2. flokks borgarar Íslands og "hagræðingin"

Sumir borgarar þessa lands hafa valið að búa út á landsbyggðinnni, það er líka gott og blessað því ekki getum við öll búið á höfuðborgarsvæðinu. Það sem hefur slegið mig á ferð minni hér um NA- kjördæmið er að alveg sama hvert maður kemur mætir manni flott orð sem heitir "hagræðing".

Öllu er verið að hagræða í burtu úr þessum litli þorpum, hér á Fáskúðsfirði átti að "hagræða" slökkvistöð og áhaldahúsi og þar með "hagræða" í burtu þeim 2 sjúkraflutningamönnum sem eru alltaf á staðnum. Það getur nú verið mikilvægt að hafa þá þegar læknir sést hér núorðið hugsanlega, kannski, gæti verið einhverntíma.

Ég var á Þórshöfn fyrir nokkrum dögum og þakka gestrisnina þar ;) þar var líka verið að "hagræða" rosalega flott og var það sjúkraflutningarnir, ef fólk kíkir  á landakort sést að það er bara, svo ég segi það beint út, helvíti langt á sjúkrahúsið á Akureyri. Ekki veit ég hvað hinir háu hagræðingarherrar hafa hugsað sér í sambandi við hvernig Þórshafnar búar ættu að komast þangað þegar ekki er sjúkrabíll, en hugsanlega hafa þeir áætlað að það hlyti að vera bóndi í sveitinni sem ætti kerru og hest. Málinu reddað.

Svo er nú ekki hægt að segja að vegagerðin hafi farið hamförum í malbikun á þessu svæði svo ekki er nú heldur greið leið að fara. Sjúkraflug kemst frá Akureyri á ca. 40 mín. og þá á eftir að fljúga aftur til baka í aðrar 40 mín.

Svona er staðan  á miklu fleiri stöðum út á landi, læknisþjónusta af skornum skammti eða þetta eru kandídatar að æfa sig, ekki að það sé af hinu illa, en maður hefði nú haldið að út á landi þar sem læknir þarf að vera í standi til að bregðast hratt og örugglega við svo sjúklingurinn haldist nú á lífi á meðan sjúkrabíllinn eða flugvélin komast á staðinn, að þar væri lögðt áhersla á að hafa reynslumikla og vel lærða lækna. En nei það er bara ekkert alltaf tilfellið.

Svo fær maður óhjákvæmilega á tilfinninguna að það sé búið að koma inn hjá þeim sem hafa dirfst að vera á landsbyggðinni að þeir eiga að vera SVO þakklátir ef malbikaður er smá vegakafli eða það skyldi nú slysast svo til að góður læknir er á svæðinu.

Fyirgefið en það er árið 2009, við breytum ekki Íslandi eða náttúru þess nema að takmörkuðu leyti og það er ekkert gaman ef við byggjum öll á mölinni. Það er greinilegt að stjórnvöld hafa verið algerlega óhæf um að setja upp langtímaáætlanir í sambandi við vegagerð, heilbrigðisþjónustu og fyrirtækja og atvinnuuppbyggingu á landsvísu.

Eins og alltaf hefur verið miðað við eitt kjörtímabil í einu og eftir situr landsbyggðin sem 2. flokks borgarar og þverrandi von um það að einhver hlusti.

Þessi ferð sem ég hef farið hefur einnig sýnt mér hversvegna fólk kýs þá sem koma frá þeirra sveitarfélagi, það er einfaldlega vegna þess að það er að vona að með því að kjósa viðkomandi muni eitthvað, hugsanlega, kannski gerast í samgöngumálum , heilbrigðisþjónustu eða einhverju öðru sem hefur setið á hakanum í áratugi í viðkomandi sveitarfélagi.

 Enda sér maður að um leið og líður að kosningum byrja loforðin að steyma fram um hina og þessa vegi eða göng. Mál eru tekin upp á þingi af þingmönnum sem ekki hafa sést allt kjörtímabilið, NÚ á að hamra á málunum svona rétt fyrir kosningar bara til að sýna einhvern skugga af lit, og fólk kýs í þeirri von að NÚ gerist það loksins......

og svo gerist ekkert nema "hagræðing"=niðurskurður

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Grienilega nóg að gera hjá þér en gangi þér vel í kosningabaráttunni.

Helga Þórðardóttir, 4.4.2009 kl. 09:29

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og hvort kom nú aftur á undan eggið eða hænan, mín ágæta nýja bloggvinkona? Það er nú einfaldlega svo að þau byggðarlög sem eru sterk og "í sókn" eins og pólitíkusar orða það fá fjármuni til að halda uppi smafélagsþjónustu sem flokkast til borgaralegra réttinda. Byggðarlag eins og Þórshöfn hefur öll skilyrði til að halda uppi góðum lífsskilyrðum með þeim einu pólitísku aðgerðum að færa fólkinu að "gjöf" þann rétt til að bjarga sér sem af þeim var tekinn með póltískri aðgerð óhappamanna.

Ef ég hefði átt Þórshöfn að heimabyggð frá fæðingu þá liti ég á fyrrverandi ráðherra allt frá upphafsdögum kvótans og stuðningsflokka þeirra sömu augum og Íslendingar litu Tyrki næstu áratugi eftir 1727.

Baráttukveðjur! 

Árni Gunnarsson, 5.4.2009 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband