22.5.2009
Þjóðin er ekki í afneitun....
Ég hef skrifað þetta oftar en einu sinni. Ef við þjóðin værum almennilega upplýst, ef það væri einhver áætlun sem hægt væri að vinna eftir og okkur væri kynnt, ef stjórnvöld stöppuðu stálinu í þjóðina og sýndu fram á að þau hefðu einhverja hugmynd um hvað þau eru að gera, þá brettir þjóðin upp ermarnar og gerir það sem gera þarf.
Við þjóðin VITUM að skuldirnar okkar hækka, við vitum að matarverð er orðið of hátt, við vitum að það er fjárlagahalli uppá 170 milljarða, við vitum að við munum þurfa að borga hverja einustu blóðugu krónu. Við VITUM aftur á móti ekki hvernig þið kæru stjórnvöld ætlið að stýra þjóðarskútunni út úr þessu fárviðri.
Hversvegna vitum við það ekki? Er það vegna þess að ekki er til nein áætlun eða vegna þess að þið getið ekki komið upplýsingum á framfæri?
Framsóknarmenn í afneitun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góð!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.5.2009 kl. 14:50
Alveg hárrétt hjá þér Ásta mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.5.2009 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.