9.4.2009
Kosningaloforðin
Það er athyglisvert að fylgjast með umræðunni núna rétt fyrir kosningar. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að sitja pallborð með 1. sætum hinna flokkana í Deiglunni á Akureyri og svara spurningum.
Það sem sló mig fyrst var að hinir 4 stóru flokkar virðast ekki geta litið út fyrir FLOKKINN og svarað hreint og beint þeim spurningum sem beint var til þeirra. Meirhluti svartíma þeirra fór í hver hefði gert hvað með hverjum hvenær.
Loforðin sem hafa komið upp fyrir hverjar einustu kosningar voru dreginn upp, flutningskostnaður, göng og vegagerð, heibrigðisþjónusta og smá atvinnuuppbygging í bland. Ég get ekki skilið hvernig þetta er hægt, dúkka upp á nokkura ára fresti og lofa öllu fögru og gera svo mest lítið.
Nokkra hluti ætti hreinlega að taka út úr loforðapakkanum. Til dæmis hefði bara átt að gera langtímaáætlun um vegagerð og göng FYRIR LÖNGU SÍÐAN, sem farið hefði verið eftir óháð ríkisstjórn. Samgöngur og bæting þeirra er þjóðþrifamál á Íslandi og ekki létt verk og hefst ekki svo vel sé nema sem langtímaverkefni.
Heilbrigðismál eru ákaflega mikilvægur þáttur og þar hefði líka átt að gera langtímaáætlun FYRIR LÖNGU SÍÐAN um uppbyggingu og staðsetningu heilbrigðisþjónustu í landinu. Þarna hafa oft á tíðum geðþóttaákvarðanir ráðið ferðinni sem er okkur ekki til góðs.
Við þurfum að hugsa upp á nýtt hvað þessa hluti varðar og taka þá út úr hinum pólitíska pakka því þetta hefur ekkert með pólitík að gera heldur öryggi þeirra sem búa hér í þessu landi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.