðgang að öllum upplýsingum sem rannsakendur Hrunsins afla, enda séu ekki sérstök rök fyrir því að halda þeim leyndum. Öllum skal gert kleift að leita réttar sins og verjast fyrir dómstólum, óháð efnahag.

Evrópusambandið
Við leggjum áherslu á opið og lýðræðislegt ferli, óháða upplýsingagjöf og fræðslu og treystum þjóðinni til að ráða niðurstöðunni. Ef aðildarviðræðum verður ekki lokið fyrir samþykkt nýrrar stjórnarskrár og þjóðin ákveður að hætta aðildarviðræðum í samræmi við 66. grein frumvarps Stjórnlagaráðs, munum við styðja þá niðurstöðu. Að öðrum kosti verði aðildarviðræður við Evrópusambandið kláraðar og niðurstaðan borin undir þjóðaratkvæði.

Hér er svo málefnaskrá flokksins.

http://xdogun.is/stefnan/

En gangi þér vel með að kjósa Framsókn.  Auðvitað á hver að kjósa það sem honum finnst réttast.   En það þarf þá að vera að athuguðu máli ekki satt?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2013 kl. 11:44

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gott að hafa sem flesta atvinnu-umsækjendur til að geta valið það vandaðasta, heiðarlegasta og réttlátasta starfsfólk sem sækir um vinnuna.

Hverjir eru líklegastir til að standa með kjósendum sínum og loforðum?

Ekki veit ég hvað ég á að kjósa, og það er margt sem mér finnst ég þurfa að velta fyrir mér frá ýmsum hliðum. Og þá frá hliðum sem ríkisfjölmiðillinn þaggaði niður fyrir hrun og gerir enn. RÚV sýnir almenningi ekki sanna og réttláta heildarmynd, heldur hefur sinnt starfi kosningaskrifstofu glæpamafíu bæði fyrir og eftir hrun/rán. Það er mikilvægt að muna það mjög vel þann 27. apríl.

Ég er með þeim ósköpum gerð að muna líka hvernig ástandið var hjá verkafólki á þrælalaunum upp úr 1990 á Íslandi, þegar lægstu verkamannalaun dugðu ekki fyrir hóflegri húsaleigu, hvað þá meiru! Eina leiðin var að vinna langt yfir 100% vinnustundir, eða flytja úr landi ef heilsan leyfði ekki svona vinnuálag!

Svo rifjast nú upp fyrir mér nokkuð sem einn náungi sagði við mig fyrir tæpu ári síðan, sem var eitthvað á þessa leið: að gamla íhaldið léti þó einstöku sinnum nokkra brauðmola falla af borðinu til fátæklinganna og almennings, en vinstrið léti sér ekki einu sinni detta slíkt í hug?

"Já, heldur þú það", var það eina sem ég gat sagt á þeim tíma við þessu kalda mati óflokksbundins aðila.

Ég er enn að velta fyrir mér hvernig baksviðið á "vinnustaðnum" er mannað?

Kjósum við lögbrots-brask-baklandið í vinnu á alþingi? Hverjir ráða öllu á "vinnustaðnum"?

Og ef við almenningur kjósum þá ekki, hverjir kjósa þá baklandið?

Það er margt í mörgu, og ég er byrjuð að útiloka þá sem ég ætla ekki að kjósa, og lengra er ég ekki komin. Það fer allt í að lesa úr barbabrellu-blekkingum mafíunnar. Blekkingarnar virkuðu fyrir einhverjum árum og áratugum, en virka ekki lengur.

Enda tæp vika til kosninga, og skoðanakannanir eru einungis ómarktæk skálduð ævintýri glæpaklíkunnar              !!!

Og þeir skoðanakannana-blekkingar-hönnuðir halda að þeir séu að plata okkur almenning??? Einmitt núna er ég að hlusta með öðru eyranu á umræður um hver eigi að verða forsætisráðherra???

Og það er ekki einu sinni búið að kjósa???

Eru fræg og umdeild orð Þráins Bertelsson ekki rétt, ef við sjáum ekki í gegnum blekkingarnar???

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.4.2013 kl. 11:59

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Anna Sigríður mín hehehe... það er verið að plana og plotta, vegna þess að fólk TELUR SIG EIGA landið og miðin. 

En það er örugglega góð byrjun að útiloka þá sem maður ætlar EKKI að kjósa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2013 kl. 13:44

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur. Mér er það óskiljanlegt hvers vegna Sigurjón M. Egilsson á Bylgjunni í morgun, lætur sér detta í hug að spyrja um hvor þeirra tveggja; Bjarni Benediktsson eða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sé líklegri til að verða forsætisráðherra?

Er ekki allt í lagi með hann Sigurjón M. Egilsson?

Veit hann Sigurjón M. Egilsson virkilega ekki, að kosningarnar eru ekki fyrr en næsta laugardag? Og veit hann ekki að baktjaldaklíku-framkallaða daglega "skoðanakönnunin" er einungis skálduð blekking, til að fæla kjósendur frá nýjum framboðum, og til að hafa skoðanamyndandi áhrif á, og til að heilaþvo RÚV-Bylgju-fjölmiðlasvikinn almenning?

Veit hann kannski of vel um talningasvikin upp úr kjörkössunum, og telur sig öruggann um að ekki komist upp um baktjalda-meðhjálparana í þeim svikum? Sannleikurinn sigrar alltaf að lokum, sama hvað reynt er að fela glæpinn með keyptum þöggunar-meðhjálpurum.

Er nema von að maður velti fyrir sér ástandi fjölmiðlafólks, sem lætur hafa sig út í svona rugl, og spyr aldrei raunverulega réttlátra og gagnrýninna spurninga?

Hver skyldi vera ein af stærstu vandamálunum, og rót þess glæpaástands sem ríkir á Íslandi, og hefur gert svo lengi sem ég hef náð að fylgjast með þessu samfélagi? Baklandið ósýnilega og hættulega!

Hver á fjölmiðlana?

Hver á öll framboðin?

Það er núna sem maður á að spyrja, og ekki sætta sig við nein órökstudd svör.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.4.2013 kl. 14:15

8 identicon

Anna Sigríður.

þú spyrð: Hver á fjölmiðlana, og framboðin?

Svarið er augljóst. Þeir sem eiga peningana og þrá valdið sem peningarnir gefa. Allir aðrir eru strengjabrúður. Þ.á.m. allir þingmenn undanfarna áratugi.... Kveðja.

Jóhanna (IP-tala skráð) 21.4.2013 kl. 15:47

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Anna Sigríður þetta er með ólíkindum.  En þetta glymur í öllum fjölmiðlum, að Framsókn og D listi séu eiginlega komnir í eina sæng.  Og svo eru menn hissa á því að það er erfitt fyrir ný framboð að harsla sér völl.

Sammála Jóhanna, og þess vegna þurfum við að snúa þessari þróun við, það er hægt næstkomandi laugardag. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2013 kl. 15:52

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Mér dettur í hug hirðfífl, þegar ég horfi á skrípaleikina í kringum þessar fjölmiðla-mafíu-smíðar. Er það ekki verkefni hirðfífla að þóknast kónginum, eða eitthvað í þá áttina?

Hirðfíflin í ævintýrunum létu hafa sig út í svona fíflaleg vinnubrögð! Líklega fyrir  fína búninga og fleira.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.4.2013 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband