Heilbrigðiskerfi allra ?

Nú eru að berast fréttir um að hin Norðurlöndin séu búin að einkavæða meira af heilbrigðiskerfi sínu en við höfum gert hér. Samkvæmt fréttinni er hagkvæmt og gott að fara í slíka einkavæðingu. Það bætir þjónustustig og skilvirkni. Sjá hér
Þegar ég les svona fréttir fer alltaf um mig nettur hrollur og það er vegna þess að heilbrigðisþjónusta á ekki að vera lúxus sem bara sumir geta veitt sér. 

Ef maður lítur á orðræðuna um að einkavæðing hafi í för með sér hagkvæmni og meiri skilvirkni þá er það vegna þess að einungis sumir hafa efni á að nýta sér þessa þjónustu sem gerir það að verkum að það lítur út fyrir að þetta sé hagkvæmt og skilvirkt. Annað sem gerist við einkavæðinguna er að læknar og starfsfólk mun leita í störf hjá þessum stofnum, skiljanlega þar sem það er örugglega betur borgað, og eftir verða læknar og starfsfólk í ríkisrekna hlutanum sem eru  ekki eins hæfir til síns starfa.

Miðað við það sem ég hef lesið af skýrslum um einkavæðingu heilbrigðiskerfa er ekki margt sem bendir til þess að einkavæðing kerfisins sé til góða NEMA auðvitað fyrir þá viðskiptamenn sem fjárfesta í svona rekstri með x mikla hagnaðarvon.

Fyrir almenning er þetta skref afturábak á öllum sviðum. Því með einkavæddum heilbrigðisgeira kemur einnig á endanum einkavædd sjúkratrygging. Einkavædd sjúkratrygging hefur ekki hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi heldur hagnað tryggingafélagsins. 

Ég vona að fólk íhugi alvarlega hvort það er tilbúið að setja verðmiða á limi sína og heilsu vegna trygginga sem gætu vel orðið framtíðin. Eruð þið tilbúin til að þurfa að verðleggja heilsu barna ykkar og annarra náinna fjölskyldumeðlima vegna þess að sumt er bara borgað að hluta eða ekki.

Ég vil benda ykkur á að horfa á þessa mynd gerða af Michael Moore. Ég veit að þetta er ekki svona hér núna, en ef við byrjum að fara þá braut að setja þetta í einkarekin rekstur þá líður ekki á löngu þar til einkavæðing kemur til og það gæti þetta orðið okkar veruleiki í framtíðinni.

 

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þennan pistil. Ég hef verulegar áhyggjur af heilbrigðiskerfinu í höndum þessarar ríkisstjórnar.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2013 kl. 15:47

2 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Ég hef áhyggjur af því hjá öllum ríkisstjórnum svo lengi sem engin fer að gera grundallar breytingar á hugsunarhættinum í kringum kerfin okkar.

Ásta Hafberg S., 13.7.2013 kl. 21:13

3 identicon

Sæl Ásta. Sá hugsunarháttur sem um ræðir á rætur að rekja til klassískar hagfræði og síðar nýklassískrar hagfræði en slíkt nám byggist upp á að frjáls markaður gefist best. Atriðin eru of tæknileg til að ég nenni að útskýra þau hér. Allur vestræni heimurinn byggist upp á þessari hugmyndafræði og háskólar kenna ungu fólki þetta með hverju árinu sem líður. Þetta er nákvæmlega sama hugmyndafræðin og leiddi alltof hárra skulda Þjóðverja í Versailles samningum eftir fyrri heimsstyrjöld og þetta er nákvæmlega sama hugmyndafræði og leiddi til hruns fjármálamarkaða 1929 og 2008. Grundvallarbreytingin sem þú ræðir um fæst ekki án átaka, eins og raunin var snemma á 20. öldinni. Því miður.

Flowell (IP-tala skráð) 13.7.2013 kl. 21:39

4 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Sæll, ég hef ágætis grunn í þessum fræðum og veit hvernig þau hafa farið með heilu þjóðirnar. Bs ritgerðin mín fjallaði til dæmis um AGS og áhrif "aðstoðar" hans á mismunandi lönd. Ég veit að þessi breyting sem ég er að tala um fæst varla án átaka en ég mun ekki gefast upp á að skrifa um hana og ræða því ég hef einnig trú á því að fólk þurfi að vita að nýklassíska hagfræðin og frjálsi markaðurinn sem fylgdi henni sé ekki síðasta hugmyndafræðin í dalnum. Það er jú þannig að hagfræði og stjórnsýsla hafa alltaf í gegnum mannkynssöguna þróast með þjóðfélögum og breytingum innan þeirra. Að mínu mati erum við á þannig stað núna í mannkynssögunni.

Ásta Hafberg S., 13.7.2013 kl. 21:57

5 identicon

Það er gott að fólk skrifi um hana og ræði, dropinn holar steininn. Keynes myndi snúa sér við í gröfinni ef hann vissi hvernig nýklassískir hagfræðingar nota kenningar hans og kalla það Keynesisma á sama tíma. Alvöru Keynesismi (það var jú hann sem hrakti grundvöll nýklassískrar hagfræði á sínum tíma) leiddi til að ENGAR fjármálakrísur voru í marga áratugi eftir síðari heimsstyrjöld. Sá hugsunarháttur kemur aftur á endanum. Því fleiri sem skrifa og ræða um galla galins kerfis og/eða um kosti alvöru kerfis (sem leiðir ekki til stríðsátaka), því betra. Þannig er hægt að lágmarka átök.

Flowell (IP-tala skráð) 13.7.2013 kl. 22:19

6 identicon

Þetta er ein af þessum bullfréttum á Íslandi sem enginn tékkar á hvort að séu réttar.Síðasta ríkisstjórn hér í dk reyndi að byggja upp heilbrigðisstofnanir við hliðin á hinum ríkisreknu og buðu fólki að velja á milli ef það fengju fljótari þjónustu, en þær eru allar að fara á hausinn vegna þess að þær reyndust miklu dýrari.

Björn Alexandersson (IP-tala skráð) 14.7.2013 kl. 00:54

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég held þið séuð að rugla saman hugtökum.Rekstur getur verið einkarekinn og þá er þjónustan fyrir alla,ekki einhverja milla.Ríkið getur boðið þjónustu út og þá og þá er skilgreint hvaða þjónustu á að veita og á hvaða verði.Þetta er einungis spurning um rekstrarform.

Jósef Smári Ásmundsson, 14.7.2013 kl. 04:58

8 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Fréttin var af einkareknum lausnum í heilbrigðisþjónustu en ekki um einkavæðingu þjónustunnar. Ég sé ekki að talað hafi verið um að ríkið ætti að hætta að sjá um að þjónustan sé veitt og bera ábyrgð þar á. Ef svo væri, þá er rétt að tala um einkavæðingu. Þegnunum er falið sjálfum að veita sér heilbrigðisþjónustu úr eigin vasa eða hjá þeim, sem þeir kaupa tryggingu hjá.

Menn verða að greina hér á milli til þess að umræðan hafi málefnalega þýðingu.

Sigurbjörn Sveinsson, 14.7.2013 kl. 11:30

9 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Það sem ég er að reyna að benda á er að þjónusta hefur verið boðin út og sett í einkarekstur í örum löndum, svo þróast þetta og verður að enkavæðingu með einkavæddum sjúkratryggingum. Ég vil benda ykkur á að horfa á mynd Michael Moore hér að ofan sem lýsir þessu ferli mjög vel. Ég er viðskiptafræðingur ásamt því að vera í meistaranámi í alþjóðaviðskiptum og þekki mjög vel munin á því að eitthvað sé einkarekið eða einkavætt. Ég er hrædd um að þróunin hér muni verða sú sama og í öðrum löndum. Fyrst einkarekum við slatta, svo einkavæðum við hann og svo endum við með sjúkratryggingar sem aðeins hluti af fólki hefur efni á hjá einkafyrirtækjum.

Ásta Hafberg S., 14.7.2013 kl. 11:35

10 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Takk, Ásta , fyrir þennan pistil. Við verðum að vera vel vakandi, þessari ríkisstjórn er til alls treystandi, sérlega þegar það er í þágu þeirra efnuðu. Nú þegar hefur það sýnt sig.

Úrsúla Jünemann, 14.7.2013 kl. 12:32

11 identicon

http://rwer.wordpress.com/2013/07/12/the-usa-is-27th-chart/

Hér er áhugaverður listi yfir heilbrigði fólks í OECD löndum skv. nýrri rannsókn og heilbrigði fólk tengist gæði heilbrigðiskerfis með einhverjum hætti. Þar kemur í ljós að Ísland er í 1. sæti. Bandaríkin eru í 27. sæti og ég tek fram sæti Bandaríkjamanna því ég sé lítinn mun á stefnu Bandarikjamanna og xD manna þegar kemur að ýmsum málaflokkum hins opinbera.

Ég geri mér grein fyrir að heilbrigðiskerfið hefur þurft að skera ansi mikið niður eftir hrun. Sá niðurskurður er hins vegar kominn til vegna stefnu xD manna í bankamálum fyrir hrun. Nú á að einkavæða innviði og nota m.a. þá afsökun að opinberar skuldir séu of háar. Slíkar stefnur geta hreinlega ekki endað vel fyrir þjóðfélög í heild.

Þetta er eins og úr spennumynd frá Hollywood, verð ég að segja.

Annars, hvenær koma róttækar tillögur um menntakerfið okkar, Landsvirkjun o.s.frv? Maður bíður spenntur að sjá næsta brandara frá þessu liði. Fólk þarf svo að fara að skipuleggja sig almennilega og standa upp, þetta má ekki ganga svona í 4 ár.

Flowell (IP-tala skráð) 14.7.2013 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband