21.4.2009
Senn er þessu lokið
Nú er að líða að lokum lífsreynslu sem mig langar að deila með ykkur. Ég hef verið á ferðinni síðustu vikur vegna framboðs míns og upplifað ýmislegt.
Það sem situr eftir, eftir alla fundina, pallborð og annað sem ég hef tekið þátt í er þetta: Fjórflokkarnir virðast vera meira uppteknir af því að ásaka hvorn annan um mistök og vitleysu en svara fólki þeim spurningum sem það spyr.
Þeir eru uppteknari af að vera stórkallalegir og tala í kringum hlutina, undir borð og út og suður en að hlusta almenninlega á almenning.
Ég get með sanni sagt að á þeim fundum sem ég hef setið hingað til hafa ég (Frjálslyndir) og Borgarahreyfingin sem höfum verið að svara fólki og hlustað á það.
Nú fer að líða að lokum og það sem ég hræðist mest að yfir okkur skelli fjórflokkarnir sem virðast svo óhæfir til samvinnu að þeir geta ekki einu sinni verið sammála um litla hluti í pallborðsumræðum. Hvernig á þetta fólk að geta unnið að hag okkar sem þjóðar þegar þeir hafa sýnt það og sannað aftur og aftur að þeir þekki ekki samvinnuhugtakið í reynd. Fyrir þeim er þetta frasi sem er fínt að skella fram rétt fyrir kosningar, svona á sama stað og jarðgangnagerð, flutningsjöfnuður og atvinnuuppbygging á landsbyggðinni. Allt hlutir sem virðist vera hentugt að týna upp úr töskunni rétt fyrir kosningar.
Við þurfum fólk sem þorir að segja að við verðum að finna raunverulegar lausnir, þorir að vinna með öðrum og þorir að standa upp fyrir fólkið í landinu.
En ég skora líka á kjósendur að vera gagnrýna í hugsun og ekki taka allt sem gefið sem að þeim er rétt.Ég sótti um þessa vinnu af því að ég þori og hef ekki samvinnuvandamál í farteskinu.
Þetta er lengsta atvinnuviðtal sem ég hef farið í hingað til, en ég get með sanni sagt að ég hef notið hverrar, oft erfiðu, mínútu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.