29.4.2009
Stjórnarmyndun, ESB og áframhaldið
Nú standa yfir eins og við öll vitum stjórnarmyndunarviðræður. Það er bara af hinu góða en það virðist vera að fara eins og við vorum hrædd um ESB hefur tekið forgang í umræðunum og á meðan bíður þjóðin ENNÞÁ eftir úrlausn sinna mála.
Þeir sem hafa fylst bara pínulítið með í fréttum undanfarna daga hafa líklega lesið að Olli Rehn er búin að gefa út að hægt væri að koma okkur í gegnum aðildarviðræðurnar frekar snöggt en að við fáum enga sérmeðferð. Það þýðir bara á plain íslensku að við munum ekki geta samið um sérákvæði vegna landbúnaðar og kvóta, við munum ekki fá sérmeðferð í sambandi við upptöku Evru eða EMU II samstarfsins.
Við munum verða að fara í okkar eigin uppbyggingu hérna innanlands áður en við getum farið í þessa áfanga innan ESB það er nokkuð ljóst. Hversvegna þá ekki að byrja strax og taka ESB eftir því sem við komumst áfram. Mér finnst stjórnarflokkunum bera skylda til að taka sig saman í andlitinu núna og segja hreinlega" ok við erum sammála um hvað á að gera fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu, við byrjum þar og vinnum að ESB málunum á meðan." við munum hvort eð er ekki komast í neina sérsamninga svo þetta er bara einfalt og þarf ekki að vera eyða dýrmætum tíma í allskonar umræður um eitthvað sem hefur sýnt sig að stenst ekki þær væntingar sem Samfylkingin hafði til þess.
Svo er náttúrulega alltaf spurningin hefur eitthvað annað verið athugað? Hefur verið leitað í ALVÖRU eftir annars konar myntsamstarfi?
Mér finnst við eiga það inni hjá þeim sem sitja við stjórn að setja okkur í fyrsta sæti og allt annað í annað sæti og byrja samstarfið núna og gera eitthvað fyrir fólkið í landinu. Eða var ESB reddingin?
Athugasemdir
Blessaður og sæll og takk sömuleiðis fyrir síðast. Þetta er stóra spurningin hvað á að gera þangað til línur skýrast með þetta blessaða samband.
Ásta (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 14:54
Fólk með rörasýn getur verið hættulegt. Ofsatrúin á ESB gerir það að verkum að aðrir mögulegir kostir um myntsamstarf eru ekki kannaðir. Afgreitt sem "arfavitlaust" ef einhverjum verður á að nefna það.
Víðir Benediktsson, 29.4.2009 kl. 18:48
Mér finnst mjög undarlegt hvernig málin hafa þróast. Það er eins og Samfylkingin hugsi um ekkert annað en ESB og ætlist til að aðrir fylgi með. Þetta tel ég mjög varhugavert eins og málum er háttað hjá okkur í dag. Við verðum að geta hugsað í víðara samhengi.
Helga Þórðardóttir, 29.4.2009 kl. 21:20
Mér finnst bara þessi ofsatrú á að ESB sé lausnin vera fötlun Samfylkingarinnar og hindra beinlínis það að orka stjórnvalda okkar beinist að brýnustu verkefnum.
Ég óttast þessa rörsýn, eins og Herbert kallar þetta fyrirbæri og ég leyfi mér að nota orðalagið "að fordæma" þegar ég tek til máls um það. Það er nefnilega svo alvarlegt ástand í okkar samfélagi að þó eitthvað verði gert til að leysa það á morgun þá er það degi of seint.
Árni Gunnarsson, 30.4.2009 kl. 16:55
Mikið innilega er ég sammála ykkur öllum hér með þetta dekur við ESB og hættuna af þeirri þröngu sýn sem Samfylkingin hefur á málefnin. Hér á allt að bjargast bara ef við göngum inn í bandalagið, skiptir ekki máli hvað eða hvernig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2009 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.