Framtíðarlausnir eða skammtímavermir.

Ég er nánast 100% viss um að með þeirri ríkistjórn sem nú kemur muni ekki margt breytast á afgerandi máta. 

Ég er ekki að segja það vegna þess að ég sé eitthvað sérstaklega á móti flokkunum B og D. Ég tel mig hvorki hægri né vinstrisinnaða þó að ég hafi þá hugsjón að allir eigi að geta verið til í þjóðfélaginu okkar og notið lífsgæða

Vandamálið núna er, eins og hjá fyrri ríkisstjórn,  að þessir tveir flokkar eru orðnir rótgróinn hluti af kerfi, máta að gera hlutina á og pólitík sem er í sjálfu sér hluti af vandamálinu sem við þurfum að leysa.

Allt sem heitir skattalækkanir eru  ekkert nema skammtíma-vermir alveg eins og 110% leið fyrri ríkisstjórnar, án þess þó að ég ætli að draga úr skattalækkunum.

Það sem ég er að meina er að til þess að geta farið að byggja upp kerfi og samfélag sem virkar fyrir almenning og tekur mið af þörfum samfélagsþegnana þá þarf að endurskoða samfélagsmyndina og hanna hana upp á nýtt. 

Til dæmis er það svo að til þess að leiðrétta skuldir heimilanna þá þarf að gera ráð fyrir efnahagslegum sveiflum. Það þarf að ákveða leið í þeim málum og ef það á að gera það í alvörunni þá mun afleiðing lausnarinnar alltaf innibera kerfisbreytingu og þar stendur hnífurinn i kúnni.

Ég trúi því ekki að B og D séu í stakk búnir til að slíta sig frá því kerfi sem "ól" upp pólitíska hugsjón flokkana og þeirra sem í þeim eru. Ég efast um að þeir geti litið út fyrir kerfis kassann og hafist handa við að skera á hagsmunatengsl og eiginhagsmuni þeirra sem hafa getað stýrt á bak við tjöldin og haft áhrif á gang þjóðfélagsmála og setningu laga í krafti fjármagns til áratuga.

Ég gæti því trúað að við séum að horfa fram á enn eitt "Pissa í skóinn" kjörtímabilið með hinum helmingnum af fjórflokknum með of mikil hagsmunatengsl til að geta breytt samfélaginu fólkinu í hag til frambúðar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Ásta mín auðvitað óttast ég eitthvað slíkt, en ætla að vona það besta, svo er það okkar að vera í startholunum að veita þeim aðhald, þó þau þurfi búsáhöld tunnur eða bara sverð orðsins.  Með sameiginlegu átaki okkar samtaka, mun rödd okkar heyrast það eitt er víst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2013 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband