Baráttan um endurnýjun og réttlæti

Í áratugi höfum við haft sömu flokkana á þingi aftur og aftur og aftur. Við vitum hvernig þeir vinna og fyrir hverju þeir standa. Við vitum  að þeir hafa stjórnast af eiginhagsmunavinavæðingu til margra ára. Við vitum líka að þeir hafa ekki gert neitt til að breyta kosningalögum, koma á persónukjöri né auka lýðræði fyrir fólkið í landinu.
 Síðast en ekki síst vitum við að starf þeirra fyrir almenning og hag almennings hefur verið gloppótt og án markmiða, það hefur einkennst af skyndilausnum fyrir kosningar. Hækkum skatta, lækkum skatta hagfræði sem hefur enga virkni til langframa.

 Nú eru kosningar á laugardaginn og enn er það fjórflokkurinn sem mælist hæst í skoðanakönnunum, enn er það fólkið sem annað hvort kom landinu í rugl eða kom því ekki úr rugli sem mælist hæst í skoðanakönnunum. Afsprengi þeirra mælist einnig hátt fyrir að vera með ekkert vesen.  

Ég veit ekki með ykkur en ég sé þessar kosningar ekki sem kosningar þar sem ég vel bara hinn partinn af fjórflokknum til að refsa þeim hluta sem sátu við stjórnvölinn síðustu 4 ár. Ég sé ekki tilgang í því að kjósa neinn af fjórflokknum því að þegar ég horfi yfir sviðið á störf þeirra veit ég að þeir hafa ekki breyst og munu ekki setja velferð mína eða barnanna minna í forgang eftir kosningar.

Ég skil heldur ekki röksemdarfærsluna um að atkvæði falli dautt niður ef maður kjósi nýju framboðin. Sýnir það ekki vankanta kosningalagana að framboð þurfi 5% á landsvísu til að ná manni á þing? Er það ekki hluti af því sem við viljum breyta? Og haldið þið að við munum breyta því með fjórflokknum? Í alvöru?

Ég stend í dag frammi fyrir því að kjósa nýtt framboð og kannski mun atkvæði mitt falla dautt niður, en ég mun gera það einfaldlega vegna þess að ég veit innst inni, eins og ég er viss um að þú veist líka innst inni lesandi góður, að ef að ég ætla einhvern tíma að upplifa alvöru breytingar og réttlæti í íslensku þjóðfélagi þá verð ég að leggja mitt á vogarskálarnar til þess að það verði að veruleika.
 Ef ég ætla einhvern tíma að upplifa alvöru velferð fyrir almenning, alvöru breytingar á kosningalögum, heilbrigðis og menntakerfi í forgang, alvöru mannréttindi og alvöru alhliða framtíðarmarkmiðasetningu fyrir þetta  land þá get ég ekki kosið fjórflokkinn. Það er bara svo einfalt í allri sinni mynd.

Ég mun kjósa með hjartanu á laugardaginn, ég mun kjósa eitt af nýju framboðunum og ég vona að þú lesandi góður muni líka kjósa með hjartanu því þar getur maður ekki feilað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég mun líka kjósa með hjartanu og láta mér líða vel með það, hvað svo sem kemur upp úr kössunum frægu.  En mér segir einhvernveginn hugur um að sú útkoma komi á óvart. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2013 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband