Erlend fagmennska versus íslensk flokkapólitík

Hótun Josefsson að hætta er skýrasta dæmið um að á Íslandi eru það flokkarnir sem við höfum valið okkur inn á þing sem eru okkar akkelishæll. Við skulum ekki halda það að þó VG og S séu nú í stjórn að hlutirnir munu ganga eitthvað skjótar.

Málþóf, þref og hver átti hvaða hugmynd er það sem kemur alltaf númer eitt. Ómældum tíma er eytt í að hampa sínum flokki, alveg sama hvaða flokkur það er og á meðan munum við sem þjóð ALLTAF koma í síðasta sæti.

Ég skil þennan mann vel að vera að spá í að finna sér aðra vinnu, hann er búin að reyna á eigin skinni að íslensk stjórnmál ganga ekki út á að hjálpa þjóðinni eða setja hana í forgang, hann er búin að sjá að stjórnvöld eru óhæf í að taka skjótar og skilvirkar ákvarðanir sem hægt er að nota í þau mál sem eru aðkallandi. Hann hefur uppgvötað að á Íslandi er það alltaf flokkurinn sem er númer eitt og sú hugmynd sem hann kom með er best.

En hey hann hefur val hann getur sko bara farið heim til sín. Hann er ekki fastur hér í skuldafangelsi um ókomna tíð. Hann er bara heppinn.


mbl.is Josefsson hótaði að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er helst að ráðamenn bæði í borg og í ríkisstjórn séu sammála um að klára sem fyrst tónlistarhúsið.

Sigurjón Þórðarson, 25.5.2009 kl. 09:19

2 identicon

hmm já það er víst rétt hjá þér. Óskiljanlegt með öllu að mínu mati, bæði að þarna fannst samstaða og að það eigi að helda áfram með þetta monstrúm.

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 10:06

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Aðgerðarleysi og undraverð afneitun fyrrverandi ríkisstjórnar í aðdraganda hrunsins og eftir flokkuðu sumir undir veikindi formanna ríkisstjórnarflokkanna. Þessi ríkisstjórn sýnist mér búa við mikil veikindi og þangað megi rekja drunga hennar og ráðleysi við brýn viðfangsefni. Þarna er ég auðvitað að tala um ESB glóruleysi Samfylkingarinnar sem heldur því fram að "allt reddist" af sjálfu sér við það eitt að sækja um aðild að hrynjandi ríkjasamsteypu stórveldanna þriggja í Evrópu.

Árni Gunnarsson, 25.5.2009 kl. 10:26

4 identicon

Ég verð að vera sammála þér Árni, þetta ESB glóruleysi á eftir að keyra okkur endanlega í kaf, því á meðan ekkert annað kemst að á þinginu munu heimilin og fyrirtækin sigla að feigðarósi í boði ríkisvaldsins og bankana.

Það sem er númer eitt, tvö og þrjú núna er samvinna og samstaða. Tvö orð sem ég efast um að nokkur ráðherra eða þingmaður hafi flett upp í orðabók.

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 10:45

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er ekki komin tími á utanþingsstjórn fagfólks?  Þetta getur ekki gengið mikið lengur að mínu mati.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.5.2009 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband