Friðsamlegar hótanir?

Það er athyglisvert að lesa um það að Bretar hafi boðist til að hjálpa okkur stuttu leiðina inn í ESB.

Í gær er þessu slegið upp sem afsökun Breta yfir því að hafa beitt okkur hryðjuverkalögum, þeir séu svo sorry yfir að hafa verið svo vond við litla sæta Ísland, að þeir muni gera allt sem á þeirra valdi stendur til að koma okkur inn undir verndarvæng ESB burókratíunnar. Að Bretar muni sjá til þess að við komumst inn á einu ári.

Í dag kemur í ljós að það er galli á gjöf Njarðar. Það hangir á spýtunni að við verðum að ganga frá Ice save á viðeigandi hátt. Ég spyr viðeigandi fyrir hvern? Okkur? Eða það sem líklegra er Breta?

Þetta er fyrsta dæmi af mörgum sem eiga örugglega eftir að koma þar sem friðsamlegar hótanir í okkar garð eru viðhafðar. Við erum á hnjánum og þetta er ekki tíminn þar sem við eigum að vera að fara í ESB. Fyrir ESB eru þetta viðskipti og því miður standa Bretar og fleiri önnur lönd með öll trompin á hendi.

Hvers konar samninga munum við fá út úr ferlinu í dag? Erum við tilbúin að fara í ferli núna þar sem hálf þjóðin eða meira hefur verið að vinna sig út úr sjokkástandinu eftir hrunið, upplýsingar um ESB eru af skornum skammti og efnahagurinn er enn í rúst. Ég er hrædd um að samningarnir verði ekki beysnir miðað við fyrsta útspil Breta.

Við verðum bara að gjöra svo vel að hugsa aðeins lengra en nef okkar nær núna. Stíga varlega til jarðar og taka yfirvegaðar og vel upplýstar ákvarðanir. Ekki bara í þessu máli heldur öllu sem viðkemur þjóðfélagi okkar þessa stundina.

Gleðilegt sumar ; )

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gleðilegt og gæfuríkt sumar Ásta.

 Já þetta er víst einhverskonar friðsamlegt ofbledi.

Sigurður Þórðarson, 23.4.2009 kl. 10:12

2 identicon

Þetta er lýsandi fyrir hvernig staða okkur verður ef við tökum þetta skref. Við eigum að láta þetta eiga sig núna og byggja upp betri grunn hér áður en ESB kemur upp á borðið. núna yrði þetta bara ljótt.

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 10:48

3 identicon

takk f. þetta. 100% sammála.

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband