Frjálslyndi flokkurinn lagði fram svokallað biðreikningafrumvarp skömmu eftir hrun.
Frumvarpið gekk út á að vertryggingarálag var fryst í 5 % og vextir í 5. Með því móti hefði fólk með verðtryggt lán aldrei farið yfir 10 % vexti og verðtryggingu.
Það sem eftir stóð hefði átt að leggja á svokallaða biðreikninga í nafni viðkomandi skuldara. Með því að gera þetta hefði verið hægt að lækka byrðar heimilanna svo um munar. Þarna hefði einnig skapast ráðrúm hjá stjórnvöldum til þess að fá yfirsýn yfir stöðuna og vinna í rólegheitum að raunhæfum einstaklingsbundnum langtíma aðgerðum og leiðréttingum skulda. Gert var ráð fyrir að meirihluti þess sem inn á biðreikningana færi, yrði afskrifað að endingu.
Þarna hefði einnig skapast gulrót til að koma verðbólgunni eins hratt niður og hægt er vegna þess að þá lækkar verðtryggingin. Um leið og hún kæmist í 5 % hættir að leggjast inn á biðreikninginn.
Takmarkið var að á meðan væri verið að vinna í langtíma aðgerðum fyrir heimilin í landinu, hefði átt að finna leiðir til að afnema verðtrygginguna.
Með smá útfærslum hefði verið hægt að nota þessa aðferð fyrir myntkörfulán og óverðtryggð lán.
Almenn aðgerð sem hefði ekki verið erfitt að keyra inn á skömmum tíma, sem tæki í raun mið af stöðu hvers og eins svo enginn hefði "grætt" meira en aðrir.
Mér skilst að hún hafi dalað uppí viðskiptanefnd og aldrei skilað sér lengra. Síðan hefur hún hvorki heyrst né sést.
Reyndar hef ég einnig fengið það svar frá S manneskju að almennar aðgerðir séu ekki í boði þar sem ekki er hægt að standa við skuldbindingar okkar við AGS.
Skjaldborg heimilanna ???????
Ríkið fær 2,7 milljarða - lánin hækka um 8 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessar tillögur Frj. fl. voru fullrar athygli verðar. Og Guðjón Arnar hefði svo sannarlega átt að vera ennþá inni á Alþingi. En nú tekur til máls reiður maður Ásta min.
Það var enginn annar en Guðjón Arnar flokksformaður sem eyðilagði þann flokk og hann gerði það af svo miklum þrótti að við flokksmenn hans í Reykjavík komum engum vörnum við. Það var engu líkara en svo heiftarleg vænisýki geisaði í stjórn þessa flokks að þar héldu menn ekki ró sinni ef af því fréttist að tveir eða fleiri kæmu saman hér í nafni flokksins. Það var mikill skaði að missa þennan flokk út af þingi en sá skaði verður ekki bættur héðan af undir merkjum hans.
Ég veit vel um hvað ég er hér að tala því ég var einn af stofnendum þessa flokks og jafnframt einn af fyrstu félögunum í grasrótarhreyfingu þeirri sem flokkurinn sótti til upphaf sitt og kjarnann í byrjun flokksstarfins.
Árni Gunnarsson, 28.5.2009 kl. 23:43
Sæll Árni, ég get ekki dæmt um hvernig hlutirnir voru áður en ég gekk í þennan flokk. Ég veit að ýmislegt gekk á og að fólk var ekki sátt við hvert annað. Það er alltaf bagalegt og engum til framdráttar eins og sést á útkomu kosningana.
Aftur á móti voru ýmis málefni sem voru vel þess virði að berjast fyrir að kæmu inn á þing, sérstaklega eftir hrun. Þar má Frjálslyndi flokkurinn eiga það að hugmyndir eins og biðreikningarnir og fleira voru skynsamar og hefðu virkað.
Mér persónulega finnst núna eftir að það virðist sem friður hafi komist á innan flokksins að allir séu einhuga um að vinna og berjast áfram fyrir þeim málefnum sem eru brýnust í dag. Hvort sem er innan eða utan þings.
Ásta (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 07:38
Ég held, því miður, að nafn og merki Frjálslynda flokksins sé orðið "ónýtt vörumerki". Þrátt fyrir góð stefnumál, þá held ég að erfitt verði að reisa flokkinn aftur.
Axel Þór Kolbeinsson, 29.5.2009 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.