20.5.2013
Gísling hugarfarsins
Gísling hugarfarsins er að mínu mati það hættulegasta sem við lifum við í dag í vestrænum þjóðfélögum. Við sem almenningur lifum i þessari gíslingu alla daga allan daginn án þess að setja nein spurningamerki.
Undir gíslingu hugarfarsins tilheyra vaninn og öryggið í vananum, fordómarnir, sinnuleysið, afskiptaleysið og hræðsla við að rugga bátnum og standa berskjaldaður með skoðun fyrir framan alþjóð.
Kannski einstaka sinnum fáum við svona tilfinningu, smá brot af hugsunarvísi sem reynir að læðast upp á yfirborðið um að eitthvað er ekki í lagi, en líklega tökum við varla eftir honum eð afneitum tilvist þessa hugsanavísis á núll komma einni og snúum okkur aftur að því að ala upp börn, vinna, reyna að borga skuldir og láta hinn daglega dag hanga saman á rökréttan máta.
Þessi gísling hugarfarsins er ástæða þess að eftir hrun bankanna, efnahagskerfa og stjórnsýslu ásamt fleiru, hefur ekki tekist að byggja upp, endurskoða eða endurhanna samfélagið og þjóðfélagið svo að það taki mið af borgurum þess og þá meina ég öllum borgurum þess. Samfélögin okkar eru ekki manneskjuvæn því miður og það mun ekki breytast ef við sem almenningur tökum ekki okkar ábyrgð.
Okkar ábyrgð liggur í því að brjótast út úr gíslingu hugarfarsins og fara að gagnrýna og setja spurningamerki. Það er okkar að veita stjórnmálamönnum aðhald, láta skoðun okkar í ljós og krefjast hluta ef það er það sem við þurfum að gera. Því staðreyndin er sú að meirihluti þeirra þingmanna sem nú eru að setjast á þing eru úr gamla kerfinu og munu ekki gera kjarnabreytingar á samfélaginu nema kannski að litlu leiti.
Það er okkar að leggja áherslu á að við viljum manneskjulegt samfélag sem er byggt upp í kringum og fyrir fólkið. Við gerum það ekki nema losa okkur úr gíslingu hugarfarsins.
Athugasemdir
Takk fyrir frábæran pistil Ásta. Það eru einmitt skrif af þessu tagi sem viðhalda trú manns á þjóðarsálina. Það er svo algengt að fólk hafi skoðanir til hægri og vinstri en fáir sem þora að standa upp og segja sannleikann eins og hann er. Sem er aftur kjarni Þjóðveldis, að segja það sem maður meinar og standa við það.
Guðjón E. Hreinberg, 20.5.2013 kl. 11:56
Í fyrsta, ōðru og þriðja sæti (a.m.k.) ætti að vera að horfa í eigin barm og á eigin líf og skoða ítarlega. Áður en að ég fer að básúna um aðra, ábyrgð þeirra og vonda hegðun verð ég fyrst að horfa inn. Siðferði þjóðarinnar er í lægstu lægðum og menn réttlæta það sífellt með því að benda annað.
Byrjum heima fyrir. (Og nei ekki sérstakt skot á þig Ásta) :)
Baldvin Jónsson, 20.5.2013 kl. 13:02
Baddi þetta er nú einmitt skrifað út frá heimavinnunni ;)Ef ég hefði gengið lengra í því þá væri þessi pistill fullur af orðum eins og þakklæti, auðmýkt og æðruleysi en það er kannski aðeins of langt gengið;) Ég hef ekki þörf til að benda á neinn en aftur á móti má kannski reyna að vekja manneskjur til umhugsunar. við gerum öll okkar besta á þeim stað sem við erum býst ég við.
Ásta Hafberg S., 20.5.2013 kl. 13:49
Sæll Guðjón og takk fyrir Þessi orð. Við eigum einmitt að vera að byggja upp trú okkar sjálfra á okkur og samfélagið finnst mér.
Ásta Hafberg S., 20.5.2013 kl. 13:50
Eg er mjög sammál Baldvin mjög svo ..og eg held að við seum ekki föst i hlekkjum hugarfars ...við erum föst i eigin egói ....Islendingar er flestir með svo litið og lágt sjálfsmat ( það þekki eg vel af minni vinnu) ..og eru mjög meðvirkir og þora ekki annað en vera JA og Amen svo þeir eigi vini og seu ekki úti kuldanum :( Nú er ágætt að hvertja fólk til að fara retta úr ser og láta til sin taka ,,en það sest mjög vel þegar hvernig það fer fram ...þá ráðast menn gjarnan hver á annann ausa úr skálum reiði sinnar og nota öll þau ljótustu orð og hluti sem upp er hægt að finna ...þetta er nátturlega minni mátarkend og vansæla sem þannig bryst út og venjulega snyr að vikomandi manneskjunni , ekki ekki málefninu sem hun setti fram Þetta er að vera ansi áberndi i þjóðfelaginu ásamt þvi að væla ,láta vorkenna ser og vekja samúð og það virðist verka ansi vel !! svona nokkuð er ekkert til þess fallið að "láta heyra i ser " og ef þetta se það sem koma skal og á að vera til að stjórna samfelaginu ,þingi og þjóð ...þá segi eg bara ..".lengi getur vont versnað " Mitt ráð ,hreinsið garðana ykkar ,og einbeitið ykkur að þvi .,horfist i augu við það sem upp kemur ....OG TALIÐ SVO ,ef þið teljið að þið hafið eitthvað málefnalegt og þjóðfelagslega gott fram að færa !!
Ragnhild H. (IP-tala skráð) 20.5.2013 kl. 17:12
Sem betur fer hef ég ekki ausið yfir fólk í pistlum mínum né niðurlægt fólk fyrir skoðanir sínar. Já ég myndi líka segja að meðvirkni sé mjög algeng á Íslandi og auðvitað þarf fólk að vinna í því og það veit ég því ég vinn mjög meðvitað í minni meðvirkni. Ég tel að hluti af því að vinna í henni sé einmitt að losa sig úr viðjum vana, hugafars og tilfinninga sem maður hefur þróað með sér jafnvel til áratuga. Stórt starf en gerlegt.
Kannski þessi pistill verði með í að opna huga fólks því eitt er víst við gerum ekkert ef við förum ekki út fyrir kassa vanans.
Ásta Hafberg S., 20.5.2013 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.