Nei við Icesave og þjóðstjórn

Þetta er alveg orðið eins og versti farsi. Það segir sig sjálft að eignir Landsbankans hafa rýrnað alveg eins og eignir allra annarra um víðan völl þessa dagana. Hvers vegna ættu eignir Landsbankans að vera eitthvað öðruvísi ?

Það verður að stoppa þennan samning, núna STRAX. Það er ekki hægt með neinum snefil af samvisku að samþykkja hann í núverandi mynd. Ég skora á alla þingmenn með smá taugar til lands og þjóðar að segja nei.

Það er alltaf verið að agetera fyrir því að ef þetta verður ekki samþykkt verðum við útilokuð úr samfélagi þjóðanna, engin vörusviðskipti og engin lán.

Sorry en það er ekki hagur Englands og annarra kröfuhafa að íslenskt efnahagskerfi hrynji því þá fá þeir ekkert af aurunum sínum til baka. Ef við einöngrumst verður það kannski í 2-3 ár í mesta lagi. Þegar kemur að lánshæfi erum við nú þegar mjög illa sett og það mun ekki batna eftir að við tökum þetta á okkur, það er órökrétt með öllu að lánshæfismat aukist þegar ríki skuldar hærri fjárhæðir en það gerði áður.

Við þurfum þjóðstjórn samansetta úr öllum flokkum ásamt fagaðilum til að vinna í þessum málum. Þetta er of mikið fyrir hvaða flokkastjórn sem er. Það verður að stíga á bremsuna og taka málin yfirvegað og málefnalega með hag okkar sem þjóðar í fyrirrúmi.


mbl.is Eignir duga ekki fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég vek athygl á þessari frétt Telegraph:

http://www.telegraph.co.uk/finance/economics/

Það virðist vera, að matsstofnanir, séu við það að fella lánsmat Íslands aftur niður um flokk. Eftir því sem ég man best, þíðir C flokkur, að talið sé að viðkomandi aðili sé í mikilli hættu á að verða gjaldþrota.

Athugið, C er ekki rusl-einkunn. Heldur D. D, flokkur, er yfir skuldbindingar þeirra, sem þegar eru orðnir gjaldþrota.

Lægsti flokkurinn, er sem sagt D. Í D, eru skuldbindingar, sem álitnar eru tapað fé.

Ef af Ísland verður lækkað niður í C, þá þíðir það að lánshæfisstofnanirnar meta það svo, að líkur á gjaldþroti Íslands, séu verulegar og fari vaxandi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.6.2009 kl. 13:49

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þá reynir á hverskonar pappír Tryggvi Þór Herbersson er í stjórnmálum. 

"Hann viðurkennir að sjálfstæðismenn hafi í raun rutt veginn með því að samþykkja að semja um greiðslur vegna Icesave reikninganna án þess að málið fari fyrir dómstóla. Íslendingum hafi verið stillt upp við vegg af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu vegna EES samningsins og aðeins hafi verið samþykkt að fara samningaleiðina.

Endilega að fá þá í þjóðstjórn.... til hvers... ?

Jón Ingi Cæsarsson, 22.6.2009 kl. 14:12

3 identicon

Viltu heldur fá þá í stjórn? Sýnist að þjóðstjórn sé betri kostur. Ekki er núverandi stjórn nógu góð.

Annars held ég að best væri að fá góða menn til að stjórna okkur um hríð. T.d. færeyinga. Þeir hefðu meira vit fyrir okkur en við.

assa (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband